Jafnt á Hásteinsvelli
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, t.h. ásamt aðstoðarmanni. Árni Sæberg
ÍBV og Íslandsmeistarar Breiðabliks skildu jöfn, 1:1, í upphafsleik 4. umferðar úrvalsdeildar karla, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í dag. Eitt mark var skorað í hvorum hálfleik.
Breiðablik var sterkara liðið í fyrr hálfleik og Guðmundur Kristjánsson kom því yfir á 37. mínútu. Annan leikinn í röð skoraði Þórarinn Ingi Valdimarsson fyrir ÍBV. Að þessu sinni jafnaði hann metin á 59. mínútu.
Við það stóð og voru bæði frekar óánægð með niðurstöðuna þegar þau gengu af leikvelli.
Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Fylgst verður með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.
Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson.
Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov.
ÍBV 1 : 1 Breiðablik
Völlur: Hásteinsvöllur Leikur hefst | Aðstæður Dómari: Valgeir Valgeirsson |
90 | Þriðja leikinn í röð skilja liðin jöfn og markatalan sú sama 1-1. Segja má að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfleika þar sem Blikar voru beittari í fyrri hálfleik en Eyjamenn sterkari í þeim síðari. Liðin spiluðu ágætis fótbolta og lögðu áherslu á að sækja. En niðurstaðan er jafntefli og leikmenn beggja liða ganga ósáttir af leikvelli. | |
90 | Leik lokið +5 1-1 jafntefli hjá ÍBV og Breiðablik á Hásteinsvelli í dag. | |
90 | Breiðablik fær hornspyrnu +5 | |
90 | Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) á skot í stöng +5 Fín sókn Blika, Viktor Unnar lék inn í vítateiginn vinstra megin og skaut föstu skoti sem small í stönginni, fór þaðan í varnarmann og aftur fyrir endamörk. | |
90 | +3 Fimm mínútur eru í uppbótartíma. | |
90 | Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) á skot sem er varið +2 Olgeir fékk opið færi utan vítateigs og lét að sjálfsögðu vaða á markið en skotið var slakt og beint á Albert. | |
90 | Nú er venjulegum leiktíma lokið og aðeins uppbótartíminn eftir. | |
90 | Anton Bjarnason (ÍBV) á skot sem er varið Skot úr markteig en varnarmenn Blika voru fyrir. Annars ágætis sókn hjá ÍBV þar sem Þórarinn Ingi og Anton léku sín á milli upp vinstri kantinn og að lokum var það Anton sem fékk færið. | |
83 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skot sem er varið Andri vann boltann af varnarmönnum Blika og var kominn í skotfæri við vítateigslínuna. Andri lét vaða á markið og skotið var gott en Ingvar Þór varði vel. | |
82 | Stutt hlé var gert á leiknum eftir skiptinguna þar sem Kristinn Jónsson, bakvörður Blika kenndi sér meins. Hann er þó kominn aftur inn á völlinn eftir stutta aðhlynningu utan vallar. | |
80 | Anton Bjarnason (ÍBV) kemur inn á | |
80 | Bryan Hughes (ÍBV) fer af velli | |
78 | Breiðablik fær hornspyrnu | |
78 | Guðmundur Kristjánsson átti svakalega rispu inn í teig ÍBV og var kominn í skotfæri við markteigshornið. En í stað þess að skjóta, reyndi hann sendingu inn í vítateiginn þar sem Andri Rafn Yeoman kom aðvífandi en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu í horn. | |
73 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Eiður Aron átti ágætan skalla að marki eftir hornspyrnu Ryan Hughes en beint á Ingvar Þór í markinu. | |
73 | ÍBV fær hornspyrnu | |
73 | Viktor Unnar Illugason (Breiðablik) kemur inn á | |
73 | Arnar Már Björgvinsson (Breiðablik) fer af velli | |
70 | Kristinn Steindórsson, sem var tekinn af leikvelli fyrir stuttu liggur hér við varamannabekkinn með kælipoka á báðum löppum. Hann virðist vera kæla báðar hásinarnar. | |
68 | Andri Ólafsson (ÍBV) á skalla sem er varinn Eyjamenn hafa sótt talsvert meira eftir markið og Andri Ólafsson var nærri því að koma ÍBV yfir en hann náði ekki að skalla boltann nægilega vel. Ingvar Þór var ekki í vandræðum með að hirða boltann. | |
67 | Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) kemur inn á | |
67 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli | |
65 | Arnór Eyvar Ólafsson (ÍBV) kemur inn á | |
65 | Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) fer af velli | |
60 | Haukur Baldvinsson (Breiðablik) kemur inn á | |
60 | Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) fer af velli | |
59 | MARK! Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) skorar 1-1 Andri Ólafsson sendi fram völlinn þar sem Þórarinn Ingi og Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika voru í kapphlaupi um boltann. Elfar Freyr fékk boltann aftan í sig og lagði hann um leið fyrir Þórarinn Inga sem skaut frá vítateigslínunni og í markið. | |
59 | Aftur voru Blikar hættulegir í sínum sóknaraðgerðum. Nú var Andri Rafn Yeoman næstum sloppinn í gegnum vörn ÍBV með boltann en Kelvin Mellor bjargaði á elleftu stundu. | |
58 | Kristinn Steindórsson átti ágæta sendingu upp í hægra hornið þar sem Tómas Óli Garðarsson var mættur. Tómas reyndi fyrirgjöf en Albert kastaði sér á boltann. | |
54 | Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV er óþreytandi við að öskra hér við hliðarlínuna á sína menn enda full þörf á því. Það var ekki að sjá á upphafsmínútum síðari hálfleiks að heimamenn ætluðu sér að jafna því þeir voru hálf sofandi. Þeir hafa þó aðeins tekið við sér. | |
54 | Jordan Connerton (ÍBV) á skalla sem er varinn Skallinn ógnaði aldrei markinu og Ingvar Kale handsamaði boltann örugglega. | |
53 | Þórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) fær gult spjald Þórarinn Ingi var sloppinn í gegn en fyrsta snerting hans var afleit og Ingvar Þór Kale, markvörður Blika var á undan í boltann. Þórarinn sparkaði í Ingvar og fékk réttilega gula spjaldið fyrir brotið. | |
46 | Tonny Mawejje (ÍBV) kemur inn á | |
46 | Denis Sytnik (ÍBV) fer af velli | |
46 | Leikur hafinn Nú byrja Eyjamenn með boltann. | |
45 | Leikurinn hefur verið þokkalega fjörugur, bæði lið sækja og boltinn hefur gengið vítateiganna á milli. Leikmenn Breiðabliks hafa þó verið öllu beittari í sínum sóknaraðgerðum, fengið nokkur ágætis færi og í raun verið nær því að bæta við marki en Eyjamenn að jafna. Heimamenn hafa hins vegar átt sínar sóknir en sem fyrr vantar meiri brodd í fremstu víglínu hjá ÍBV. | |
45 | Hálfleikur + 2 0-1 fyrir Blikum gegn ÍBV í Eyjum. | |
45 | +1 Hætta við mark ÍBV, Arnar Már Björgvinsson var aðeins of seinn í upplögðu skallafæri og sóknin rann út í sandinn. | |
45 | Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir brot. Nú er venjulegum leiktíma lokið í fyrri hálfleik og aðeins uppbótartíminn eftir. | |
44 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá Skyndisókn hjá Blikum endaði með því að Kristinn reyndi skot við vítateigshornið vinstra megin en boltinn fór vel framhjá. Engu að síður ágætis tilraun. | |
40 | Breiðablik (Breiðablik) fær gult spjald Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks er eitthvað ósáttur við Jóhann Gunnar Guðmundsson, aðstoðardómara leiksins. Jóhann Gunnar hefur flaggað á brot eins og vera ber en Ólafur vill að hann beiti betur hagnaði. Ólafur uppskar aðeins áminningu fyrir mótmæli. | |
39 | Denis Sytnik (ÍBV) á skot sem er varið Skotið beint í varnarmann Blikanna. | |
37 | MARK! Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) skorar 0-1 Kristinn Steindórsson fékk boltann við endalínu vinstra meginn. Hann sendi fasta sendingu með jörðinni fyrir markið, boltinn fór í gegnum vörn ÍBV og á fjærstöngina þar sem Guðmundur lúrði. Hann átti ekki í erfiðleikum með að skora úr markteignum. | |
35 | Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald Fyrir leikaraskap. Boltinn barst inn í teig og frá blaðamannastúkunni séð, var þetta bara einfaldur árekstur, hvorki víti né leikaraskapur. | |
29 | ÍBV fær hornspyrnu | |
25 | Jordan Connerton (ÍBV) á skot framhjá Úrvalsfæri hjá Englendingnum. Bryan Hughes sendi inn í teig úr aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Connerton var einn og óvaldaður en náði ekki nógu góðu skoti og boltinn fór langt framhjá. Þarna hefði hann átt að gera betur. | |
24 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot í þverslá Kristinn fékk boltann utan við vítateig, lagði hann fyrir sig og lét vaða en boltinn small í þverslánni. Vel gert hjá Kristni og Eyjamenn stálheppnir. | |
22 | Sjaldséð mistök. Kristinn Jónsson, bakvörður Blika tók vitlaust innkast. | |
17 | Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá Arnór Sveinn Aðalsteinsson átti frábæra fyrirgjöf fyrir mark ÍBV á fjærstöng þar sem Kristinn tók boltann á lofti í ágætis skotfæri innan vítateigs en skotið fór vel yfir. | |
14 | ÍBV fær hornspyrnu | |
13 | Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) á skot sem er varið Fyrsta færi Blika. Þeir sóttu upp hægri kantinn, Arnar Már sendi skemmtilega hælsendingu á Kristinn Steindórsson sem sendi boltann áfram á Tómas Óla en skotið úr vítateignum var beint á Albert. | |
10 | Fyrsta færið. Bryan Hughes sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn Breiðabliks á landa sinn Jordan Connerton. Hann sendi fasta sendingu fyrir þar sem Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Blika var hársbreidd á undan Denis Sytnik og náði að koma boltanum í burtu. | |
5 | Leikurinn fer ágætlega af stað. Bæði lið reyna að byggja upp sóknir en í tvígang hafa Eyjamenn verið dæmdir rangstæðir í álitlegri sókn. | |
1 | Leikur hafinn Gestirnir byrja með boltann og leika til vesturs í átt að Herjólfsdal. | |
0 | Nú fer að styttast í leik. Áhorfendum í stúkunni fjölgar jafnt og þétt og líklega fá stuðningsmenn ÍBV meiri samkeppni þar sem Herjólfur er farinn að sigla aftur í Landeyjahöfn og því auðvelt að fylgja sínu liði til Eyja. | |
0 | Eyjamenn vígja í dag ný mörk á Hásteinsvellinum. Spurning hvort það sé liður í því að leysa vandræði ÍBV í sóknarleiknum eða ekki. Vallarstarfsmenn á Hásteinsvelli segja í það minnsta að það sé góð tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið í nýju mörkunum. | |
0 | Danski varnarmaðurinn hjá ÍBV Rasmus Christiansen leikur með myndarlegar umbúðir um höfuðið. Christiansen fékk djúpan skurð á enninu eftir að Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals sparkaði óviljandi í höfuðið á honum. | |
0 | Ólafur Kristjánsson gerir einnig breytingar á sínu liði frá því í sigurleiknum gegn Grindavík í síðustu umferð. Kári Ársælsson sest á bekkinn og sömuleiðis Rafn Andri Haraldsson en í þeirra stað koma þeir Jökull I. Elísarbetarson og Arnar Már Björgvinsson sæti í byrjunarliðinu. | |
0 | Hjá Eyjamönnum tekur Tryggvi Guðmundsson út leikbann eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik en í hans stað kemur Denis Sytnik. Auk þess fer Albert Sævarsson aftur í markið og Abel Dhaira sest á tréverkið. Þá tekur Guðmundur Þórarinsson sæti í byrjunarliðinu en Tonny Mawejje fer á bekkinn. Þá eru þeir Finnur Ólafsson og Ian Jeffs meiddir og ekki í leikmannahópi ÍBV í dag. | |
0 | Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Bryan Hughes, Rasmus Steenberg Christiansen. Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton BJarnason, Kjartan Guðjónsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson. Byrjunarlið Breiðabliks: INgvar Þór Kale, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Steindórssno, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elísarbetarson, Arnar Már Björgvinsson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman. Varamenn: Sigmar INgi Sigurðarson, Kári Ársælsson, Viktor Unnar Illugason, Haukur Baldvinsson, Rafn Andri Haraldsson, Olgeir Sigurgeirsson, Marko Pavlov. | |
0 | ÍBV og Breiðablik gerðu 1:1 jafntefli í báðum leikjum sínum í fyrra. Í leiknum í Eyjum skoraði Haukur Baldvinsson fyrst fyrir Blika en Tryggvi Guðmundsson jafnaði fyrir ÍBV. Tryggvi kom síðan ÍBV yfir í leiknum í Kópavogi en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Blika. Félögin hafa mæst í 42 skipti í efstu deild frá 1971, Eyjamenn hafa unnið 18 leiki en Blikar 16. Blikar hafa ekki tapað í síðustu þremur heimsóknum sínum til Eyja. | |
0 | Blikar endurheimta miðjumanninn Jökul I. Elísabetarson sem var í leikbanni í leiknum við Grindavík. | |
0 | Tryggvi Guðmundsson, reyndasti leikmaður Eyjamanna, er í banni í kvöld vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Val. Finnur Ólafsson hefur glímt við meiðsli og tvísýnt var um þátttöku hans í leiknum. | |
0 | ÍBV er með 6 stig eftir þrjár umferðir. Eyjamenn unnu Fram og Val með mörkum í uppbótartíma en töpuðu fyrir Fylki. Blikar eru með 3 stig en þeir töpuðu fyrir KR og FH í fyrstu leikjunum en lögðu síðan Grindavík að velli. |
MörkÍBV - Þórarinn Ingi Valdimarsson (59 mín.)Breiðablik - Guðmundur Kristjánsson (37 mín.) ÁminningarÞórarinn Ingi Valdimarsson (ÍBV) (53 mín.)Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) (45 mín.) Breiðablik (Breiðablik) (40 mín.) Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) (35 mín.) | Skot á markÍBV 7Breiðablik 5 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.