Herjólfi seinkar vegna bilunar
Áætlun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs seinkar í dag vegna bilunar, heimildir www.eyjar.net gefa til kynna að um minniháttar bilun sé að ræða í annari aðalvéla Herjólfs og að Herjólfur hafi siglt milli lands og eyja í gær á mun lengri tíma en vant er sökum þessara bilunar.
Siglt verður allar ferðir milli lands og eyja í dag og er skipið nú á leið til Þorlákshafnar og er gert ráð fyrir því að Herjólfur komi þangað um 12:30.
Afgreiðsla Herjólfs gefur upplýsingar um ferðir skipsins í síma 481-2800 til klukkan 16:00 og lengur ef að mikil töf verður á ferðum skipsins.
Það væri betra að hafa tvo Herjólfa sem fara á móti hvor örðum. Svo ef annar bilar eða þarf að fara í viðhald. Þá verður alltaf hinn til taks.
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.