Þórsarar lögðu Eyjamenn


David Disztl fagnar eftir að hann kom Þórsurum yfir snemma leiks gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Skapti

Þór sigraði ÍBV, 2:1, í 7. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, á Þórsvellinum á Akureyri í kvöld og eru nýliðarnir þá komnir með 6 stig í deildinni en Eyjamönnum mistókst að komast í efsta sætið.
Mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Dávid Disztl og Sveinn Elías Jónsson komu Þór í 2:0 en Ian Jeffs minnkaði muninn fyrir Eyjamenn sem eru áfram með 13 stig.
Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson
Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi GuðmundssonVöllur: Þórsvöllur
Leikur hefst
7. júní 2011 19:15
Aðstæður
Dómari: Magnús Þórisson
Aðstoðardómarar: Gunnar Sverrir Gunnarsson og Sverrir Gunnar Pálmason
90 | ![]() | Leik lokið Frábær baráttusigur Þórsara staðreynd! |
90 | ![]() | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá +1. Prjónaði sig inn á teiginn en skotið framhjá |
90 | ![]() | Leiktíminn runninn út. Óvíst hvað miklu er bætt við |
88 | ![]() | Gunnar Már var felldur á vítateig ÍBV, hefði alveg mátt dæma víti á þetta |
87 | ![]() | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skot framhjá |
86 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu Nauðvörn hjá Þórsurum |
86 | ![]() | Þetta verða spennandi lokamínútur. ÍBV hefur öll völd á vellinum |
84 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann |
83 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
83 | ![]() | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot framhjá Enn er mikið klafs á teignum eftir hornspyrnu ÍBV. Nú barst boltinn á Þórarinn sem hitti þó ekki markið |
82 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
82 | ![]() | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot framhjá |
81 | ![]() | Janez Vrenko (Þór) fær gult spjald Fyrir að tefja |
80 | ![]() | Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið Bryan Hughes með góðan bolta innfyrir vörn Þórs á Sytnik sem var í þröngu færi en náði þó fínu skoti sem Rajkovic varði vel |
78 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
77 | ![]() | Alexander Már Hallgrímsson (Þór) kemur inn á |
77 | ![]() | Aleksandar Linta (Þór) fer af velli |
77 | ![]() | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á |
77 | ![]() | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á |
77 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) fer af velli |
77 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli |
76 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
76 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Boltinn barst til Andra á teignum sem var í þröngu færi og Rajkovic varði vel í horn |
72 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Var í þröngu færi vinstra megin í teignum og skotið rataði ekki á markið |
69 | ![]() | Srdjan Rajkovic (Þór) fær gult spjald Fyrir kjaftbrúk |
69 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir uppsafnað kjaftbrúk |
68 | ![]() | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) fær gult spjald |
66 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald |
66 | ![]() | Pétur Heiðar Kristjánsson (Þór) kemur inn á |
66 | ![]() | Dávid Disztl (Þór) fer af velli |
65 | ![]() | Bryan Hughes (ÍBV) á skot sem er varið Rajkovic náði ekki að halda boltanum en varnarmenn Þórs bjarga |
64 | ![]() | Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á |
64 | ![]() | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) fer af velli |
64 | ![]() | Matt Garner (ÍBV) á skot framhjá Hann var aleinn vinstra megin í teignum en hitti ekki markið í upplögðu færi |
63 | ![]() | Rasmus Christiansen (ÍBV) á skalla sem er varinn Fín hornspyrna inn á teiginn og Rasmus nær góðum skalla á markið en Rajkovic varði meistaralega! |
63 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
61 | ![]() | Sigurður M. Kristjánsson (Þór) kemur inn á |
61 | ![]() | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fer af velli |
59 | ![]() | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Boltinn barst út í teiginn þar sem Arnór tók boltann á lofti en hitti ekki markið |
54 | ![]() | Kelvin Mellor (ÍBV) á skot framhjá Fín rispa upp hægri kantinn, kemst framhjá varnarmanni og á fínt skot rétt utan teigs sem ratar þó ekki á markið |
53 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu Rajkovic grípur boltann auðveldlega |
52 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu Fín hornspyrna inn á teiginn og eftir nokkurt klafs bjarga Þórsarar nánast á marklínu! |
52 | ![]() | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Gott skot fyrir utan sem Rajkovic varði vel |
51 | ![]() | Dávid Disztl (Þór) á skalla sem fer framhjá Atli Sigurjónsson með fína aukaspyrnu beint á kollinn á Disztl sem nær ekki að hitta á markið |
50 | ![]() | Þór fær hornspyrnu |
50 | ![]() | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Fín sending inn á teiginn þar sem Gunnar Már er aleinn á stönginni en Guðjón Orri nær að pota boltanum í burtu á síðustu stundu. |
46 | ![]() | Leikur hafinn |
45 | ![]() | Hálfleikur Þá er kominn hálfleikur hér fyrir norðan. Leikurinn hefur verið stórskemmtilegur fyrir augað en þrátt fyrir fínar rispur geta Þórsarar talist heppnir að vera yfir |
45 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá +1 |
45 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu +1 |
45 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið +1. Ian Jeffs með frábæra sendingu á Andra sem var kominn einn í gegn en fyrirliðinn Þorsteinn Ingason bjargaði á síðustu stundu með stórbrotinni tæklingu |
40 | ![]() | Þór fær hornspyrnu |
39 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
37 | ![]() | MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar Fín hornspyrna Tryggva Guðmundssonar inn á teiginn og eftir mikið klafs á teignum nær Ian Jeffs að koma boltanum í netið |
37 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
36 | ![]() | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skot sem er varið Eyjamenn fengu aukaspyrnu við vítateigslínuna. Eiður Aron með fínt skot sem Rajkovic varði frábærlega í horn |
34 | ![]() | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá |
31 | ![]() | MARK! Sveinn Elías Jónsson (Þór) skorar Þórsarar voru fljótir fram eftir hornspyrnu ÍBV. Gunnar Már hljóp upp hægri kantinn og sendi frábæra sendingu á Svein Elías sem var kominn í nokkuð þrönga stöðu en kláraði færið mjög vel. |
30 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
27 | ![]() | Atli Sigurjónsson (Þór) á skot framhjá |
26 | ![]() | Gestirnir sækja hart á óstöðuga vörn Þórs og hefur nokkrum sinnum mátt litlu muna að boltinn endi í netinu. |
23 | ![]() | Sveinn Elías Jónsson (Þór) fær gult spjald Sveinn Elías var alltof seinn og keyrir inn í Guðjón Orra í marki ÍBV sem var fyrir löngu búnn að ná valdi á boltanum. |
21 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Tryggvi með ágætan skalla af markteig eftir fína fyrirgjöf en Rajkovic var vel á verði. |
19 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Skot í þröngu færi sem Rajkovic varði út í teiginn og að lokum rann sóknin út í sandinn |
16 | ![]() | Eftir hornspyrnuna náði Gunnar Már Guðmundsson að koma boltanum í netið eftir nokkurt klafs í teignum en hann var dæmdur brotlegur og markið stendur því ekki. |
16 | ![]() | Þór fær hornspyrnu |
15 | ![]() | Þór fær hornspyrnu Gestirnir hreinsa afturfyrir |
14 | ![]() | Matt Garner (ÍBV) á skot sem er varið Aukaspyrna frá hægri kanti sem fer yfir alla í teignum og beint í fangið á Rajkovic í markinu. |
13 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
13 | ![]() | Eftir að Þórsarar komust yfir hefur leikurinn verið eign Eyjamanna. |
5 | ![]() | MARK! Dávid Disztl (Þór) skorar Góð pressa Þórsara í upphafi skilar marki! Ingi Freyr Hilmarsson átti fína sendingu af vinstri kanti beint á Disztl sem á lúmskan skalla yfir Guðjón Orra í markinu. |
2 | ![]() | Ármann Pétur Ævarsson (Þór) á skot framhjá |
1 | ![]() | Þór fær hornspyrnu |
1 | ![]() | Gunnar Már Guðmundsson (Þór) á skot sem er varið Guðjón Orri varði lúmskt skot Gunnars í horn |
1 | ![]() | Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og sækja í norðurátt að Þórsheimilinu |
0 | ![]() | Mikið hefur verið fjallað um meint agabrot hjá þremur leikmönnum Þórs en þeir Atli Jens Albertsson, Jóhann Helgi Hannesson og Kristján Páll Hannesson eru ekki í leikmannahópnum. Ekki geta meiðsli sett strik í reikninginn þar sem þeir eru þrír saman í léttri upphitun. |
0 | ![]() | Byrjunarlið ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson - Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Matt Garner - Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Ian Jeffs - Andri Ólafsson - Tryggvi Guðmundsson |
0 | ![]() | Byrjunarlið Þórs: Srdjan Rajkovic - Gísli Páll Helgason, Aleksandar Linta, Þorsteinn Ingason, Ingi Freyr Hilmarsson - Atli Sigurjónsson, Janez Vrenko, Gunnar Már Guðmundsson, Ármann Pétur Ævarsson - Dávid Disztl, Sveinn Elías Jónsson |
0 | ![]() | Einn og sami leikmaður hefur ekki oft gert 5 mörk í leik í efstu deild. Það gerðist þó í viðureign ÍBV og Þórs í Vestmannaeyjum árið 1994. Þá skoraði Sumarliði Árnason 5 mörk í 6:1 sigri Eyjamanna. |
0 | ![]() | Þór og ÍBV hafa mæst 18 sinnum í efstu deild frá 1977. ÍBV hefur unnið 9 af þessum leikjum en Þór aðeins 4. Þórsarar unnu báða leiki liðanna árið 1992 en eftir það hafa liðin gert 4 jafntefli og ÍBV unnið tvívegis í sex viðureignum. |
0 | ![]() | Þrjár síðustu viðureignir Þórs og ÍBV í efstu deild á Akureyri hafa endað með jafntefli. Síðast mættust liðin 2002 þegar Jóhann Þórhallsson, núverandi Fylkismaður, skoraði fyrir Þór en Tómas Ingi Tómasson, núverandi þjálfari HK, skoraði fyrir Eyjamenn og leikurinn endaði 1:1. |
0 | ![]() | ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 6 leiki en Þórsarar eru í 11. og næstneðsta sæti með 3 stig eftir 5 leiki. Þór á enn til góða heimaleik gegn FH úr 5. umferðinni. |
Mörk
ÍBV - Ian Jeffs (37 mín.)Þór - Sveinn Elías Jónsson (31 mín.)
Þór - Dávid Disztl (5 mín.)
Áminningar






Skot á mark
ÍBV 11Þór 4
Skot framhjá
ÍBV 9Þór 4
Hornspyrnur
ÍBV 14Þór 5
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/06/07/thorsarar_logdu_eyjamenn/
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 8. júní 2011 (breytt kl. 13:15) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.