10. september kl. 17.29 | ||
Er á því að veiðin skipti ekki miklu: | ||
Allir sem veiddu lunda í Eyjum í sumar drógu úr veiðinni | ||
- af bloggsíðu Magnúsar Bragasonar | ||
Sumir menn eru svartsýnni en aðrir og sjá ekkert nema svartnættið framundan. Dæmi um það er hvað mönnum fannst um lundastofninn. Hann væri bara hruninn og staðan með pysjuna í ár væri þannig að þær fáu sem myndu lifa það af að komast út úr holu yrðu svo ræfilslegar að þær myndu drepast fljótt. Það var haldinn fundur fyrr í sumar þar sem komu nokkrir úr Bjargveiðifélaginu, sem nota bene er bara félag þeirra sem eru í úteyjarfélögunum. Ekki voru boðaðir á þennan fund menn sem eru að veiða utan þeirra, sem eru þó nokkrir. Þeir sem voru á þessum fundi ákváðu að draga skyldi úr veiðinni. Sumir túlkuðu það sem svo að menn ættu bara að veiða sér í soðið.
Ég hef puttann sennilega mest á púlsinum varðandi veiði manna í sumar og ég get staðfest það að allir þeir sem veiða hér í Vestmannaeyjum drógu úr veiðinni. Ystaklettsmenn hafa t.d. fengið óverðskuldaða umræðu um sína veiði, því ég er viss um það voru þeir sem mest drógu úr henni. Það var gott hjá mönnum að sína ábyrgð í þessu máli. En ég er á því að veiðin skipti ekki miklu. Það er hins vegar nauðsynlegt að menn rannsaki alla þætti í kringum lundann og getur það jafnvel skýrt margt annað eins og það sem er að gerast í hafinu hér í kring. Einn benti mér á það í pottinum í gær að hann hefði verið í göngu upp á Heimakletti og sá þar nokkrar dauðar pysjur sem hann taldi að hefðu verið drepnar af villiketti. Pysjan er byrjuð að fljúga úr holu sinni og er mikið af henni. Hún er líka vel haldin. Á þeirri skoðun eru menn, sem vel til þekkja, t.d. Kristján Egilsson og Gísli Óskarsson. Gísli kom með þá skýringu að þetta ástand sem var í fyrra og árið áður mætti tengja jarðhræringum í Mýrdalsjökli. Já margt getur haft áhrif og allavega skulu menn ekki alhæfa og síst af öllu að dæma aðra. Því "dæmið ekki svo þú verðir ekki sjálfur dæmdur" |
tekið af eyjafrettir.is sem tók þetta af maggibraga.blog.is
Sumir sem eru tengdir lundaveiði finna alltaf einhvað fáránlegt i hug til að réttlæta aframhaldandi lundaveiði. Þó að lundastofnin sé í afar viðkvæmu ástandi.
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.