Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Er 3ja ferð Herjólfs málið?

Verður siglingaráætlun Herólfs svona: 

Frá Vestmannaeyjum         Frá Þórlákshöfn

kl. 8:15 - 11:00                 kl. 12:00 -14:45

kl. 16:00 - 18:45               kl.19:30 -22:15

kl. 0:00 -2:45                     kl. 4:00 - 6:45

Eru menn búnir að reikna þetta dæmi út til enda???

Sko, það fer alveg örugglega lítið sem ekkert af fólki með næturferðum. Þannig að það verður bara til að flýtja vöruflutningabíla.

Hvað með hvíldartíma áhafnar ? Þarf ekki að ráða nokkrar áhafnir ??? einhvað kostar það að hafa fólk á næturtexta?

Væri ekki nær að fá tvö nýja Herjólfa sem tekur 2 tíma milli lands og Eyja. Þar sem núverandi Herjólfur má ekki vera í siglingu eftir 3 ár.

Væri ekki sniðugra að fólk á landsbyggðinni gæti fari til Vestmannaeyja á morgnana og  fari tilbaka um kvöldið. Einsog vð Vestmannaeyingar höfum gert hingað til. 

Með því að hafa tvö skip í gangi mundi dagurinn hjá fólki nýtast betur. Er það annars ekki?                         

 


mbl.is Ferðum Herjólfs fjölgað í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að????

Þetta er með ólíkindum hvað margir eru búnir að vera teknir vegna ofsaakstur og vímuefnaneyslu við akstur siðustu vikurnar.

Þetta háttalag er mínu mati bara tilraun til manndráps.

Sjáið bara mótorhjólamennnina sem réðu ekki við hraðann. Og frömdu næstum því sjálfsmorð með því að flýja lögregluna.

Eins ógáfulegt það að reyna stinga lögregluna af.

Ég mundi vilja fá töluupplýsingar frá lögreglunni. Einsog hvað er búið að sekta fyrir mikið? Og hvað marga?


mbl.is Tæplega 30 teknir undir áhrifum fíkniefna við akstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama sagan með flugið milli lands og Eyja? eða hvað?

 Afskaplega er þettta einhvað mikil sýndarmennska að bjóða flugið milli lands og Eyja.

Sko, þetta er eina flugfélagið á Íslandi sem getur boðið í leiðina.

Ég vil óska Flugfélaginu velfarnaðar næstu árin. Og vonandi sjá þeir loks að fært að auka sætaframboð og lækka fargjald.

Annars hef ég ekkert flogið með Flugfélaginu í mörg ár svo þetta skiptir mig ekki svo mikið máli.


mbl.is Flugfélag Íslands bauð eitt í flug til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur Davíð Oddson ekki gert þetta áður?

Hefur hann Davíð Oddson hækkað launin sín áður? Man það ekki alveg enn minni það samt.

Enn annars er þetta einkennileg hækkunn.

Á meðan til dæmis ekki hægt að gera gamla og öryka til góðs.


mbl.is Launahækkun seðlabankastjóra var málamiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er erótískur nektardans svona hættulegur??

Ég persónulega hef engan áhuga á að stunda svona stað. Vegna þess mér finnst það niðulægjandi fyrir mig að borga morðfjár fyrir það eitt að kvenmaður fækki fötum. Þegar maður getur gert það "ókeypis" fyrir utan nektardansstað. 

Mér alveg nákvæmlega sama um þessa staði ef ekki fer neitt ólöglegt þarna fram.

Er fólki ekki annars frjálst á Íslandi að stunda þennan stað, eða vinna þarna? Það er að segja ef íslensk lög eru ekki brotinn.

Það er sagt að þarna fer vændisstarfsemi fram. Enn er ekki vændi nýlega leyfilegt án þriðja aðila á Íslandi?

Svo er það þessi mynd sem fylgir með fréttinni. Þar sem "feministar" eru að mótmæla fyrir utan Goldfinger. Hmmmm......hvar eru þær þegar erlendir karlkynsstipparar eru að koma til Íslands? Nei. þá sjást þær ekki né heyrist í þeim.

Það er hefð að Íslenskar konur verða stórhættulegar þegar erlendir karlstipparar eru með sýningu á Íslandi.


mbl.is Samþykkt í bæjarráði Kópavogs að láta rannsaka starfsemi Goldfinger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemst örugglega í fyrsta sæti á blog.is innan fárra daga!

Til hamingju Egill að fara frá sökkvandi skipi sem blogg.visir.is er.

Ég spáði því hann mun fara fljótt inná topp 10 á blog.is.

 


mbl.is Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Kristján Möller!! Maður landsbygðirnar

Reykvíkingar virðast halda að það sé ekkert líf fyrir utan borgarmörkin.

Alla Íslendinga til Reykjavíkur fyrir árið 2030. Svona 300 þúsund manns á einum bletti. Þá er lífið á Íslandi betra, eða hvað???

Nei, segji ég. Flugvöllinn áfram svo landsbygðarfólk geta sótt höfuðborgina.

 


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besínkostnaður minn: 5000 kr x 52 vikur (1ár) = 260.000 kr.

Það einkennilegt hvað þessi 3 olíufyrirtæki geta alltaf hækkað samtímis í 1-2 kr. Enn ÞEGAR ÞEIR LÆKKA þá er það oftast undir 1. kr.

Og komast alltaf upp með það.


mbl.is Skeljungur og N1 hækka verð á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband