Hrun í lundastofninum 3ja árið í röð

  

05. september kl. 11.38

 

Pysjurnar að koma

- Pysjueftirlitið biður um að komið verði með pysjurnar í vigtun

 

Svo virðist sem lundapysjurnar séu að yfirgefa holurnar þessa dagana.  Þær eru  talsvert seinna á ferðinni en í meðalári en þær pysjur sem hafa verið vigtaðar og mældar á Fiskasafninu hafa verið í nokkuð góðu ástandi.  Þær eru talsvert þyngri en pysjurnar sem voru að finnast í fyrra og ekki er mikið um dúnaðar pysjur.  Ástandið virðist því vera betra en það var í fyrra og betra en óttast var.

 

 Lundinn hefur sést vera að bera síli í holurnar síðustu vikur og hugsanlega hefur það orðið til þess að þær pysjur sem enn voru á lífi hafi náð að braggast.Ef heldur áfram sem horfir ætti næsta helgi að geta orðið mjög góð fyrir pysjusöfnun.  Bæði hefur pysjunum verið að fjölga jafnt og þétt auk þess sem veðurspáin er góð.  Pysjueftirlitið biður  alla að koma með  pysjurnar í vigtun og mælingu á Fiskasafnið en þannig fást upplýsingar um ástand þeirra.

Fiskasafnið er opið alla daga frá kl.11 til kl.17 og mun starfsmaður frá Setrinu vera við mælingar á pysjum kl.15-17 virka daga og kl.11-14 um helgar

tekið af eyjafrettir.is

9.9.2007

Lundapysjuárgangur 2007 verður afar lítill í framtíðinni. Þar sem septembermánuður er komin og allra veðrað von.
Til þess að halda lundastofninum í góðu og eðlilegu ástandi þurfa þær hélst að fara af stað uppúr mánaðarmótum júlí/ágúst vegna þess að það er meiri líkur á góðu og hægstæðari veðurlagi útá sjónum.

Hér að neðan er ein af lundapysjunum mínum sem fá langbestu meðferðina og ég set ekki einusinni gæsalappir á langbestu. Vegna þess að þær fá 5 stjörnu hótelgistingu. Þar sem ég set þær í hólfaðan kassa svo viðkvæmar fjaðrir skemmast ekki. Ef fjaðrir eru skemmdar þ.a.s ef fjaðrir eru ekkii rennisléttar þá er hætta á að þær blotni og verði kalt og þar af leiðindi drepast þær.
Svo fá þær hjá mér besta flugvöll á Heimaey nefnilega Stórhöfða. Og hvers vegna segji ég það?
Nú þær eru á suðvesturleið til Nýfundnaland sem þær mun svo dvelja í 2 ár áður enn þær koma aftur heim. Þannig að Stórhöfði er í góðri stefnu þangað og ekki skemmir að þær ná góðri flugi útá haf. Þarafleiðandi minnkar hættan á að pysjan verður drepinn af ránfugli.


Í kvöld var komið með skrofu til okkar til merkingar. Og er það einn mest spennandi íslenski fugl sem er merktur hér hjá okkur feðgum á Stórhöfða. Þar sem hann ferðast á nóttinni til að fela sig fyrir ránfuglum. Og svo er hann líka mjög langtförull fugl.
Enn til að kynnast þessum fugl þurfum við að merkja milklu meira af þessum fugli. Enn faðir minn er búinn að merkja á sínu 50 ára ferli aðeins um 70 skrofur. Þess vegna þykir okkur afar vænt um að fá skrofur til merkingar. 



Skrifað 9.9.2007 kl. 0:38 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu

http://www.123.is/DJ_Storhofdi/default.aspx?page=home&sa=GetRecord&id=145705


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband