Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Mfl. í knattsp. karla í æfingaferð á Spáni og er að gera það gott

Knattspyrna:
Annar flokkur lagði ungmennalið Lilleström í gær

mæta ungmennaliði Valencia í dag, meistaraflokkur leikur gegn Vesteras
   
   
Meistaraflokkur og annar flokkur karla í knattspyrnu dvelur nú í góðu yfirlæti á Spáni við æfingar.  Allar aðstæður eru hinar bestu en dvalið er á Albir.  Í gær lék annar flokkur gegn U-19 ára liði Lilleström og voru Eyjapeyjar ekki í vandræðum með Norðmennina og urðu lokatölur 4:1.

Jón Óskar Þórhallsson, einn af fararstjórum ferðarinnar heldur úti bloggsíðu þar sem hann greinir frá gangi mála í æfingaferðinni.  Hér að neðan má lesa hluta af síðustu færslu Jóns frá því í gær.

Í dag lék 2. flokkur karla gegn u19 ára liði Lilleström frá Noregi og það má eiginlega segja að okkar strákar létu finna hressilega fyrir sér og lögðu þá norsku 4-1 með mörkum frá Gauta, Eiði, Agli og Þórarni Inga. Talað var um fyrir leik að hugsanlega yrði samettu liði 2. og meistaraflokks teflt fram í þessum leik, en niðurstaðan varð sú að 2. flokkurinn kláraði dæmið og þurfti enga aðstoð þeirra eldri til þess. Frábær úrslit og mikil uppörvun fyrir strákana sem takast á við ekki smærra verkefni en U19 ára lið VALENCIA á morgun, sem hlýtur að teljast til mestu ævintýra þessara drengja á knattspyrnuferlinum. Þeim líður eins og sannkölluðum Evrópumeisturum í dag !! :)

Meistaraflokkurinn æfði 2svar í dag og voru þetta fyrstu æfingar Lee Paul, sem bættist í hópinn í gær. Hann er til reynslu hjá félaginu og mun hann hafa góðan tíma með okkur hér á Spáni til að freista þess að heilla þjálfara upp úr skónum þ.a. honum verði boðinn samningur. Andrew Mwesigwa ætlaði að bætast í hópinn á morgun, þriðjudag, en hann missti af flugi frá Uganda í dag þaðan sem hann átti eftir að fljúga til Nairobi, þá til Amsterdam, þaðan til Madrídar, þar sem hann átti að taka vél til Alicante til móts við hópinn. Þetta mun tefja komu hans a.m.k. um sólahring, vonandi ekki meira. Við vorum farnir að hlakka til endurfunda á morgun.

Í fyrramálið kl. 09:30 mun ÍBV spila gegn sænska liðinu Vesteras og fá því loks leik til að spreyta sig hér úti, en hér hefur verið æft stíft og sumir leikmenn eiga fullt í fangi með að ráð við álagið og hefur aldursforsetinn, Yngvi Borgþórs verið duglegur að segja þeim yngri hversu gott það sé að leggja sig milli æfinga og hvíla lúin bein. Endurkoma Yngva hefur verið hópnum gleðigjafi og liðsstyrkur en Yngvi fór einmitt síðast í æfingaferð þegar Atli Eðvaldsson var þjálfari liðsins. Ánægjulegt að hann hafi lagt svo mikið á sig til að komast í gott form og legga sitt af mörkum að félagið skili sér aftur sem það á heima, í efstu deild.

Tekið af
http://jonki.blog.is/blog/jonki/

3.4.2007 16:45
Fótbolti:
Gerðu jafntefli gegn Vesteras

2. flokkur leikur gegn Valencia í kvöld
   
   
Karlalið ÍBV í knattspyrnu gerði 1:1 jafntefli gegn sænska 1. deildarliðinu Vesteras en liðin mættust í dag í æfingaleik á Spáni.  Andri Ólafsson kom Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik en sænska liðið jafnaði í þeim síðari.  Eyjamenn leika svo á morgun gegn spænska liðinu Levante.

Byrjunarlið ÍBV var þannig skipað: Kolbeinn Arnarson, Pétur Runólfsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Páll Hjarðar, Anton Bjarnason, Stefán Hauksson, Yngvi Borgþórsson, Jonah Long, Ingi Rafn Ingibergsson, Andri Ólafsson og Lee Paul en sá síðastnefndi er til reynslu hjá ÍBV úti á Spáni.

Annar flokkur félagsins, sem lagði U-19 ára lið Lilleström í gær 4:1, leikur svo í kvöld gegn ungmennaliði Valencia og er mikil eftirvænting í herbúðum drengjanna að mæta Spánverjunum.

Þeim sem vilja fylgjast náið með gangi mála hjá drengjunum er bent á bloggsíðu Jóns Óskars Þórhallssonar, fararstjóra á veffanginu
http://jonki.blog.is/blog/jonki/.
4.4.2007 21:09
Knattspyrna:
Eyjamenn töpuðu 3:1 fyrir varaliði spænska úrvalsdeildarfélagsins Levante

Í dag lagði meistaraflokkurinn land undir fót og brá sér tilValencia, þar sem keppt var við Levante "B" sem er varalið Levante, sem leikur í La Liga eða spænsku úrvalsdeildinni. Lagt var upp með varnarleik og reyndist það vel framan af, enda um ansi flinka andstæðinga að ræða. Á lokamínútu fyrri hálfleiks komust heimamenn í 1-0 með góð skallamarki.

Ekki var langt liðið á síðari hálfleik þegar ÍBV fékk skyndisókn Þar sem Jonah Long átti stungusendingu innfyrir á "eldflaugina" Stefán Björn Hauksson og stakk hann varnar menn Levante af og lagði boltann fallega í netið. Levante komst svo aftur yfir og með skyndisókn eftir að gott færi ÍBV fór forgörðum og var það enginn annar á ferðinni en sjálfur Yngvi Borgþórs sem þrumaði boltanum óvart í eigið net þegar hann var að reyna að bjarga marki. Var skotið svo fast að boltinn fór með einhverjum hætti í gegnum netið á markinu.

Lokatölurnar urðu 3-1 fyrir heimamönnum í Levante "B" en menn eru sáttir við spilamennsku liðsins í þessum leik og ekki skemmir fyrir að einum úr hópnum var boðinn samningur hjá Levante. Á myndinni má sjá byrjunarliðið í leiknum.

Í hópinn bættist í dag Andrew Mwesigwa. Loksins kominn frá Uganda og skellti hann sér á æfingu með 2. flokki nú seinnipartinn meðan meistaraflokkurinn var á heimleið.

2. flokkurinn æfði tvisvar í dag fyrir utan þá stráka sem fylgdu meistaraflokki til Valencia.  Í kvöld ætla strákarnir að fylgjast með meistaradeildinni og finna góðan pizza-stað þar sem menn geta vonandi gert bæði í einu.

Tekið af bloggsíðu Jóns Óskars Þórhallssonar,
http://jonki.blog.is/blog/jonki/

http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6974


Hagræðing Sjálfstæðisflokksins í Vestm.????

4.4.2007 19:10
Skipulagsbreytingar í Safnahúsi:
Forstöðumönnum sagt upp

Lítið gert úr því faglega starfi sem hér er unnið segir forstöðumaður
Nanna Þóra Áskelsdóttir, forstöðumaður Safnahúss hefur fengið bréf frá Vestmannaeyjabæ þar sem henni er tilkynnt um starfslok og Hlíf Gylfadóttur, safnverði byggðasafnsins hefur verið sagt upp störfum. Hlíf staðfesti við Fréttir að fyrir síðustu helgi hafi henni borist uppsagnarbréf en vildi ekki tjá sig frekar um málið.



Nanna sem gegnt hefur starfi forstöðumanns Safnahúss í nítján ár segir að í bréfinu, þar sem henni er tilkynnt um starfslok, komi fram að ástæðurnar séu annars vegar að starfið verði lagt niður og hins vegar að verulegrar breytingar verði gerðar á starfi forstöðumanns Safnahúss.

“Ég var boðuð á fund á miðvikudag í síðustu viku og mér tilkynnt um þessa ákvörðun en ég er ekki búin að fá formlegt uppsagnarbréf. Mér finnst lítið gert úr því faglega starfi sem hefur verið unnið innan Safnahúss og því persónulega tengslaneti sem byggt hefur verið upp á undanförum árum. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir þeirri vinnu sem fer fram innan safnsins og það þarf mörg handtök áður en gögn eru komin upp í hillu. Við erum með mjög hátt þjónustustig á landsvísu og ef menn ætla að byggja upp menntasetur í Vestmannaeyjum þá er öflugt og gott bókasafn einn þeirra grunnþátta sem verða að vera í lagi.”

Skipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðs menningarhúss
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagði Vestmannaeyjabæ fyrirhuga að innleiða nýtt skipurit í Safnahúsi. “Forstöðumaður bókasafns verður ekki lengur yfirmaður Safnahúss heldur eingöngu bókasafns. Forstöðumaður byggðasafnsis er hugsaður sem forstöðumaður alls Safnahússins."

Elliði sagði að inn í umræðu um safnahúsið blandist einnig sú staðreynd að Vestmannaeyjabær hyggur nú á stórfelldar breytingar á rekstri safnamála vegna uppbyggingar á safna- og menningarhúsi í Vestmannaeyjum.  “Þannig var á fundi bæjarráðs skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að hefja hið fyrsta undirbúning byggingar á menningarhúsi í Vestmannaeyjum og með tilkomu þess verða miklar breytingar á safna og menningarstarfi í Vestmannaeyjum.  Starfshóp þennnan skipa skipa þau Gunnlaugur Grettisson, Magnús Bragason, Frosti Gíslason og Karítas Gunnarsdóttir.

Þessi væntanlega uppbygging á menningarhúsi hefur þó ekki ein og sér úrslita áhrif á boðaðar breytingar á skipuriti heldur væri nú sem áður verið að leita allra leiða til að hagræða í rekstri. Við safnið eru nú 10 starfsmenn í 7,27 stöðugildum. Þar af er einn starfsmaður í 50% starfi við starfsþjálfun og 2 starfsmenn í tveimur 50% stöðugildum við átaksverkefni. Heildarkostnaður við rekstur Safnahússins er um 53 milljónir á ári og að langmestu leyti er þar um að ræða launakostnað.  Þá er óþarfi að draga yfir það fjöður að starfsmannamál í Safnahúsinu hafa verið mjög til umræðu meðal starfsmanna þess og ítrekað hafa þeir óskað eftir að breytingar yrðu gerðar til að skerpa á starfslýsingum, auka hagkvæmni og efla starfsanda í húsinu. Staða yfirmanns bókasafns verður auglýst fljótlega en staða yfirmanns byggðasafns og menningarhúss síðar.”

Að öðru leyti vildi Elliði ekki tjá sig frekar um málið þar sem ekki hefði verið samið við starfsmenn um þeirra starfslok. Bæjarráð samþykkti að styðja fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á starfsemi og störfum safnahúss á fundi sínum sl. mánudag.
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir.asp?View=Article&ID=6971

Enn einusinni þarf Sjálfstæðisflokkurinn í Vestm. að hagræða hjá sér störf.
Svo ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að hafa efni á að reisa menningarhús. Sem er reyndar búið að taka alltof mörg ár að ákveða reisa það............

Eyjapeyjar Íslandmeistarar skólaskáksveita

1.4.2007 22:50

Fyrsti Íslandsmeistaratitill í sveitakeppni í skák til Vestmannaeyja:

Eyjapeyjar Íslandsmeistarar skólaskáksveita

unnu sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í september

 skakpeyjar

 

Frábær árangur hjá þessum ungum eyjapeyjum. Og vil ég óska þeim til hamingju með áranginn.


A-sveit Grunnskóla Vestmannaeyja fagnaði sigri í Íslandsmóti barnaskólaskáksveita í skák en mótinu lauk fyrr í dag.  Þá varð B-sveit Grunnskóla Vestmannaeyja í sjötta sæti sem er mjög góður árangur og urðu Eyjamenn efst allra B-sveita mótsins.


Meira

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband