Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 21.57

Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun á morgun skrifa undir fjögurra ára samning við ÍBV, samkvæmt heimildum Eyjafrétta. Gunnar Heiðar ólst upp í Eyjum og spilaði upp alla yngri flokka hjá félaginu þar til hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik sumarið 1999. Gunnar fór í atvinnumennsku haustið 2004 og hefur síðan þá verið á mála hjá Halmstad, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg, Reading og Fredrikstad.
MeiraFimmtudaginn 10. febrúar kl. 18.25

Útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum ætlar að leggja einu af þremur skipum fyrirtækisins vegna kvótaskerðingar undanfarin ár. Áhöfninni hefur verið tilkynnt um uppsagnir. Bergur-Huginn gerir út þrjú 29 metra togskip sem eru eingöngu á bolfiskveiðum. Skipin veiða mest af ýsu en fyrirtækið hefur undanfarin ár haft um fjögur prósent af úthlutuðum ýsukvóta. Undanfarin þrjú ár hefur minna verið úthlutað af ýsu, kvótinn hefur farið úr 74.000 tonnum í 39.000 tonn á þessu fiskveiðiári.
MeiraFimmtudaginn 10. febrúar kl. 11.46
Lögreglan:
Í morgun gerði lögreglan í Eyjum, húsleit á gistiheimili í bænum. Þar fundust um 30 grömm af maríhúana. Aðili sem var þar með herbergi á leigu var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður síðar í dag. Einnig fundust um 70.000.- kr. af peningum sem voru haldlagðir. Meira
Fimmtudaginn 10. febrúar kl. 10.52
Elliði Vignisson:

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að ríkisvaldið ætti að taka þátt í kostnaði við að minnka mengun frá sorpbrennslu í bænum. Umhverfisráðherra fór í gær fram á að sorpbrennslu þar yrði hætt.
MeiraFimmtudaginn 10. febrúar kl. 10.50

Þetta er vorboði, heldur betur," sagði Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og fuglaáhugamaður, í Vestmannaeyjum. Hann sá í gær að svartfuglinn var sestur upp í Ystakletti. Sigurgeir var búinn að fylgjast með fuglabælunum og í gær fylltust allir kórar og holur í Ystakletti.
MeiraFimmtudaginn 10. febrúar kl. 08.56
Veðurstofan:

Veðurstofan spáir aftakaveðri í Eyjum seint í nótt. Lægð úr suðvestri er á leið í upp að landinu og veldur sterkum suðaustan vindi með úrkomu. Samkvæmt veðurkorti belgings.is verður áhrifa lægðarinnar farið að gæta uppúr hádeginu og hvassviðri skollið á kvöld og fer vaxandi er líður á nóttina. Verst verður veðrið milli kl. 3 og 6 í nótt. Þá er spáð 32 metra meðalvindi og mun meiri vindi í hviðum.
MeiraFimmtudaginn 10. febrúar kl. 07.07
Díoxínmengunin:

Sóttvarnalæknir ætlar að setja af stað sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum á Ísafirði, Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri vegna díoxínmengunar. Mengun greindist í töluverðu magni í búvörum og fóðri hjá bændum í nágrenni sorpbrennslunnar á Ísafirði og bændur næst brennslunni þurfa að bregða búi í kjölfarið.
Meira
10. febrúar kl.22:28 | eyjar.net
Eyjapeyjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson mun á morgun skrifa undir 4 ára samning við sitt gamla lið ÍBV. Gunnar Heiðar spilaði síðast fyrir ÍBV árið 2004 en hann hefur síðan þá verið erlendis í atvinnumennsku. Gunnar Heiðar leikið með liðum á borð við Halmstad, Hannover 96, Valerenga, Esbjerg, Reading og Fredrikstad.
Fréttir

10. febrúar kl.14:30 | eyjar.net
Um 30 grömm af maríjúana og 70.000 krónur í peningum fundust við húsleit á gistiheimili í Vestmannaeyjum í morgun. Maður sem leigir herbergi á gistiheimilinu var handtekinn og verður yfirheyrður siðar í dag. 10. febrúar kl.10:02 | Morgunblaðið
Þetta er vorboði, heldur betur," sagði Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og fuglaáhugamaður, í Vestmannaeyjum. Hann sá í gær að svartfuglinn var sestur upp í Ystakletti. Sigurgeir var búinn að fylgjast með fuglabælunum og í gær fylltust allir kórar og holur í Ystakletti.

10. febrúar kl.07:00 | mbl.is
Þetta er mjög fín loðna, stór og falleg," sagði Björn B. Hákonarson, framleiðslustjóri Ísfélags Vestmannaeyja en heilfrysting á loðnu byrjaði þar síðasta sunnudagskvöld. Við frystum á vöktum allan sólarhringinn. Afköstin eru um 300 tonn á sólarhring."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.