Þriðjudaginn 18. janúar kl. 19.36
Eimskipsbikarinn:
Valur númeri of stórt fyrir ÍBV
- Unnu öruggan sigur 21:35 - Eyjastúlkur voru yfir fyrsta stundarfjórðunginn
Styrkleikamunur ÍBV og Vals kom bersýnilega í ljós í kvöld þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í Vestmannaeyjum. Valsstúlkur unnu fjórtán marka sigur, 21:35 en staðan í hálfleik var 7:13. Eyjastúlkur komu reyndar nokkuð á óvart fyrsta stundarfjórðunginn og voru yfir 6:5. En þá tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé og las hressilega yfir hausamótunum á sínum leikmönnum. Það virkaði, ÍBV skoraði ekki nema eitt mark það síðari fimmtán mínútur hálfleiksins á meðan gestirnir röðuðu inn mörkunum. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 16.34
Bikarleikur í kvöld hjá stelpunum
- mæta Val í átta liða úrslitum í kvöld
Kvennalið ÍBV tekur í kvöld á móti Val í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í Eyjum. Valsstúlkur fóru illa með ÍBV í byrjun árs í Íslandsmótinu en Valur hafði þá betur 44-18 en liðin léku þá á Hlíðarenda. Flestir reikna með því að leikurinn verði Eyjastúlkum erfiður og því mikilvægt að þær fái góðan stuðning á heimavelli. Leikur liðanna í kvöld hefst klukkan 18:00 og eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að styðja við bakið á stelpunum. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 16.14
Slysavarnadeildir kynna starfsemi sína í kvöld
- opið hús hjá Eykyndli í Básum klukkan 20:00
Í kvöld, þriðjudaginn 18. janúar bjóða slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt og kynna þar starf sitt fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á því að starfa með þeim. Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu en fyrstu deildirnar voru stofnaðar fyrir um 80 árum og hafa í gegn um tíðina unnið öflugt starf í þágu björgunar og slysavarna. Í Eyjum verður starfsemin kynnt í Básum klukkan 20:00 í kvöld. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 14.59
Fjórir Eyjamenn í Futsal-landsliðinu
Fjórir Eyjamenn eru í 15 manna hópi Íslands í Futsal, sem er innanhúss knattspyrna. Hópurinn samanstendur af leikmönnum fjögurra félaga en í fyrsta æfingahópnum voru sjö Eyjamenn, sex úr ÍBV og einn frá KFS. Fjórmenningarnir sem eru í lokahópnum eru þeir Albert Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Tryggvi Guðmundsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, allir úr ÍBV. Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði og er fyrsti leikurinn á föstudaginn klukkan 19. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 14.55
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar:
Fagna árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur
- fagna boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum. Ráðið skorar jafnframt á ríkisstjórnina að tryggja þjóðareign á auðlindum landsins og fagnar boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða. Þá er skorað á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi án vegatolla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni um aðalfund Kjördæmisráðsins sem haldinn var í Ölfusi 15. janúar. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 11.03
Hermann fór uppfyrir Ásgeir
Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista. Ásgeir lék á sínum tíma 482 deildaleiki með sínum liðum, ÍBV, Standard Liege, Bayern München og Stuttgart. Hermann lék sinn 483. deildaleik á ferlinum þegar hann kom inná hjá Portsmouth gegn Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. MeiraÞriðjudaginn 18. janúar kl. 10.11
Orkan lækkar bensínverð um 9 krónur
Orkan hefur lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum um 9 krónur. Auk þess er í dag svokallaður Ofurdagur Orkunnar, en þá bætist við 5 krónu aukaafsláttur fyrir þá viðskiptavini sem hafa orkulykla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi, eiganda Orkunnar. MeiraEldri fréttir
My Sighvatur Jónsson 19. janúar kl.11:23 | ruv.is
Kópurinn étur síld í hvert mál
Kópurinn Golli sem kom á land á Breiðdalsvík fyrr í vetur braggast vel á Fiskasafninu í Vestmannaeyjum og étur síld í hvert mál. Hann klappar saman hreifunum, heilsar og gefur merki um hvenær hann vill komast upp úr karinu sínu.Fréttir
19. janúar kl.08:15 | MorgunblaðiðStofnfjáraukning fjármögnuð með kúlulánum
Arður af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja átti að duga til greiðslu lána
Stofnfjáreigendum Sparisjóðs Vestmannaeyja bauðst kúlulán til fimm ára til þess að taka þátt í stofnfjáraukningu sjóðsins árið 2007. Þetta segir Stefán Sigurjónsson, einn 70 stofnfjáreigenda í Sparisjóði Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi sparisjóða á Íslandi jók stofnfé sitt árið 2007 og var Sparisjóður Vestmannaeyja ekki undanskilinn. Stofnfjáraukning Eyjamanna nam um 350 milljónum króna á árinu 2007. Sparisjóður Vestmannaeyja hefur nú gengið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og nýja stofnfjáraukningu í tengslum við hana. 18. janúar kl.15:26 | eyjar.netFimm úr liði ÍBV í landsliðinu í Futsal
Í dag tilkynnti Willum Þór Þórsson landsliðsþjálfari Íslands í Futsal en þetta er í fyrsta skiptið sem að landslið Íslands tekur þátt í Futsal móti. Willum Þór tilkynnti í dag 15 manna hóp Íslands og eru fimm leikmenn ÍBV í hópnum. 18. janúar kl.11:54 | mbl.isHermann fór uppfyrir Ásgeir
Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista.18. janúar kl.04:31 | eyjar.net
Gestagangur hjá Kára Kristjáni
Kári Kristján með nýjan sjónvarpsþátt frá HM
Kára Kristjáni er margt til lista lagt og nú ætlar peyinn að reyna fyrir sér sem spjallaþáttakóngur í ætt við Loga Bergmann og Jay Leno. Kári Kristján Kristjánsson, stuttþáttastjórnandi, fær í þessum fyrsta þætti í þáttaröðinni Gestagangur hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni viðmælandann Björgvin Pál Gústavsson, markmann íslenska landsliðsins í handknattleik.Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 19. janúar 2011 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.