Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
Einkamál eða ekki einkamál? Frétt eða ekki frétt? Það er stóra málið. Mér finnst þetta vera frétt og ekki vera hans einkamál, að vera hugsanlega vera kominn á sakamannabekk með því að aka bíl undir áhrifum áfengis. Og þar með lagði hann sér og vegfarendur stórhættu á slasa sig eða drepast. -Borgum við Vestmannaeyingar ekki honum laun? Kemur þá okkur Vestmannaeyingum ekki við hvort fjárfestinginn sé góðu lagi? Svo er hann valinn Íþróttamaður ársins 2011. Er ekki krafist að menn sýni gott fordæmi? Þetta kallast varla gott fordæmi að brjóta lög með því keyra ölvaður. Ef þetta væri stelpa sem hefur unnið fegurðarsamkeppni. Þá hefur hún umsviflaust misst titilinn. -Svo er árásinn sem formaðurinn Óskar Örn fær á sig. Ef hann hefur ekki neyðst að nafngreina Tryggva, þá hefur Gróa á leyti komist fljótt á kreik. Og einnig hefði geta lagst grunur á 30 leikmenn ÍBV. Þannig ég mundi telja þetta vera skömminni skárra enn að reyna þagga þetta niður. -Óska honum Tryggva svona í lokinn góðs gengis í baráttu við áfengið.
Íþróttir | Pepsi-deildin | mbl | 4.5.2012 | 8:32 | Uppfært 10:00 Upplestur á frétt
Farinn í meðferð - tilbúinn í júní
Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV síðasta sumar. hag / Haraldur Guðjónsson
Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, segir í viðtali við Eyjafréttir í dag að Tryggvi Guðmundsson, sóknarmaðurinn reyndi, sé kominn í áfengismeðferð eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvun við akstur í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni.
Mál Tryggva er í ákveðnum farvegi. Hann á góða að sem tóku fast á hans málum og er Tryggvi nú kominn í áfengismeðferð," segir Óskar.
Spurður hvort þetta hafi einhver áhrif á stöðu hans hjá ÍBV svarar formaðurinn:
Við ræddum það á fundi í vikunni og ákveðið var að aðstoða leikmanninn í sínum veikindum í stað þess að snúa við honum baki. Hann verður hins vegar að þiggja hjálpina, það er á hreinu. En við búumst við Tryggva í júní, endurnærðum og til í slaginn með okkur," sagði Óskar.
Sem kunnugt er fékk Tryggvi blóðtappa í fót í vetur og ljóst var að hann yrði ekki með Eyjamönnum í fyrstu umferðum Íslandsmótsins af þeim sökum. Tryggvi, sem jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild síðasta sumar, hafði sett stefnuna á að vera tilbúinn með liðið ÍBV í 6. umferðinni um næstu mánaðamót.
1 blogg um fréttina » © Árvakur hf. Öll réttindi áskilinFarinn í meðferð - tilbúinn í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Föstudagur, 4. maí 2012 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta mánaðaryfirlit frá Veðurstofu Íslands er sjaldan fullkomið. Til dæmis er ekki nefnt að aprílúrkoman 2012 á Stórhöfða er 4 minnsta aprílúrkoma síðan mælingar hófust þar árið 1921.
Annars kemur mitt yfirlit hér seinna. Er að bíða eftirupplýsingum frá V.í.
Innlent | mbl | 3.5.2012 | 11:50 Upplestur á frétt
Apríl kaldari en mars
Lægsti hiti mánaðarins mældist -25,7 stig. Það var á Brúarjökli þann 2 apríl. mbl.is/Árni Sæberg
Tíðarfar í apríl var hagstætt um meginhluta landsins. Þó var frekar svalt við austurströndina. Mjög þurrt var víða um landið sunnanvert. Apríl var kaldari en mars á svæðinu frá norðanverðum Vestfjörðum austur um Norðurland og suður til Hornafjarðar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.
Hiti var undir meðallagi austast á landinu en annars yfir því. Hlýjast var að tiltölu vestanlands og á hálendinu vestanverðu. Þar var hiti 1,3 til 1,8 stigum yfir meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík mældist 4,3 stig og er það 1,4 stigum ofan meðallags. Á Akureyri var meðalhitinn 2,2 stig sem er 0,5 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 3,1 stig og -1,6 á Hveravöllum.
Um austurhluta landsins og víðast norðanlands var apríl talsvert kaldari heldur en mars. Mestu munaði á Dalatanga, 2,7 stigum. Sjaldgæft er að munur á mánuðunum sé svo mikill á þennan veg og hefur reyndar aðeins tvisvar orðið meiri en 2,7 stig eftir 1960, á Brú á Jökuldal 1991 og í Fagradal í Vopnafirði 1964. Aprílmánuðir áranna 1959, 1953 og 1948 voru meir en 2,7 stigum kaldari heldur en mars víða um land. Árið 1953 var meðalhiti í apríl 5,1 stigi lægri heldur en í mars á Teigarhorni.
Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 5,1 stig á Garðskagavita og í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, -5,3 stig. Meðalhiti í byggð var lægstur í Möðrudal, -1,5 stig.
Hæsti hitinn á Hallormsstað
Hæsti hiti mánaðarins mældist á Hallormsstað þann 30. apríl, 18,2 stig. Hæsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist á Torfum í Eyjafirði sama dag, 17,2 stig.
Lægsti hiti mánaðarins mældist -25,7 stig. Það var á Brúarjökli þann 2 apríl. Lægsti hiti í byggð mældist -17,7 stig á Brú á Jökuldal þann 3. Lægsti hiti á mannaðri veðurstöð mældist á Grímsstöðum á Fjöllum þann 2, -16,8 stig.
Úrkoma í meðallagi í Reykjavík
Víðast hvar var í þurrara lagi á Suðvestur- og Vesturlandi. Í Reykjavík mældist úrkoma þó í meðallagi, 59,7 mm. Á Akureyri mældist úrkoma 26,1 mm og er það um 10 prósent undir meðallagi. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman aðeins 17,6 mm og hefur ekki verið jafnþurrt í apríl á þeim slóðum síðan 1978, úrkoma var þó litlu meiri í apríl 2008. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 41,3 mm og er það um 35 prósent meðalúrkomu. Þetta er þurrasti apríl á Stórhöfða síðan 1998. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 31,8 mm sem er 60 prósent af meðallagi aprílmánaðar.
Aldrei alhvítt á Akureyri í apríl
Snjólétt var á landinu. Aldrei varð alhvítt í Reykjavík en að meðaltali er þar alhvítt í 3 daga í apríl. Ekki varð heldur alhvítt á Akureyri í apríl en að meðaltali eru þar 11 alhvítir dagar í þeim mánuði.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 153,5 og er það 13 stundum umfram meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 134,8 eða 5 stundum fleiri en í meðalári.
© Árvakur hf. Öll réttindi áskilin
Apríl kaldari en mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Fimmtudagur, 3. maí 2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)