Sennilega mersta veðurhæð til marga ára á Stórhöfða..................

Sennilega eitt mesta veðurhæð í október á Stórhöfða

 

KL.6:50: Mesta veðurhæð 43,443 m/s. 10 mín. meðalvindhraða. Og vindhviða upp í 52,561 m/s

kl. 7:00: 43,654 m/s. 10 mín. meðalvindhraði.

Nýtt kl. 7:40: 44,6 m/s 10 mím. meðalvindur. Og vindhviða upp í 52,7 m/s. Og er þetta sennilega mesta veðurhæð síðan árið 1991. Enn ég ætla ekki að ábyrgjast það.

Set inn tölur fljótt ef það skyldi slá þessar tölur við.

10.2009

Ótitlað

xx

Skrifað 9.10.2009 kl. 7:53 af Pálma Frey

Bein slóð á færslu

 


mbl.is Mikið óveður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farið varlega feðgar - og drepið ykkur ekki fyrir vísindin!!

Helga Hallbergsd

Helga Hallbergsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 07:16

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Við erum í mjög traustu húsi Helga

Pálmi Freyr Óskarsson, 9.10.2009 kl. 08:03

3 identicon

Já þetta er líklega með því versta síðan 1991.

Það ár bjó ég í Eyjum. Mig minnir að versta óveðrið sem þá kom yfir Eyjarnar hafi verið að vetrarlagi fyrri part árs. Ég var munstraður á lítinn trébát sem hét Sigurvík og planið var að fara á sjó um nóttina enda var spáð hægri norð-austan átt og allt leit vel út. Sem betur fer var ekkert stress á karlinum og ekki farið að kíkja á þetta fyrr en seint um nóttina.

Það var sjálfhætt við að fara á sjó vegna þess að veðrið hafði þá skollið á með látum. Það fauk ansi margt þennan daginn. Klæðning flettist utan af nokkrum húsum. Fiskikör fuku langt upp í hlíðar á Klifinu ofl. "skemmtilegt" gekk á.

Ég gleymi þessu seint en ég fór austur á hraun til skoða hvernig væri umhorfs í svona óveðri. Hávaðin og drunurnar voru ógurlegar þegar sjórinn lamdi hraunið og það sem mér þótti hvað magnaðast var að þegar aldan skall á sunnanverða Bjarnarey, þá skreið hún óbrotin upp í miðja kletta, brotnaði þar og restin frussaðist svo yfir eyjuna. Það var tilkomumikil sjón og skrítið að horfa á Bjarnarey eins og lítið sker í ólgusjónum.

Uppi á landi flæddi allt út um allt t.d. á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Ótrúlegur dagur.

Bið að heilsa í Eyjarnar og farið þið varlega þarna úti í Höfða

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband