Eyja

augardaginn 15. janúar kl. 23.39
Siglingastofnun:

Nægt dýpi í Landeyjahöfn

Nægt dýpi í Landeyjahöfn Á vef Siglingastofnun  kemur fram að Lóðsinn hafi mælt dýpi í Landeyjahöfn í gær, föstudag. Samkvæmt þeim mælingum er höfnin siglingahæf hvað dýpi varðar, eins og verið hefur frá því síðla í nóvember. Dregið hefur úr sandburði frá því efnisburður olli vandræðum í haust. Veður sem áður fylltu innsiglinguna af sandi virðast nú hafa minni áhrif. Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 23.39

Herjólfur siglir í Þorlákshöfn í fyrramálið

Herjólfur siglir í Þorlákshöfn í fyrramálið Herjólfur mun sigla fyrstu ferð til Þorlákshafnar á morgun, sunnudag.  Farið verður frá Eyjum klukkan 07:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 14.41
Fótbolti.net-mótið í fótbolta:

Öruggur sigur hjá Eyjamönnum

- unnu Stjörnuna 0:3

Öruggur sigur hjá Eyjamönnum Karlalið ÍBV í fótbolta mætti í dag Stjörnunni í fyrsta leik sínum í Fótbolti.net-mótinu sem hófst um helgina.  Eyjamenn höfðu betur, unnu 0:3 en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi.  Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson og Kjartan Guðjónsson skoruðu mörk ÍBV en ÍBV var 0:2 yfir í hálfleik. Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 13.28

Öskudrullan þrifin

- 15 tonna stálbitar fuku til í óveðrinu

Öskudrullan þrifin Eins og sagt var frá í gær notuðu Eyjamenn tækifærið þegar veðrinu slotaði til að þrífa hús og bíla.  Útlitið var heldur svart í Eyjum í vikunni enda hafði ösku, sandi og seltu rignt yfir Vestmannaeyjabæ og úr verður heldur hvimleiður kokteill.  Sem betur fer gerist það ekki oft að Eyjamenn fái yfir sig annað eins af ösku en þegar það gerist, eru heimamenn fyrr en varir komnir út með slöngurnar. Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 13.24

Báðar ferðir til Þorlákshafnar í dag

Báðar ferðir til Þorlákshafnar í dag Herjólfur sigldi fyrstu ferð sína í dag til Þorlákshafnar og er nú á leið aftur til Eyja.  Síðari ferð skipsins verður einnig farin til Þorlákshafnar.  Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 15:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 19:00. Meira
Laugardaginn 15. janúar kl. 13.22
Handbolti:

Leik ÍBV frestað til morguns

Leik ÍBV frestað til morguns Í dag átti kvennalið ÍBV að leika heimaleik gegn Fylki í N1 deild kvenna og átti leikurinn að hefjast klukkan 13:00.  Leikurinn hefur hins vegar verið færður til morguns þar sem ekki er siglt upp í Landeyjahöfn í dag laugardag. Meira

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband