Eyjapeyjar 1/2 vinningi frá Norðurlandameistaratitli

09. september kl. 17.47

Norðurlandamóti grunnskólasveita í skák lauk í dag í Svíþjóð

Eyjapeyjar hálfum vinningi frá Norðurlandameistaratitli

silfuverðlaun glæsilegur árangur hjá Grunnskóla Vestmannaeyja

 

Sveit Grunnskóla Vestmannaeyja var aðeins hálfum vinningi frá sigri á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í dag í Örsundsbro í Svíþjóð.  Eyjapeyjar hafa teflt mjög vel í mótinu og voru í öðru sæti fyrir síðasta keppnisdaginn.  Lokaumferðin var svo mjög spennandi en þegar yfir lauk endaði Grunnskóli Vestmannaeyja með 13,5 vinninga en heimamenn frá Örsundbro 14.

Í síðustu umferð unnu strákarnir sannkallaðan stórsigur á annarri sænskri sveit frá Mälarhöjdens 3,5:0,5.  Áður höfðu Eyjapeyjarnir gert jafntefli gegn nýkrýndum Norðurlandameisturum frá Örsundsbro, 2:2 og því ljóst að ekki munar miklu á sveitunum tveimur.  Sveit Eyjamanna skipa þeir Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason, Sindri Freyr Guðjónsson, Hallgrímur Júlíusson og varamaður var Kristófer Gautason.  Strákarnir voru í góðum höndum á meðan mótinu stóð en Eyjamaðurinn Helgi Ólafsson, stórmeistari var liðsstjóri Eyjasveitarinnar.

Silfurverðlaun á Norðurlandamótinu er hins vegar stórglæsilegur árangur hjá þessum efnilegu skákmönnum og ljóst að framtíðin er þeirra ef vel er haldið á spilunum.

Lokastaðan í mótinu varð þessi:
Svíþjóð Örsundsbro 14 vinningar.
Ísland Grunnskóli Vestmannaeyja 13,5 vinningar.
Noregur Korsvoll 10,5 vinningar.
Danmörk Jetsmark 9 vinningar.
Svitjod Mälarhöjdens 7 vinningar.
Finnland Mänttä 6 vinningar.

tekið af eyjafrettir.is

Alltaf gaman að sjá þegar okkur eyjamönnum gengur vel í íþróttum.

Til hamingu með þenna árang strákar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband