dwed3f3fr

Miðvikudaginn 26. janúar kl. 17.08

Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma

- Koma sér um hönnun hjálmanna

Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma Kiwanis og Eimskip gefa áfram reiðhjólahjálma Forsvarsmenn Koma, Eimskips og Kiwanis við undirritun samningsins, f.v: Sigurður Kaldal (Koma), Gylfi Sigfússon (Eimskip) og Óskar Guðjónsson (Kiwanis) Fyrir átta árum tóku Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands höndum saman að fyrirmynd Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri og gáfu reiðhjólahjálma á landsvísu. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 30 þúsund hjálmar verið gefnir sex ára börnum á Íslandi, eða um 4500 á ári.  Nýlega var þriggja ára samningur um áframhald þessa verkefnis undirritaður af Eimskip, Kiwanis og Koma sem sér um hönnun þeirra. Meira
Miðvikudaginn 26. janúar kl. 16.10
Landeyjahöfn

Dýpi meira en reiknað var með

- dæluskipið væntanlegt í lok næstu viku

Dýpi meira en reiknað var með Dýpi við Landeyjahöfn er mun meira en reiknað var með.  Skip Siglingastofnunar var við mælingar við Landeyjahöfn í morgun en ekkert hefur verið siglt í höfnina undanfarna daga.  „Við vorum að ljúka mælingu og reyndist grynnsti punkturinn vera um fjóra metra, sem er ótrúlegt.  Dýpi er fínt austan megin við hafnarmynnið en grunnt að vestanverðu," sagði Sigurður Áss Grétarsson hjá Siglingastofnun.  Ekki er hins vegar hægt að sigla inn í höfnina en mun minna verk verður að opna Landeyjahöfn eða um tveggja daga verk. Meira
Miðvikudaginn 26. janúar kl. 16.06

Aukaflug til Eyja á föstudag

Aukaflug til Eyja á föstudag Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug til Eyja á föstudag. Brottför frá Reykjavík er kl 15:00 og frá Eyjum kl 15:45.  En eru sæti laus í morgunflugið föstudag til Eyja. Hvetur Ernir fólk til að panta tímanlega og nýta sér ódýrari fargjöld með því að bóka á www.ernir.is.    Meira

Miðvikudaginn 26. janúar kl. 11.57

Bræðslukarlar samþykkja verkfall

Bræðslukarlar samþykkja verkfall Talningu úr atkvæðagreiðslu um verkfall hjá bræðslukörlum lauk nú rétt í þessu. Félagsmenn í Drífanda í Vestmannaeyjum og AFL-i á Austurlandi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfall. Alls greiddu 73 af 75 félagsmönnum atkvæði í kosningunni, 61 eða 83,5% sagði já við verkfallsboðun, 5 eða 6,8% sögðu nei og auðir og ógildir seðlar voru 7 eða 9,7%. Fyrsta lota verkfallsins verður 7. febrúar en þá hefst þriggja sólarhringa verkfall. Tvær bræðslur eru starfandi í Vestmannaeyjum, FIVE í eigu Vinnslustöðvarinnar og FES í eigu Ísfélagsins. Meira
Miðvikudaginn 26. janúar kl. 08.05

Útlendingarnir mættir til Eyja

Útlendingarnir mættir til Eyja Í síðustu viku mætti danski varnarmaðurinn Rasmus Christansen aftur til æfinga hjá liðinu, einnig lenti Abel Dhaira landsliðsmarkvörður Úganda á klakanum og spiluðu báðir þessir sigurleikinn gegn Stjörnunni í fotbolti.net mótinu síðastliðna helgi. Meira
Þriðjudaginn 25. janúar kl. 18.03
HM í handbolta

Golli spáir Íslendingum sigri

Golli spáir Íslendingum sigri Selurinn Golli heldur sínu striki og spáir fyrir um leiki Íslands á Heimsmeistaramótinu í handbolta.  Til þessa hefur selurinn tvívegis haft rétt fyrir sér en í síðasta leik virðast menn hafa mistúlkað spádóm hans þegar hann tók enga síld og var það túlkað sem jafntefli.  En eins og flestir vita, kjöldrógu Spánverjar Íslendinga í gær.  Í kvöld mæta strákarnir okkar hins vegar Frökkum og Golli spáir Íslandi sigri í kvöld.  Meira
Þriðjudaginn 25. janúar kl. 16.17
Fréttatilkynning frá Sjómannafélaginu Jötni:

Mótmælum uppsögnum harðlega

- Siðlaus gerningur í besta falli - Grafalvarlegt ef starfsfólki er meinaður aðgangur að stéttarfélagi sínu

Mótmælum uppsögnum harðlega Nokkur orð frá Sjómannafélaginu Jötni í tilefni þess að þremur þernum Herjólfs var sagt upp þann 23. janúar sl. Tvær þessara þerna eru félagsmenn í Jötni og mótmælir félagið því harðlega hvernig staðið var að uppsögn þeirra. Fyrir það fyrsta lofaði rekstrarstjóri Herjólfs, í vitna viðurvist að í starfslýsingu þeirra yrði fellt út ákvæði um ræstingar í eldhúsi og í klefum ásamt fleiru sem stóð útaf borðinu. Þessi ákvæði voru inni í starfslýsingu sem Eimskip sendi varðandi þernurnar um sl. áramót. Meira

26. janúar kl.16:10 | eyjar.net

Aukaflug til Eyja á föstudag

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Flugfélagið Ernir sett upp aukaflug til Eyja á föstudag. Brottför frá Reykjavík er kl 15:00 og frá Eyjum kl 15:45. En eru sæti laus í morgunflugið föstudag til Eyja. Hvetur Ernir fólk til að panta tímanlega og nýta sér ódýrari fargjöld með því að bóka á www.ernir.is

Fréttir

26. janúar kl.09:16 | eyjar.net

Alþjóðlegt nám í Eyjum Fab Academy

Nú er hafin kennsla á ný í Fab Academy, alþjóðlegu námi þar sem kennd eru grundvallaratriði í stafrænni framleiðslutækni. Námið fer fram í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum en nú er hægt að sækja þetta nám á 13 stöðum víðsvegar um heiminn. 26. janúar kl.07:52 | ibvsport.is

Erlendu leikmenn ÍBV að týnast til eyja

Í síðustu viku mætti danski varnarmaðurinn Rasmus Christansen aftur til æfinga hjá liðinu, einnig lenti Abel Dhaira landsliðsmarkvörður Úganda á klakanum og spiluðu báðir þessir sigurleikinn gegn Stjörnunni í fotbolti.net mótinu síðastliðna helgi. 25. janúar kl.14:08 | eyjar.net

Nokkrir starfsmenn gátu ekki sætt sig við breytar starfslýsingar

Fréttatilkynning frá Eimskipafélaginu

Vegna frétta af uppsögnum þriggja starfsmanna um borð í Herjólfi vill Eimskipafélag Íslands koma eftirfarandi framfæri:Vegna breytinga á siglingaleið Herjólfs var nauðsynlegt að endurskoða störf um borð. Komið var til móts við starfsmenn með gerð starfslýsinga sem endurskoða átti að nokkrum mánuðum liðnum. Nokkrir starfsmenn gátu ekki sætt sig við þær starfslýsingar. Því var óhjákvæmilegt að segja þeim upp störfum með kjarasamningsbundnum fyrirvara.

Fréttir

25. janúar kl.12:58 | vestmannaeyjar.is

Fasteignagjöld fyrir árið 2011

Á næstu dögum munu álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2011 berast til bæjarbúa.Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir föstudaginn 04. febrúar n.k. Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Sparisjóði Vestmannaeyja nr. 1167-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins sími 488-2000.  25. janúar kl.09:11 | eyjar.net

Glerlistaverk í Vinaminni til að minnast upphafs eldgossins 23.janúar 1973

Á sunnudaginn fór fram í Vinaminni glæsileg dagskrá til að minnast upphafs eldgossins á Heimaey sem byrjaði aðfaranótt 23.janúar 1973 klukkan 01:55. 24. janúar kl.18:11 | mbl.is

Þernum á Herjólfi sagt upp

Þrjár þernur, sem störfuðu um borð í Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi, segjast hafa fengið afhent uppsagnarbréf í gær eftir að þær óskuðu eftir því að fá stéttarfélög sín til að fara yfir starfslýsingarsamning áður en hann yrði undirritaður.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband