05. september kl. 13.12 | ||
Kvennaknattspyrna: | ||
Ætla að tefla fram meistaraflokki kvenna næsta sumar | ||
| ||
Nú er búið að ákveða það innan vébanda ÍBV-íþróttafélags að teflt skuli fram knattspyrnuliði kvenna næsta sumar. Búið er að skipa knattspyrnuráð kvenna en það skipa Sigþóra Guðmundsdóttir, sem er formaður, Ingibjörg Finnbogadóttir gjaldkeri, Hrönn Harðardóttir varaformaður og meðstjórnendur eru þau Ólafur Tryggvason, Júlía Tryggvadóttir og Ragna Garðarsdóttir. Þá hefur Jón Ólafur Daníelsson verið ráðinn þjálfari meistaraflokks en hann þjálfar sömuleiðis 2. flokk kvenna. Liðið mun leika í 1. deild sem er næst efsta deild Íslandsmótsins. Þar er leikið í riðlum. Jón Ólafur var á sínum tíma ráðinn til ÍBV til að koma kvenna-knattspyrnunni aftur á koppinn en 2. flokkur félagsins vann sér sæti í efstu deild að nýju undir hans stjórn. Jón segist hafa metið stöðuna nokkuð góða í kvennaboltanum í Eyjum þegar hann tók að sér verkefnið. Ég sá ágæta möguleika hér á að byggja upp kvenna-knattspyrnuna. Ég vissi að það myndu einhverjar stelpur hætta en það voru samt sem áður eftir sterkir karakterar sem vildu leggja mikið á sig. Það hættu mjög hæfileikaríkar stelpur en hæfileikaríkar og viljugar stelpur héldu áfram. Það kom mér að mörgu leyti á óvart hvað þessar stelpur sem héldu áfram eru sterkir karakterar og á því munum við byggja." Nú var enginn meistaraflokkur eða 2. flokkur sumarið 2006. Var ekkert erfitt að fara af stað aftur með 2. flokk nú í sumar? Eldri stelpur snúa aftur tekið af eyjafrettir.is Frábært að sjá þær aftur. Eina sem vantar er Margrét Lára. Kannski getur Magnús Kristins keypt hana til heimahagana aftur. Enn reyndar á hún Margrét Lára á ekki heima í knattspyrnunni á Íslandi. Svo miklir yfirburðir hefur hún með íslensku liði. |
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 10. september 2007 (breytt kl. 19:53) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.