Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012

Mynd af brennupeyjaslúttbálkestinum kl.23 í kvöld

balkostur

Og hér er brot úr dv.is-frétt þar sem þeir héldu því fram að sjálf Þjóðhátíðarbrennan sé að  brenna. Enn þar sem fréttin var fljótlega fjarlæg þegar það sanna kom í ljós að svo var ekki. Þá náið ég bara að skjáskota fréttina á facebooksíðu DV.is.

dvfail

nnlent | mbl | 1.8.2012 | 23:38 | Uppfært 23:57

Brennan ekki í hættu

Brennan í Herjólfsdal. Myndin er úr safni.

Brennan í Herjólfsdal. Myndin er úr safni. mbl.is/Sigurgeir

Nokkrir einstaklingar hafa sett sig í samband við lögregluna í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem þeir óttuðust að það væri farið að skíðloga í sjálfri brennunni í Herjólfsdal. Svo er ekki raunin. Lögreglan í Eyjum segir í samtali við mbl.is að varðeldur logi skammt frá brennunni, sem standi heil og ósködduð.

Lögreglan segir að starfsmenn hátíðarsvæðisins hafi kveikt varðeldinn sem séu að taka forskot á sæluna. Allt sé hins vegar með kyrrum kjörum.

Ragnar Þór Baldvinsson, slökkviliðsstjóri í Eyjum, segir í samtali við mbl.is að það sé venja að starfsmenn kveiki varðeld við brennuna á miðvikudagskvöldinu fyrir þjóðhátíð.

„Það hefur verið siður hjá þeim, þessum brennupeyjum á miðvikudagskvöldum, en þá hafa þeir kveikt í afgöngum," segir Ragnar.

Hann tekur hins vegar fram að varðeldurinn hafi verið óvenju mikill að þessu sinni og að sér hafi í fyrstu ekki litist á blikuna. „Þetta var full mikill varðeldur, fannst mér, á tímabili," segir Ragnar. Aðspurður segir hann að slökkviliðið hafi ekki verið kallað út vegna eldsins. Menn hafi hins vegar talað sig saman og slökkviliðsmenn hafi haft augun á varðeldinum.

„Galsinn hefur verið aðeins of mikill segir hann," segir Ragnar og bætir við að nú séu menn sallarólegir í blíðunni í Eyjum.

1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilin

 


mbl.is Brennan ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband