Flugöryggi bætt við Vestmannaeyjaflugvelli

0a8896e010946f5caad35596454722e8_flugvollur


| 10. september kl. 18.40 | vaktin.net |

Framkvæmdir við flugvöllinn

Nú eru í gangi framkvæmdir við flugvöllinn í Vestmannaeyjum og eru þær til þess að uppfylla alþjóðareglur. Að sögn Ingibergs Einarssonar flugvallarstjóra, er verið að breikka öryggissvæði á suðurenda norður-suður brautinni, það þarf líka að gera þá framkvæmd við norðurendann og vesturendann á austur-vestur brautinni.

Setja á upp leiðarljós frá vesturenda brautar, sem verða á sex staurum alveg vestur á Hamar vestast á Heimaey, einnig á að setja upp ný aðflugs hallaljós við flugvöllinn.
 
Við austurenda austur-vestur brautina er verið að grafa fyrir göngustíg, göngustígurinn verður 1,2 metra niður fyrir flugbraut og girðing verður brautarmegin.
 
Í gangi er fyrsti áfangi af fjórum og að framkvæmdum loknum ætti flug til Vestmannaeyja að vera öruggara og hægt að fljúga við verri skilyrði en nú eru í dag.

Mynd og texti: Óskar P. Friðriksson

Staðsetning flugvallarins átti frekar að vera vestar á Heimaey til að losna við Sæfellið og þokuna sem fellið veldur. 


mbl.is Fimmtíu og þrír brutu gegn lögreglusamþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú, vissulega ætti flugöryggi í Vestmannaeyjum að stóraukast úr því að búið er að handsama þessa fimmtíu og þrjá sem brutu á móti lögreglusamþykkt Reykjavíkur...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband