xxx

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 16.14

Slysavarnadeildir kynna starfsemi sína í kvöld

- opið hús hjá Eykyndli í Básum klukkan 20:00

Slysavarnadeildir kynna starfsemi sína í kvöld Í kvöld, þriðjudaginn 18. janúar bjóða slysavarnadeildir um allt land gesti velkomna í húsnæði sitt og kynna þar starf sitt fyrir þeim aðilum sem áhuga hafa á því að starfa með þeim.  Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa öflugar slysavarnadeildir sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys ásamt því að styðja við björgunarsveitir á sínu svæði. Starf þessara deilda á sér langa sögu en fyrstu deildirnar voru stofnaðar fyrir um 80 árum og hafa í gegn um tíðina unnið öflugt starf í þágu björgunar og slysavarna.  Í Eyjum verður starfsemin kynnt í Básum klukkan 20:00 í kvöld. Meira
Þriðjudaginn 18. janúar kl. 14.59

Fjórir Eyjamenn í Futsal-landsliðinu

Fjórir Eyjamenn í Futsal-landsliðinu Fjórir Eyjamenn eru í 15 manna hópi Íslands í Futsal, sem er innanhúss knattspyrna.  Hópurinn samanstendur af leikmönnum fjögurra félaga en í fyrsta æfingahópnum voru sjö Eyjamenn, sex úr ÍBV og einn frá KFS.  Fjórmenningarnir sem eru í lokahópnum eru þeir Albert Sævarsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Tryggvi Guðmundsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson, allir úr ÍBV.  Riðill Íslands verður leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði og er fyrsti leikurinn á föstudaginn klukkan 19. Meira
Þriðjudaginn 18. janúar kl. 14.55
Kjördæmisráð Samfylkingarinnar:

Fagna árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur

- fagna boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða

Fagna árangri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum. Ráðið skorar jafnframt á ríkisstjórnina að tryggja þjóðareign á auðlindum landsins og fagnar boðuðum breytingum á stjórn fiskveiða. Þá er skorað á ríkisstjórnina að tryggja framgang vegabóta á Suðurlandsvegi án vegatolla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni um aðalfund Kjördæmisráðsins sem haldinn var í Ölfusi 15. janúar. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Meira

Þriðjudaginn 18. janúar kl. 11.03

Hermann fór uppfyrir Ásgeir

Hermann fór uppfyrir Ásgeir Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista.  Ásgeir lék á sínum tíma 482 deildaleiki með sínum liðum, ÍBV, Standard Liege, Bayern München og Stuttgart. Hermann lék sinn 483. deildaleik á ferlinum þegar hann kom inná hjá Portsmouth gegn Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Meira
Þriðjudaginn 18. janúar kl. 10.11

Orkan lækkar bensínverð um 9 krónur

Orkan lækkar bensínverð um 9 krónur Orkan hefur lækkað verð á öllum eldsneytisstöðvum sínum um 9 krónur.  Auk þess er í dag svokallaður Ofurdagur Orkunnar, en þá bætist við 5 krónu aukaafsláttur fyrir þá viðskiptavini sem hafa orkulykla.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skeljungi, eiganda Orkunnar. Meira
Þriðjudaginn 18. janúar kl. 08.04
HM í handbolta:

Kári með eigin sjónvarpsþátt á netinu

- Gestagangur hjá Kára Kristjáni á Sportvarpinu

Kári með eigin sjónvarpsþátt á netinu Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður er fjölhæfur.  Hann sýnir það á Sportvarpi vefsíðunnar www.sport.is en þar heldur hann úti viðtalsþáttum frá HM í handbolta.  Viðfangsefnin eru félagar hans í íslenska landsliðshópnum en viðtölin eru að hætti Kára, bráðfyndin og kannski svolítið ruglingsleg fyrir þá sem ekki þekkja kappann.  Þættina má sjá hér að neðan. Meira
Þriðjudaginn 18. janúar kl. 07.05
Myndband:

Þrír fyrrum leikmenn ÍBV á HM

Tveir Íslendingar og Argentínumaður

Þrír fyrrum leikmenn ÍBV á HM Fjölmargir fylgjast þessa dagana spenntir með íslenska karlalandsliðinu í handbolta leggja hvern andstæðinginn á fætur öðrum að velli á HM í Svíþjóð.  Eins og flestir vita þá er Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson í leikmannahópi Íslands en Kári skoraði sitt fyrsta mark á stórmóti í leiknum gegn Japan.  Annar fyrrum leikmaður ÍBV er í íslenska hópnum en markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson lék með ÍBV tímabilið 2005-2006.  Þriðja fyrrum leikmann ÍBV má svo finna í leikmannahópi Argentínu. Meira
Eldri fréttir
18. janúar kl.15:26 | eyjar.net

Fimm úr liði ÍBV í landsliðinu í Futsal

Í dag tilkynnti Willum Þór Þórsson landsliðsþjálfari Íslands í Futsal en þetta er í fyrsta skiptið sem að landslið Íslands tekur þátt í Futsal móti. Willum Þór tilkynnti í dag 15 manna hóp Íslands og eru fimm leikmenn ÍBV í hópnum.

Fréttir

18. janúar kl.11:54 | mbl.is

Hermann fór uppfyrir Ásgeir

Hermann Hreiðarsson er orðinn þriðji leikjahæsti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi en um síðustu helgi fór hann framúr öðrum Eyjamanni, Ásgeiri Sigurvinssyni, á þeim lista. 18. janúar kl.04:31 | eyjar.net

Gestagangur hjá Kára Kristjáni

Kári Kristján með nýjan sjónvarpsþátt frá HM

Kára Kristjáni er margt til lista lagt og nú ætlar peyinn að reyna fyrir sér sem spjallaþáttakóngur í ætt við Loga Bergmann og Jay Leno. Kári Kristján Kristjánsson, stuttþáttastjórnandi, fær í þessum fyrsta þætti í þáttaröðinni Gestagangur hjá Kára Kristjáni Kristjánssyni viðmælandann Björgvin Pál Gústavsson, markmann íslenska landsliðsins í handknattleik. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband