Sunnudaginn 16. janúar kl. 15.37
N1 deild kvenna:
- segir Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV sem lagði Fylki fyrr í dag
Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV var að vonum ánægður með leik ÍBV gegn Fylki í dag þegar Eyjastúlkur lögðu Árbæinga að velli 27:24. Já rétt rúmlega það. Þetta var gríðarlega mikilvægt. Við töpuðum fyrir Haukum á heimavelli fyrr í vetur og töluðum um það fyrir leikinn að við skulduðum okkur þessi tvö stig. En nú erum við komin með þessi tvö stig aftur og sigurinn er rosalega mikilvægur í að ná okkar markmiði, sem er fimmta sætið í deildinni," sagði Svavar.
Sunnudaginn 16. janúar kl. 14.41
N1 deild kvenna:
- Lokatölur 27:24 fyrir ÍBV sem
Kvennalið ÍBV vann í dag góðan sigur á Fylki þegar liðin mættust í Eyjum. Lokatölur urðu 27:24 en staðan í hálfleik var 14:13 ÍBV í vil. Leikurinn var lengst af í járnum, gestirnir úr Árbænum byrjuðu betur og náðu m.a. fjögurra marka forystu í byrjun leiks, 5:9 en Eyjastúlkur unnu sig aftur inn í leikinn og komust yfir undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik munaði sjaldnast meira en tveimur mörkum á liðunum eða allt þar til undir lokin að Eyjastúlkur lönduðu sigrinum góða.
MeiraSunnudaginn 16. janúar kl. 12.05
Eyjamaðurinn á HM:
Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að spila á sínu fyrsta stórmóti í Svíþjóð og hefur fengið tækifæri í fyrstu leikjunum. Honum hefur þó ekki enn tekist að skora en það hlýtur að styttast í fyrsta markið. "Það gengur frekar hægt að skora," sagði Kári og hló við. "Hvað get ég sagt. 34 mörk og bara eitt af línunni."
Meira
Sunnudaginn 16. janúar kl. 11.37
Klukkan 13:00 í dag mun kvennalið ÍBV í handbolta leika sinn fyrsta heimaleik á árinu en stelpurnar taka þá á móti Fylki. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með tólf stig eftir níu leiki en ÍBV er í sjötta sæti með sjö stig. Sigur í dag er því kærkominn en Fylkisliðið er afar sterkt og verða Eyjastúlkur að sýna sparihliðarnar ef svo á að vera.
MeiraSunnudaginn 16. janúar kl. 11.31
Herjólfur mun sigla áfram til Þorlákshafnar í dag en Herjólfur sigldi í morgun þangað og er nú á leið til Eyja aftur. Siglt verður frá Eyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip en búast má við að ferðir skipsins í Landeyjahöfn verði áfram stopular enda er spáir veðurstofan talsverðum vindi næstu viku.
Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 23.39
Siglingastofnun:
Á vef Siglingastofnun kemur fram að Lóðsinn hafi mælt dýpi í Landeyjahöfn í gær, föstudag. Samkvæmt þeim mælingum er höfnin siglingahæf hvað dýpi varðar, eins og verið hefur frá því síðla í nóvember. Dregið hefur úr sandburði frá því efnisburður olli vandræðum í haust. Veður sem áður fylltu innsiglinguna af sandi virðast nú hafa minni áhrif.
MeiraLaugardaginn 15. janúar kl. 23.39
Herjólfur mun sigla fyrstu ferð til Þorlákshafnar á morgun, sunnudag. Farið verður frá Eyjum klukkan 07:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15.
Meira
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.