Eyjamenn í annað sætið
Guðmundur Steinarsson og félagar í Keflavík töpuðu fyrir ÍBV. mbl.is
Skúli Sigurðsson, sport@mbl.isEyjamenn eru komnir í annað sætið í úrvalsdeild karla í fótbolta, Pepsi-deildinni, eftir sigur á Keflvíkingum, 2:0, á Nettóvellinum í Reykjanesbæ í kvöld.
Lið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson. Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski, Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson, Guðmundur Steinarsson.
Lið ÍBV: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson
Uppfærist sjálfkrafa á 1 mín. fresti3 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilinVöllur: Nettóvöllurinn í Reykjanesbæ
Leikur hefst
22. maí 2011 20:00
Aðstæður
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Sverrir Gunn
90 | Leik lokið | |
90 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Skot hátt yfir markið | |
90 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) fær gult spjald Brot | |
89 | Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald Tefja | |
89 | Abel Dhaira (ÍBV) fær gult spjald Tefja | |
88 | Ian Jeffs (ÍBV) á skalla sem er varinn Laus skalli sem Ómar átti ekki í vandræðum með | |
84 | Bojan Stefán Ljubicic (Keflavík) kemur inn á | |
84 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) fer af velli | |
84 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið Fín sending inní teig frá Brynjari Erni en skotið frá Jóhann laflaust og Abel ekki í vandræðum | |
82 | Guðmundur Steinarsson (Keflavík) á skot framhjá Aukaspyrna utan teigs. SKotið var fast en fór framhjá. Andri Steinn Birgisson var hinsvegar hársbreidd frá því að pota í boltann og líkast til hefði hann þá lent í markinu. | |
80 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot framhjá FÆRI: Ian Jeffs átti frábæra stungusendingu á Denis sem var komin í dauðafæri en skotið fór rétt framhjá | |
77 | Tonny Mawejje (ÍBV) á skot sem er varið Ágætis færi en skotið í varnarmann Keflavíkur | |
76 | Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV) kemur inn á | |
76 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli | |
76 | Keflavík fær hornspyrnu | |
74 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Reyndi bakfallsspyrnu sem fór hátt yfir markið. | |
72 | Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) fær gult spjald Tækling | |
69 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot í stöng FÆRI: Óvænt skot langt utan teigs sem fór í báðar stangirnar áður en Abel í markinu náði loksins höndum á knöttinn. Stuðningsmenn vildu meina að knötturinn hafi jafnvel verið inni. | |
65 | Andri Steinn Birgisson (Keflavík) á skot framhjá Aukaspyrna rétt utan teigs en boltinn fór langt yfir markið | |
62 | Grétar Ó. Hjartarson (Keflavík) kemur inn á | |
62 | Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) kemur inn á | |
62 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) fer af velli | |
62 | Hilmar Geir Eiðsson (Keflavík) fer af velli | |
58 | Ian Jeffs (ÍBV) kemur inn á | |
58 | Andri Ólafsson (ÍBV) fer af velli | |
58 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá Fékk boltann til sín fyrir utan teig en skotið fór hátt yfir markið. | |
57 | Keflavík fær hornspyrnu | |
55 | FÆRI: Andri Ólafsson vann boltann með harðfylgi og sendi boltann út fyrir teig þar sem Þórarinn Valdimarsson átti hörkuskot en Ómar sýndi góða takta og varði vel | |
51 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot framhjá Skot beint úr aukaspyrnu en aumt var það of fór framhjá | |
46 | Denis Sytnik (ÍBV) kemur inn á | |
46 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) fer af velli Tryggvi lenti í samstuði við Harald Guðmundsson rétt undir lok fyrri hálfleik og kom ekki aftur inná eftir það. | |
46 | Leikur hafinn Nú leika Keflvíkingar undan vindi og fróðlegt verður að sjá hvort þeir geti nýti sér það | |
45 | Hálfleikur Verðskulduð staða hjá ÍBV eftir fyrri hálfleik. Keflvíkingar hafa virkað á hælunum allan leikinn. Þess má þó geta að rokið setur stór strik í reikninginn og erfitt hefur verið fyrir leikmenn að hemja knöttinn. | |
35 | Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) á skot sem er varið Eftir prýðilegt spil fékk Jóhann boltann inní teig en skaut beint í varnarmenn ÍBV | |
27 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Reynir skot af rúmlega 40 metra færi en boltinn yfir. | |
23 | Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) á skot framhjá Lék sér að varnarmanni Keflvíkinga og átti gott skot sem var á leið í samskeytin en boltinn var aðeins of hár og fór yfir. | |
22 | Magnús S. Þorsteinsson (Keflavík) á skot sem er varið Aumt skot að marki af löngu færi sem Abel átti ekki í miklum vandræðum með | |
20 | FÆRI: En þjarma Eyjamenn að Keflavík og nú var Guðmundur Þórarinsson sem komst í gott færi en skotið fór rétt framhjá markinu og Keflvíkingar heppnir. | |
18 | FÆRI: Andri Ólafsson fékk fína sendingu inní teig en var klaufskur og rétt missti að dauðafæri. | |
16 | ÍBV fær hornspyrnu Reyndu aftur að nýta vindinn og skora en brotið var á Ómar markverði heimamanna | |
11 | Keflavík fær hornspyrnu | |
10 | MARK! Andri Ólafsson (ÍBV) skorar 0:2 Skot ca 2 metrum fyrir utan teig vinstramegin. Andri fékk ótrúlega góðan tíma í að athafna sig og þakkaði pent fyrir það og setti hann í vinstra hornið hjá Ómar. | |
7 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot framhjá Lúmskt skot frá Andra frá vinstri kantinum og ætlaði að nýta meðvindinn en boltinn fór yfir markið | |
6 | ÍBV fær hornspyrnu | |
5 | ÍBV fær hornspyrnu Finnur Ólafsson var ekki fjarri því að skora beint úr spyrnunni en Ómar kom í veg fyrir það | |
1 | MARK! Tryggvi Guðmundsson (ÍBV) skorar MARK: Andri Ólafsson gaf fína sendingu vinstramegin inní teig Keflvíkinga þar sem að Tryggvi Guðmundsson þrumaði knettinum framhjá Ómar úr nokkuð þröngu færi. Vel klárað! | |
0 | Leikur hafinn | |
0 | Fjórar breytingar á liði ÍBV frá síðasta leik þeirra og líkast til sú markverðasta er að Albert Sævarsson ekki með líkast til vegna meiðsla. Hjá Keflavík er ein breyting en Guðjón Árni Antoníuson er meiddur. | |
0 | Gamla góða lognið í Keflavík er á töluverðri hreyfingu úr Norðri, ca 7 metrar og með því fylgja heilar 5 gráður á celsius. | |
0 | Lið Keflavíkur: Mark: Ómar Jóhannsson. Vörn: Brynjar Örn Guðmundsson , Adam Larsson, Haraldur F. Guðmundsson, Goran Jovanovski. Miðja: Hilmar Geir Eiðsson, Einar Orri Einarsson, Andri S. Birgisson, Jóhann Birnir Guðmundsson , Magnús Þorsteinsson. Sókn: Guðmundur Steinarsson | |
0 | Lið ÍBV: Mark: Abel Dhaira, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen, Matt Garner, Guðmundur Þórarinsson , Andri Ólafsson, Tonny Mawejje , Þórarinn Ingi Valdimarsson, Finnur Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson | |
0 | Mikið jafnræði er með liðum ÍBV og Keflavíkur frá því þau mættust fyrst í efstu deild árið 1968. Af 61 viðureign hefur ÍBV unnið 25 en Keflavík 24. Heimasigrar hafa verið ríkjandi hjá liðunum, ÍBV hefur unnið 17 heimaleiki gegn Keflavík og Keflvíkingar 14 heimaleiki gegn ÍBV. Þá hafa 10 síðustu viðureignir liðanna boðið upp á minnst 3 mörk í leik. | |
0 | Eyjamenn hafa farið illa út úr þremur síðustu heimsóknum sínum til Keflavíkur og tapað þar með samtals 4 mörkum gegn 16. Keflavík vann 4:1 í lokaumferðinni í fyrra eftir að ÍBV hafði sigrað 2:1 í sögulegum leik í Eyjum fyrr um sumarið. Tveir síðustu heimaleikir Keflavíkur gegn ÍBV þar á undan enduðu 6:1 og 6:2. | |
0 | Keflavík er í 2. sæti deildarinnar eftir 4 umferðir með 8 stig en ÍBV er í 5. sætinu með 7 stig. |
MörkÍBV - Andri Ólafsson (10 mín.)ÍBV - Tryggvi Guðmundsson (1 mín.) ÁminningarAndri Steinn Birgisson (Keflavík) (90 mín.)Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.) Abel Dhaira (ÍBV) (89 mín.) Brynjar Örn Guðmundsson (Keflavík) (72 mín.) | Skot á markKeflavík 4ÍBV 4 Skot framhjáKeflavík 6ÍBV 4 HornspyrnurKeflavík 3ÍBV 3 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.