Myndir frá landsleiknum
Hermann og Gunnar með vírus á leikdegi.
Ísland - Norður Írland
Í gærkvöldi áttust við á Laugardalsvelli landsliðs Íslands og Norður Írlands í undankeppni EM í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári í Sviss og Austurríki en leikurinn endaði með sigri Íslands 2-1.
En fyrir leikinn í gær var ekki víst hvaða leikmenn landsliðsins hefðu heilsu til að spila þennan mikilvæga leik. Nokkrir leikmenn liðsins höfðu fengið vírus sem olli magakveisu og hita. Byrjunarlið Íslands var ekki tilkynnt fyrr en klukkutíma fyrir leik sökum þessa.
Hermann og Gunnar Heiðar fengu báðir snert af vírusnum og sagði Gunnar Heiðar í samtali við www.eyjar.net að hann hefði átt erfitt með að halda út upphitunina fyrir leik sökum þreytu af völdum vírussins. En það virtist ekki hrjá Gunnari né Hermanni í leiknum að þeir hafi verið með magakveisu fyrr um daginn en báðir skiluðu sínu og vel það.
Slæmt mál að fá virus á leikdegi. Enn þetta reddaðist hjá eyjapeyjunum. Hemmi var t.d. um allan völl allan tímann.
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 14. september 2007 (breytt kl. 05:39) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.