ÍBV efst eftir sigur á Víkingi


Tryggvi Guðmundsson kom mikið við sögu í dag. mbl.is/Ómar

ÍBV er komið í toppsætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Víkingi, 2:0, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. ÍBV er með 13 stig en KR, sem mætir Fram í kvöld, er með 11 stig í öðru sætinu.
Tryggvi Guðmundsson lagði upp fyrra markið fyrir Ian Jeffs á 15. mínútu og skoraði síðan fljótlega seinna markið sjálfur, 2:0.
Byrjunarlið ÍBV: Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.
Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes.
Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle.


Völlur: Hásteinsvöllur Leikur hefst | Aðstæður Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson |

![]() | Leik lokið | |
90 | ![]() | +4 2-0 lokatölur fyrir ÍBV og sigurinn er fyllilega verðskuldaður. Lítið gerðist í síðari hálfleik, Eyjamenn lögðu áherslu á að verja forystuna og gerðu það vel því Víkingar náðu varla að ógna marki ÍBV í síðari hálfleik og í raun varla í leiknum öllum. Sannfærandi hjá Eyjamönnum sem virðast vera finna taktinn eftir að hafa hikstað aðeins í byrjun móts. |
90 | ![]() | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á +1 |
90 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli +1 |
90 | ![]() | Eyjamenn hafa verið í vandræðum með vallarklukkuna sína sem sýnir ekki lengur leiktímann en okkur í blaðamannastúkunni telst til að venjulegum leiktíma sé lokið. |
89 | ![]() | Smá lífsmark með Víkingum. Varamaðurinn Cameron Gayle var við það að komast í gott skotfæri en Kelvin Mellor bjargaði í horn á síðustu stundu. |
87 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
87 | ![]() | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Tonny Mawejje með góðan sprett eftir að hafa unnið boltann af varnarmönnum. Hann reyndi skot frá vítateig sem Magnús Þormar varði í horn. |
83 | ![]() | Abel Dhaira, markvörður ÍBV sér til þess að áhorfendum leiðist ekki með því að halda boltanum aðeins á lofti eins og honum er einum lagið. |
82 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn fengu aukaspyrnu nokkuð fyrir utan vítateig. Tryggvi reyndi skot sem fór langt yfir. |
80 | ![]() | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) kemur inn á |
80 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) fer af velli |
79 | ![]() | Cameron Gayle (Víkingur R.) kemur inn á |
79 | ![]() | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) fer af velli |
79 | ![]() | Matt Garner (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. |
77 | ![]() | Nú hefur bætt hressilega í rigninguna en Eyjamenn hafa aðeins slakað á klónni. Sumir leikmenn liðsins virka þreyttir enda útheimtir svona pressa mikið úthald. |
75 | ![]() | Bryan Hughes (ÍBV) kemur inn á |
75 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli |
74 | ![]() | Það er frekar rólegt yfir leiknum þessar mínúturnar. Það hefur líka dregið fyrir sólu og farið að rigna á Hásteinsvelli, en það ætti þó ekki að hafa áhrif á leikinn. |
67 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá Fín sókn hjá Eyjamönnum sem endaði með skoti Ian Jeffs utan teigs en boltinn fór hárfínt framhjá. |
66 | ![]() | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot framhjá Aftur reyna Víkingar bakfallsspyrnu. Nú var það Sigurður Egill en spyrnan var misheppnuð og fór langt framhjá. |
62 | ![]() | Víkingur R. fær hornspyrnu |
61 | ![]() | Gunnar Helgi Steindórsson (Víkingur R.) kemur inn á |
61 | ![]() | Marteinn Briem (Víkingur R.) kemur inn á |
61 | ![]() | Þorvaldur Sveinn Sveinsson (Víkingur R.) fer af velli |
61 | ![]() | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) fer af velli Tvöföld skipting hjá Víkingum. |
52 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) á skot sem er varið Enn á ný var Ian Jeffs kominn í gott skotfæri og í stað þess að senda boltann, ákvað hann að skjóta núna en Magnús Þormar varði. Sókn Eyjamanna rann svo út í sandinn. |
49 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Reyndi skot utan teigs en yfir. |
49 | ![]() | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Magnús Þormar varði en hélt ekki boltanum. Sókn ÍBV heldur áfram. |
48 | ![]() | Milos Milojevic (Víkingur R.) fær gult spjald Stöðvaði boltann viljandi með hendinni. |
47 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Klippti boltann á lofti en skotið arfaslakt. Fór í innkast. |
46 | ![]() | Leikur hafinn Víkingar hefja leik með boltann í síðari hálfleik og sækja til austurs. |
45 | ![]() | Eyjamenn hafa heldur betur sýnt sparihliðarnar í fyrri hálfleik gegn Víkingum. Frá fyrstu mínútu blésu þeir til stórsóknar og hafa haft öll völd á vellinum fyrstu 45 mínúturnar. Víkingar fengu í raun aðeins eitt gott færi og það var undir lok fyrri hálfleiksins þegar Baldur Aðalsteinsson átti gott skot sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn. Fram að því höfðu Eyjamenn hreinlega farið á kostum í sókninni og ef það er eitthvað sem ætti að setja út á ÍBV í dag, þá er það þessi mikilvæga síðasta snerting í færunum. Tveggja marka forysta Eyjamanna er í takt við gang leiksins og spurning hvort þeir geti haldið sömu pressu á Víkingana í síðari hálfleik eða hvort Andri Marteinsson, þjálfari gestanna nái að koma sínum mönnum í gang. |
45 | ![]() | Hálfleikur +2 Tveimur mínútum var bætt við. Staðan í hálfleik er 2-0 fyrir ÍBV. |
45 | ![]() | Víkingur R. fær hornspyrnu +2 |
45 | ![]() | Baldur I. Aðalsteinsson (Víkingur R.) á skot sem er varið +1 Frábært skyndiupphlaup endaði með því að Baldur Aðalsteinsson átti stórgott skot að marki sem Abel Dhaira varði meistaralega í horn. |
45 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. Nú er aðeins uppbótartími eftir. |
44 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
44 | ![]() | Enn og aftur skapast hætta við mark Víkinga. Nú sendi Tonny Mawejje fyrir markið en á elleftu stundu náði Walter Hjaltested að koma boltanum aftur fyrir endamörk. |
41 | ![]() | Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga sendi varamenn sína að hita upp fljótlega í fyrri hálfleik, líklega til að vekja sína menn. Það hefur hins vegar ekki skilað árangri og varamennirnir hafa tekið sér sæti að nýju á varamannabekknum. |
39 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Langskot utan teigs en hárfínt yfir. |
38 | ![]() | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar 2-0 Það hlaut að koma að því að Eyjamenn myndu bæta við mörkum. Tonny Mawejje sendi inn í vítateig á Andra Ólafsson, sem lagði hann út á Tryggva sem urðu ekki á nein mistök. Enn ein glæsisóknin hjá ÍBV. |
37 | ![]() | Aftur dauðafæri hjá ÍBV og nánast endurtekning frá síðasta færi. Aftur var Ian Jeffs kominn í ágætis skotfæri en reyndi nú að senda á Tryggva Guðmundsson. Nú var það hins vegar Ian Jeffs sem klikkaði því sendingin var slök. |
35 | ![]() | Sannkallað dauðafæri. Ian Jeffs var kominn í ágætis skotfæri eftir skyndisókn Eyjamanna en í stað þess að skjóta, ákvað hann að renna boltanum til hliðar á Andra Ólafsson, sem var einn og óvaldaður við markteigslínuna. En fyrirliði Eyjamanna hitti ekki boltann. Klaufalegt hjá Andra. |
31 | ![]() | Kelvin Mellor (ÍBV) á skot sem er varið Eftir mikinn darraðadans í teig Víkinga reyndi enski bakvörðurinn Kelvin Mellor skot sem fór í varnarmann, af honum hátt upp í loftið en að lokum fangaði Magnús Þormar boltann. |
31 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
31 | ![]() | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Tonny fékk frákastið við vítateigshornið og lét vaða á markið en varnarmenn Víkinga setja boltann aftur fyrir endamörk. |
30 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
29 | ![]() | Kelvin Mellor (ÍBV) á skalla sem fer framhjá Enski bakvörðurinn skallar yfir eftir hornspyrnu Tryggva Guðmundssonar. |
28 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu Eyjamenn fá aftur hornspyrnu. |
28 | ![]() | ÍBV fær hornspyrnu |
24 | ![]() | Víkingur R. fær hornspyrnu |
23 | ![]() | Sigurður Egill Lárusson (Víkingur R.) á skot sem er varið Víkingar sýna lit og áttu ágætis sókn sem endaði með skoti Sigurðar en skotið fór í varnarmann og yfir. |
22 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Eyjamenn fara hreinlega á kostum þessa stundina en eina sem vantar eru mörkin. Nú fékk Tryggvi upplagt skotfæri í vítateig en þrumaði yfir. |
20 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Finnur lék á tvo varnarmenn Víkinga og var að komast í upplagt skotfæri þegar annar varnarmannanna hélt honum. Sá sleppti honum hins vegar á hárréttum tíma þannig að Finnur gat skotið að marki en Eyjamenn vildu fá aukaspyrnuna. Guðmundur Ársæll, dómari var ekki sammála þeim og leikurinn heldur áfram. |
18 | ![]() | Eyjamenn eru duglegir að pressa Víkingana, sem eru í miklum vandræðum með að leysa pressuna. |
15 | ![]() | Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fær gult spjald Fyrir mótmæli. |
15 | ![]() | MARK! Ian Jeffs (ÍBV) skorar 1-0 Eyjamenn voru fljótir að átta sig eftir sókn Víkinga. Tryggvi Guðmundsson sendi langa sendingu fram á Ian Jeffs sem slapp einn í gegn, lék á Magnús Þormar sem kom út á móti honum og lagði boltann í markið. Sannkölluð leiftursókn hjá Eyjamönnum. |
15 | ![]() | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið Reyndi bakfallsspyrnu en misheppnuð tilraun. |
14 | ![]() | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot framhjá Sókn Eyjamanna hélt áfram og Tonny Mawejje fékk boltann við vítateigshornið en skaut hátt yfir. |
14 | ![]() | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) á skot sem er varið Beint í varnarmann. |
10 | ![]() | Leikurinn fer fjörlega af stað enda engin ástæða til annars, aðstæður allar hinar bestu og sólin farin að glenna sig. Eyjamenn hafa verið sterkari í upphafi leiks. |
9 | ![]() | Finnur Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Finnur hirti boltann af varnarmönnum Víkinga og reyndi að leggja boltann upp í fjærhornið en Magnús Þormar varði meistaralega. Flott tilþrif hjá þeim báðum. |
7 | ![]() | Ian Jeffs (ÍBV) á skot framhjá Spurning hvort eigi að flokka þetta sem skot. Magnús Þormar ætlaði að hreinsa frá marki en skaut beint í Ian Jeffs og boltinn fór hárfínt framhjá. Þarna voru Víkingar stálheppnir. |
7 | ![]() | Björgólfur Takefusa (Víkingur R.) á skot sem er varið Skot utan teigs en Abel Dhaira ekki í vandræðum með að verja. |
6 | ![]() | Eyjamenn leika sama leikkerfi og gegn Keflvíkingum, með þrjá leikmenn frammi, m.a. hinn hávaxna fyrirliða sinn Andra Ólafsson. |
5 | ![]() | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Misheppnað skot hjá Andra. Hitti ekki boltann eftir ágæta sókn Eyjamanna og Magnús Þormar ekki í vandræðum með að grípa boltann. |
3 | ![]() | Allt í einu var Tryggvi Guðmundsson einn á auðum sjó en var réttilega dæmdur rangstæður. |
1 | ![]() | Leikur hafinn Eyjamenn byrja með boltann og leika til austurs í átt að bænum. |
0 | ![]() | Óaðfinnanlegur flutningur hjá krökkunum í Flensborgarskóla og nú getur leikur hafist. |
0 | ![]() | Leikmenn liðanna ganga nú inn á völlinn og Kór Flensborgarskóla býr sig undir að syngja þjóðsönginn. Áhorfendur rísa að sjálfsögðu úr sætum á meðan. |
0 | ![]() | Það verður þjóðleg stemmning fyrir leik hér á Hásteinsvellinum. Kór Flensborgarskóla er í heimsókn í Eyjum og ætla krakkarnir að syngja þjóðsönginn fyrir leik. Skemmtilegt framtak. |
0 | ![]() | Tryggvi var rétt í þessu að sýna Guðmundi Ársæli Guðmundssyni, dómara leiksins grímuna sem hann mun spila með í dag og í næstu leikjum. Guðmundur og félagar hans virtust ekki hafa neitt út á grímuna að setja. |
0 | ![]() | Tryggvi Guðmundsson er í byrjunarliði ÍBV í dag þrátt fyrir kinnbeinið hafi brotnað á þremur stöðum í síðasta leik gegn Keflavík. Þá kemur Ian Jeffs inn í byrjunarlið ÍBV í stað Guðmundar Þórarinssonar sem sest á bekkinn. |
0 | ![]() | Andri Marteinsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá því í jafnteflisleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Eins og áður hefur komið fram tekur finnski miðjumaðurinn Denis Abdulahi út leikbann í dag og Marteinn Briem sest á tréverkið. Í þeirra stað koma þeir Þorvaldur Sveinn Sveinsson og Björgólfur Hideaki Takefusa. |
0 | ![]() | Byrjunarlið ÍBV Abel Dhaira, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs. Varamenn: Guðjón Orri Sigurjónsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Bryan Hughes. Byrjunarlið Víkings: Magnús Þormar, Hörður Sigurjón Bjarnason, Mark Richard Rutgers, Halldór Smári Sigurðsson, Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Milos Milojevic, Helgi Sigurðsson, Walter Hjaltested, Sigurður Egill Lárusson, Björgólfur Hideaki Takefusa. Varamenn: Kári Sveinsson, Kjartan Dige Baldursson, Tómas Guðmundsson, Marteinn Briem, Kemar Roofe, Gunnar Helgi Steindórsson, Cameron Gayle. |
0 | ![]() | Denis Abdulahi, finnski miðjumaðurinn hjá Víkingi, tekur út leikbann í dag. Hann fékk rauða spjaldið í lok bikarleiks Víkinga gegn KV á fimmtudagskvöldið. |
0 | ![]() | Tveir af mestu markaleikjum í sögu Íslandsmótsins eru á milli ÍBV og Víkings. Árið 1970 vann ÍBV leik liðanna í Reykjavík 6:4 og árið 1993 var skorað einu marki meira þegar þau mættust á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þá unnu Eyjamenn yfirburðasigur, 9:2. Tryggvi Guðmundsson skoraði þar þrennu fyrir Eyjamenn en hann er leikmaður ÍBV í dag, 18 árum síðar. |
0 | ![]() | ÍBV og Víkingur hafa mæst 41 sinni í efstu deild frá 1926. Eyjamenn hafa unnið 17 leiki og Víkingar 14 og markatalan er 72:71, ÍBV í hag. |
0 | ![]() | ÍBV og Víkingur mættust síðast í efstu deild fyrir fimm árum, 2006. Þá unnu Víkingar 1:0 í Eyjum þar sem Viktor Bjarki Arnarsson skoraði sigurmarkið. Seinni leikurinn á Víkingsvelli endaði 5:0 fyrir Víking. Þá skoraði Viktor Bjarki 2 mörk, Grétar Sigfinnur Sigurðarson 2 og Arnar Jón Sigurgeirsson eitt. |
0 | ![]() | ÍBV er í 2. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 5 umferðir. Víkingar eru í 8. sætinu með 6 stig. Þessi tvö lilð hafa ásamt Val fengið á sig fæst mörk í deildinni til þessa, 3 hvort. |
Mörk
ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (38 mín.)ÍBV - Ian Jeffs (15 mín.)
Áminningar




Skot á mark
Víkingur R. 4ÍBV 11
Skot framhjá
Víkingur R. 1ÍBV 9
Hornspyrnur
Víkingur R. 3ÍBV 6
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
http://mbl.is/sport/efstadeild/2011/05/29/ibv_efst_eftir_sigur_a_vikingi/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.