03. september kl. 08.18 | ||
| ||
Gunnar Heiðar fær ekki háa einkunn eftir fyrsta leikinn | ||
| ||
Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék í fyrsta sinn sem norska liðinu Vålerenga í gær er liðið sigraði Start, 3:2, á heimavelli á Ullevaal í Ósló. Árni Gautur Arason var í marki Vålerenga en Jóhannes Harðarson var í leikmannahópi Start en kom ekki við sögu. Gunnar Heiðar fór af leikvelli á 66. mínútu en hann fær ekki háa einkunn hjá netmiðlinum Nettavisen eða alls 4 af 10 mögulegum.
Á heimasíðu Vålerenga fær landsliðsframherjinn fína dóma en hann slapp m.a. einn í gegnum vörn Start á upphafsmínútum leiksins en það tækifæri var blásið af vegna rangstöðu sem stuðningsmenn Vålerenga voru ekki sáttir við. Vålerenga hefur verið í bullandi fallhættu það sem af er leiktíð en liðið er nú í 9. sæti af alls 14 með 24 stig. www.mbl.is greindi frá. Þarna fer misjafnir dómar um eyjapeyjann |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.