g4h543j3nn

 

Sunnudaginn 30. janúar kl. 15.44

2. deild karla í körfubolta:

Öruggur sigur Eyjamanna

- Stefna hraðbyri að úrslitakeppninni

Öruggur sigur Eyjamanna Karlalið ÍBV í körfubolta lék í dag gegn Álftanesi í B-riðli 2. deildar.  Eyjamenn hafa aðeins tapað einum leik í vetur af níu og eru, ásamt HK með besta vinningshlutfallið í B-riðlinum.  Álftanes er sæti fyrir neðan ÍBV en hefur engu að síður tapað fimm leikjum af ellefu.  Enda kom styrkleikamunurinn á liðunum fljótlega í ljós því ÍBV náði fljótlega þægilegu forskoti sem jókst eftir því sem leið á leikinn.  Gestirnir náðu þó aðeins að klóra í bakkann undir lokin og lokatölur urðu 77:58. Meira
Sunnudaginn 30. janúar kl. 15.30

Herjólfur fór ekki seinni ferðina

Herjólfur fór ekki seinni ferðina Seinni ferð Herjólfs í dag var felld niður vegna veðurs en í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að búast megi við mikilli ölduhæð síðdegis.  Því fór skipið ekki klukkan 15:00 og þar af leiðandi ekki frá Þorlákshöfn klukkan 19:00.  Ölduhæð við Surtsey er komin yfir 9 metra. Meira
Laugardaginn 29. janúar kl. 22.06

Dolli og Doddi ÍBV fundnir

- Davíð Þór og Sindri stríddu Guðbjörgu í viðtali

Dolli og Doddi ÍBV fundnir Nú er komið í ljós hverjir eru Dolli og Doddi karlaliðs ÍBV.  Eða kannski frekar Steini og Olli.  Félagarnir Davíð Þór Óskarsson og Sindri Ólafsson sáu sér leik á borði þegar blaðamaður Eyjafrétta tók viðtal við Guðbjörgu Guðmannsdóttur.  Í myndabandinu sem fylgir fréttinni má sjá hvernig þeir félagar hlaupa í bakgrunni aftan að Guðbjörgu, sem fær það óþvegið frá þeim félögum. Meira 
Laugardaginn 29. janúar kl. 19.14
Handbolti karla - myndband

Lélegt og andlaust

- segir Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV sem lék sinn fyrsta leik í vetur

Lélegt og andlaust Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV í handbolta lék sinn fyrsta leik í vetur eftir að hafa glímt við meiðsli í eina níu mánuði.  Sigurður fór rólega af stað í leiknum en skoraði svo tvö afar mikilvæg mörk í síðari hálfleik og komst í heildina ágætlega frá sínu.  Hann viðurkenndi hins vegar að leikur ÍBV hefði verið lélegur og andlaus gegn Fjölni í dag. Meira
Laugardaginn 29. janúar kl. 18.20
Handbolti kvenna:

Guðbjörg telur að ÍBV geti náð fjórða sætinu

- sjónvarpsviðtal eftir sigurleikinn gegn ÍR

Guðbjörg telur að ÍBV geti náð fjórða sætinu Guðbjörg Guðmannsdóttir er reynslumesti leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta.  Hún hefur farið mikinn í vetur, alla jafna verið markahæst í leikjum liðsins og hefur stundum dregið vagninn hjá liðinu.  Guðbjörg segir að ÍBV eigi alla möguleika á að ná fjórða sætinu og um leið að komast í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Meira
Laugardaginn 29. janúar kl. 18.07
Þjóðarpúls Gallups:

Sjálfstæðisflokkurinn með 43% fylgi í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn með 43% fylgi í Suðurkjördæmi Í nýlegum Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokkanna, kemur fram að fylgi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi er 43%, en á landsvísu mælist hann með 34% fylgi. Enginn flokkur mælist með jafn mikið fylgi í einu kjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi á landsvísu. Flokkurinn stendur sig þó betur í Suðurkjördæmi en  þar fylgi hans 21%. Meira
Laugardaginn 29. janúar kl. 18.00
1. deild karla:

Eyjamenn í basli með botnliðið

Rétt mörðu Fjölni á lokasprettinum í jöfnum og spennandi leik

Eyjamenn í basli með botnliðið Eyjamenn sýndi líklega flestar sínar verstu hliðar í leik sínum gegn botnliði Fjölnis í dag þegar liðin áttust við í Eyjum í 1. deildinni.  Leikmenn ÍBV virtust á löngum köflum í leiknum vera hálf áhugalausir, alla baráttu vantaði í liðið og leikur þess var eftir því.  Fjölnismenn, sem mættu eingöngu með níu leikmenn til Eyja, þar af tvö markverði, börðust hins vegar eins og ljón allan tímann og hefðu átt skilið að uppskera í það minnst eitt stig, ef ekki tvö og þar með sín fyrstu stig í vetur.  Lokatölur urðu hins vegar  32:29 fyrir ÍBV sem mega þakka lukkudísunum fyrir stigin tvö. Meira Heimaslod

Eldri fréttir

xxx

 

 

30. janúar kl.11:52 | visir.is

Bæjarstjórinn gefur lítið fyrir gagnrýni á Landeyjahöfn

„Þeir sem mest gagnrýna ættu kannski að láta það eftir sér að lesa sér aðeins til og skoða hvernig staðan er í raun og veru," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um Landeyjahöfn en frá því að hún var tekin í notkun á síðasta ári hefur oft ekki verið hægt að sigla til og frá höfninni.
29. janúar kl.15:39 | fotbolti.net

ÍBV í úrslit eftir sigur á FH

ÍBV er komið í úrslit Fótbolta.net mótsins þar sem liðið mætir Keflavík en þetta varð ljóst eftir að liðið vann FH með þremur mörkum gegn tveimur í dag.

28. janúar kl.16:50 | fotbolti.net

Nokkur félög hafa sýnt Hermanni Hreiðarssyni áhuga

Nokkur félög hafa sýnt Hermanni Hreiðarssyni varnarmanni Portsmouth áhuga en þetta segir umboðsmaður hans Ólafur Garðarsson. Hermann, sem er 36 ára, hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliði Portsmouth síðan hann jafnaði sig af meiðslum. 

 

28. janúar kl.11:22 | eyjar.net

Aukaflug á laugardaginn

Flugfélagið Ernir hefur nú ákveðið að setja aukaflug á Eyja á morgun, laugardag. Brottför frá Reykjavík er kl 12:15 og kl 13:00 frá Vestmannaeyjum. Enn eru sæti laus til og frá Eyjum og er fólk hvatt til að bóka sig tímanlega á www.ernir.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband