| 13. september kl. 17.22 | eyjar.net |
Fiskistofa gefur út síldveiðileyfi í norskri lögsögu
-Af www.skip.is
Í ljósi þess að í byrjun árs tókust samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa íslensk skip fengið leyfi til síldveiða innan norskrar lögsögu. Að kröfu Norðmanna geta aðeins 15 íslensk skip fengið leyfi til veiða á hverjum tíma. Alls eru veiðiheimildir íslenskra skipa innan norskrar lögsögu 34.560 tonn og er skipunum heimilt að veiða fyrir norðan 62°N og utan 12 sml. frá grunnlínum.Eftirtalin skip hafa fengið leyfi: Aðalsteinn Jónsson SU, Hákon EA, Lundey NS, Faxi RE, Ingunn AK, Vilhelm Þorsteinsson EA, Margrét EA, Huginn VE, Bjarni Ólafsson AK, Börkur NK, Guðmundur VE, Álsey VE, Þorsteinn ÞH, Sighvatur Bjarnason VE, Kap VE
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.