| 03. september kl. 10.23 | eyjar.net |
Berglind Ómarsdóttir klæðskeri ársins
Um helgina var haldið í Laugadalshöllinni Íslandsmeistaramót hársnyrta, snyrtifræðinga, gullsmiða, klæðskera og ljósmyndara innan Samtaka iðnaðarins - The Icelandic Skills Competition.
Berglind Ómarsdóttir klæðskeri fékk eftirfarandi viðurkenningar:
Klæðskeri ársins 2007
Var í tískuteymi ársins 2007
Viðurkenningu úr minningarsjóði Indriða Guðmundssonar klæðskera.
Það má segja að Berglind hafi fengið fullt hús að þessu sinni, og er þetta mikil viðurkenning fyrir það starf sem Berglind hefur unnið að síðustu ár.
Gott hjá henni. Til hamingju með þett.
Flokkur: Dægurmál | Mánudagur, 3. september 2007 (breytt kl. 20:49) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.