Eyjalögreglan:

03. september kl. 16.08

Lögregla:

Ógnaði gestum með hnífi og braut rúðu í vitlausu húsi

 

 

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku.  Meðal annars var lögreglan kölluð út rétt um miðnótt laugardags en þá hafði maður ógnað fólki með hnífi og brotið rúðu.  Gaf maðurinn þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans og gestanna.  Til að verja sig hafi hann gripið hníf og hafi mennirnir þá farið.

Hann hafi síðan ætlað að fara og ræða við annan þessara manna og farið, að hann taldi, að heimili hans en farið húsavilt og braut rúðu hjá fólki sem enga sök átti í málinu. Maðurinn viðurkenndi brot sitt og var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni.

Lögregla

Ungir ökumenn óábyrgir í umferðinni

Velti fullur jeppa með tíu daga gamalt ökuskirteini og annar 17 ára var sektaður þrívegis í vikunni

 

Eins og áður hefur komið fram valt bifreið inn á Týsvöllinn að morgni laugardags.  Eigandi bifreiðarinnar ók henni samkvæmt vitnum og var hann töluvert undir áhrifum áfengis.  Eigandinn var aðeins 17 ára og hafði verið með ökuréttindi í heila tíu daga.  Engin slys urðu á fólki en bifreiðin skemmdist töluvert.

Sl. sunnudag var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á Búastaðabraut en þarna hafði ökumaður létts bifhjóls fengið hjólið ofan á sig og kvartaði hann yfir eymslum í baki eftir óhappið. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað um líðan hans.

Af umferðarmálum er það að frétta einungis einn ökumaður var sektaður fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið en hann var alls sektaður í þrígang. Í tvígang fékk hann sekt fyrir ógætilegan akstur á gatnamótum en hann lék sér að því að taka svokallaða "handbremsubeygjur". Þá fékk hann sekt fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfjálsan búnað. Um er að ræða 17 ára ökumann sem er einungis búinn að vera með ökuréttindi í um einn og hálfan mánuð.

Lögregla

Reyndi að bora út læsingu um miðjan dag

auk þess tveir brunar í vikunni

 

Um miðjan dag á laugardag var maður handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í íbúð í Áshamri með því að bora út læsinguna.  Taldi hann sig vera í rétti við athæfi sitt enda ætti sonur hans íbúðina en leigjandi íbúðarinnar hafði ekki greitt leiguna og vildi hann leigjandann út.  Þar sem maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að hætta iðju sinni var hann handtekinn og færður í fangageymslu.

Hann fékk síðan að fara frjáls ferða sinna eftir skýrslutökur og loforði um að hætta frekari tilraunum til að komast inn í íbúðina.

Auk þessa fékk lögregla tilkynningu um tvo bruna en í öðru tilvikinu var um að ræða bruna að Vesturvegi 28 þann 29. ágúst sl. þar sem kviknaði í út frá heitri feiti.  Ekki urðu slys á fólki í brunanum en húsið er mikið skemmt eftir brunann.  Þá var til lögreglu tilkynnt um reyk að Bessastíg 8 þann 31. ágúst sl. en þarna hafi húsráðandi verið við eldamennsku en eitthvað gleymt sér með þeim afleiðingum að maturinn brann við þannig að mikill reykur myndaðist.  Húsráðandi var færður á sjúkrahúsið þar sem grunur lék á að hann hafi fengið vott af reykeitrun.

03. september kl. 16.29 | eyjar.net |

Helstu verkefni lögreglu frá 27. ágúst til 2. september 2007.

Lögreglan hafði í nógu að snúast um sl. helgi og fengu þrír að gista fangageymslur lögreglu.

Undir morgun sl. laugardag var lögreglu tilkynnt um að bifreið hafi farið út af Hamarsvegi, oltið inn á Týsvöll og væri þar á hvolfi.  Á staðnum var eigandi bifreiðarinnar sem reyndist samkvæmt vitnum hafa ekið bifreiðinni.  Var hann töluvert undir áhrifum áfengis og var handtekinn í framhaldi af því.  Ökumaðurinn reyndist vera 17 ára og var einungis búinn að hafa ökuréttindi í 10 daga.  Engin slys urðu á fólki en bifreiðin er töluvert skemmd.

Um miðjan dag sl. laugardag var maður handtekinn þegar hann reyndi að komast inn í íbúð í Áshamri með því að bora út læsinguna. Taldi hann sig vera í rétti við athæfi sitt enda ætti sonur hans íbúiðna en leigandinn hefði ekki greitt leiguna og vildi hann leigjandann út.  Þar sem maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu um að hætta iðju sinni var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Hann fékk síðan að fara frjáls ferða sinna eftir skýrslutökur og loforði um að hætta frekari tilraunum til að komast inn í íbúðina.

Rétt um miðnætti sl. laugardag var maður handtekinn fyrir rúðubrot og ógna fólki með hnífi.  Gaf hann þá ástæðu að gestir á heimili hans hafi neitað að fara út og hafi það endað með átökum á milli hans og gestanna.  Til að verja sig hafi hann gripið hníf og hafi mennirnir þá farið.  Hann hafi síðan ætlað að fara og ræða við annan þessara manna og farið, að hann taldi, að heimili hans en farið húsavilt og braut rúðu hjá fólki sem enga sök átti í málinu.  Maðurinn viðurkenndi brot sitt og var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni. 

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en þarna hafði orðið einhver ágreiningur á milli tveggja manna sem staddir voru á skemmtistaðnum Drífanda, sem endaði með handalögmálum.  Ekki var um alvarleg meiðsli að ræða.

Tveir brunar voru tilkynntir til lögreglu í vikunni sem leið en í öðru tilvikinu var um að ræða bruna að Vesturvegi 28 þann 29. ágúst sl. þar sem kviknaði í út frá heitri feiti.  Ekki urðu slys á fólki í brunanum en húsið er mikið skemmt eftir brunann.   Þá var til lögreglu tilkynnt um reyk að Bessastíg 8 þann 31. ágúst sl. en þarna hafi húsráðandi verið við eldamennsku en eitthvað gleymt sér með þeim afleiðingum að maturinn brann við þannig að mikill reykur myndaðist.  Húsráðandi var færður á sjúkrahúsið þar sem grunur lék á að hann hafi fengið vott af reykeitrun.

Sl. sunnudag var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á Búastaðabraut en þarna hafði ökumaður létts bifhjóls fengið hjólið ofan á sig og kvartaði hann yfir eymslum í baki eftir óhappið. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið en ekki er vitað um líðan hans.

Af umferðarmálum er það að frétta einungis einn ökumaður var sektaður fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið en hann var alls sektaður í þrígang.  Í tvígang fékk hann sekt fyrir ógætilegan akstur á gatnamótum en hann lék sér að því að taka svokallaða "handbremsubeygjur". Þá fékk hann sekt fyrir að tala í farsíma í akstri án þess að nota handfjálsan búnað.   Um er að ræða 17 ára ökumann sem er einungis búinn að vera með ökuréttindi í um einn og hálfan mánuð.

Það er nóg um að snúast hjá blessaðri löggunni í Eyjum. Enn aldrei ætla þeir að gera átak í því að sporna við akstur á rauðu ljósi á gatnamótum Heiðavegs og Strandvegs.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband