Fimmtudaginn 03. febrúar kl. 17.02
Verkfall dæmt ólöglegt
Félagsdómur hefur dæmt boðað verkfall starfsmanna í loðnubræðslum ólöglegt. Verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað. Verkfallið var boðað af Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum. Það átti að ná til loðnubræðslna á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. MeiraFimmtudaginn 03. febrúar kl. 14.24
Skandia í vari við Skagen
- tefst vegna veðurs
Dæluskipið Skandia bíður nú af sér slæmt sjóveður við Skagen nyrst á Jótlandi í Danmörku. Þar með er ljóst að koma skipsins til Eyja mun tefjast enn frekar en fjölmörg skip eru nú á sömu slóðum og Skandia eins og sjá má á korti www.marinetraffic.com. MeiraFimmtudaginn 03. febrúar kl. 13.50
Stefnt að hagræðingu í menntamálum
- leikskólamál hækkað hlutfallslega um 47% og rekstur GRV 29% síðustu fimm ár
Fræðslu- og menningarmálaráð Vestmannaeyjabæjar telur nauðsynlegt að hagræða í rekstri fræðslukerfis í Vestmannaeyjum. Fræðslumál hafa verið til umfjöllunar á síðustu tveimur fundum ráðsins en á fundunum hefur komið fram að kostnaður vegna reksturs leikskóla í Vestmannaeyjum hefur aukist um 47% á síðustu fjórum árum og rekstur Grunnskóla Vestmannaeyja hefur aukist um 29% á síðustu fimm árum. Meðal leiða að hagræðingu sem ráðið hefur rætt er samningin leikskóla, hækkun leikskólagjalda, fella niður niðurgreiðslu vegna þjónustu dagmæðra, hækka inntökualdur barna í tveggja ára á leikskólum og fækka millistjórnendum í GRV. Meira
Fimmtudaginn 03. febrúar kl. 11.17
Herjólfur siglir síðdegis
Herjólfur siglir síðdegis. Farið verður frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. Veður og ölduhæð er að ganga niður segir í tilkynningu frá Eimskip, rekstaraðila Herjólfs. MeiraFimmtudaginn 03. febrúar kl. 09.50
Sprettur í bæjarstjórn - Er þetta stysti bæjarstjórnarfundurinn?
Stóð aðeins í fjórar mínútur
Já ég hugsa að þetta sé alveg áreiðanlega stysti bæjarstjórnarfundur í Vestmannaeyjum frá upphafi og jafnvel sá stysti sem haldinn hefur verið á landinu," sagði Elliði Vignisson um fund bæjarstjórnar sl. fimmtudag. Hann hófst klukkan 18.00 og var slitið fjórum mínútum síðar, klukkan 18.04. MeiraFimmtudaginn 03. febrúar kl. 09.01
Óvíst með seinni ferð Herjólfs
Herjólfur fór ekki í morgun til Þorlákshafnar enda var óveður í nótt og ölduhæð við Surtsey í morgun var rúmir níu metrar. Í tilkynningu frá Eimskip segir að athuga á með síðari ferð skipsins um hádegisbil í dag en veður- og ölduspá er slæm fyrir daginn. Því eru farþegar beðnir um að fylgjast með fréttum af ferðum skipsins. MeiraFimmtudaginn 03. febrúar kl. 07.47
Verkfall á mánudaginn?
Starfsmenn í fiskimjölsverksmiðjum í Vestmanneyjum, FES og FIVE, ásamt félagsmönnum í AFLi á Austurlandi hafa boðað til þriggja daga verkfalls frá og með næsta mánudegi 7. febrúar. Atvinnurekendur kærðu verkfallsboðunina til Félagsdóms og telja hana ólögmæta og vilja meina að samningur við starfsmenn fiskimjölsverksmiðja sé hluti af aðalkjarasamningi. Félagsdómur úrskurðar um hvort verkfallsboðunin er lögmæt á fimmtudag. Fyrirhuguð þriggja daga verkföll eru 7. og 14. febrúar og ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma skellur á ótímabundið verkfall 21. febrúar. Meira3. febrúar kl.17:56 | eyjar.net
Þingmenn flokksins starfa í umbði kjósenda og því má aldrei gleyma
Sameiginleg ályktun frá ungum sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi
Ungir sjálfstæðismenn í suðurkjördæmi skora á þingmenn Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi og aðra þingmenn flokksins að greiða ekki atkvæði með Icesave frumvarpi því sem liggur nú fyrir Alþingi. Jafnframt skora undirritaðar ungliðahreyfingar flokksins í suðurkjördæmi á miðstjórn flokksins að beita sér fyrir því að nú þegar verði boðað til Landsfundar þar sem m.a umboð formanns og varaformanns flokksins verði kannað. Í millitíðinni verði nú þegar boðað til flokksráðsfundar þar sem málið verði tekið fyrir.Fréttir
3. febrúar kl.16:08 | mbl.isEkkert verður af verkfalli í fiskimjölsverksmiðjum á mánudaginn
Félagsdómur hefur dæmt boðað verkfall starfsmanna í loðnubræðslum ólöglegt. Verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað.
3. febrúar kl.13:38 | eyjar.net
Ferð Skandia til eyja gengur hægt
Eitthvað virðist ferð grafskipsins Skandia til Vestmannaeyja ganga hægt en samkvæmt MarineTraffic.com er grafskipið nú statt við Skagen í Danmörku.
3. febrúar kl.11:17 | eyjar.net
Herjólfur siglir eftir hádegi í dag
Þar sem veður og ölduhæð er að ganga niður, þá mun Herjólfur sigla seinni ferðina í dag á Þorlákshöfn. Brottför frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:00Fréttir
3. febrúar kl.08:47 | eyjar.netSátt um sjávarauðlindina
Undirritaðir stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga lýsa hér með yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Þar með hvetjum við stjórnvöld til að nýta það sáttartækifæri sem felst í niðurstöðu starfshópsins sem grundvallast á aflamarkshlutdeild á forsendum samningaleiðar
. 3. febrúar kl.07:23 | eyjar.net
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.