Hermann Hreiðars í banni fyrir að vera giftur

| 13. september kl. 09.44 | mbl.is |

Í bann fyrir að vera giftur

Hermann Hreiðarsson, fyrirliði og vinstri bakvörður íslenska landsliðsins, verður í banni í næsta landsleik, á móti Lettum á Laugardalsvelli laugardaginn 13. október.

Hermann fékk gult spjald þegar hann hugðist taka innkast út við hliðarlínu skammt frá hornfánanum vinstra megin. Fáir skildu hvers vegna dómarinn sýndi honum gula spjaldið enda virtist ekkert vera um að vera nema hvað hann bjó sig undir að taka innkastið.

„Ég fékk spjaldið fyrir að vera með giftingarhringinn á mér og nú verð ég í banni í næsta leik fyrir að vera giftur," sagði Hermann eftir leikinn, en hann fékk gula spjaldið á 65. mínútu leiksins.

Núna er ég alltaf vera sannfærðari að reglurnar í handbolta og fótbolta séu oft meingallaðar.

Enn mín óvænta reynsla í körfuknattleik fyrir 13 árum (þá 20 ára). Hefur sýnt mér hvað reglurnar þar eru miklu betri enn í handkn.leik eða knattsp.

Til dæmis þegar leikmaður körfuknattleik er með einhvað einsog hring, eyrna/lokk eða hálsmenn. þá stöðvar dómarinn leikinn og býður leikmanninn að fjarlægja eða hylja með plástur án einhverjar refsingar. Sem mér þykir miklu sniðugra enn að beita svona þunga refsingu einsog skólabróðir minn fékk. Sem ég skil reyndar ekki þar sem ég hélt að giftingahringur sé mjög heilagt að vera sem mest á fingrinum. Vegna þess að giftingarhringur er innsigli hjá karli og konu. Og ef þú tekur hann af þér þá ertu að rifta samninginn við svokallaðan Guð. Eða er ég kannski að rugla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband