Þetta kallast..........

................RYKMISTUR samkvæmt reglubók VÍ ársins 1992.

WW 05 Þurramistur (stafar mestmegnis af þurrum rykögnum, ósýnilegum með berum augum).

WW 06 Rykmistur. Í loftinu er ryksveikmur, en rykið þyrlast þó ekki upp á athugunarstaðnum eða í grennd við hann á athugunartíma. Rykagnirnar eru a.m.k. að einhverju leyti sýnilegar með berum augum.

 WW 07 Litilsháttar moldrok, eða sandfok. Í loftinu er sveimur af ryki eða smágerðum  moldar- og sandflögnum, sem þyrlast upp á athugunarstaðnum eða grennd við hann. Ekki sjást þó greinilegir ryk- eða sandstrókar né sanbylur, og ekki dregur verulega úr skyggni á athugunarstað.


mbl.is Moldrok í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Rykmistur í grennd gæti lýst þessu best ef það væri til.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2009 kl. 17:55

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Það er spurning hvað þú kallar í grennd. Upphaf rykmistarnirnar yfir Reykjavík kemur langt frá, þannig að þetta getur varla  kallast í grennd.

Pálmi Freyr Óskarsson, 24.8.2009 kl. 18:44

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta var nú bara útúrsnúningur í mér, en þó ekki alveg. Rykmistrið lá ekki mikið yfir borginni en það mátti sjá það í grennd yfir Kollafirðinum þar sem það kom út úr Mosfellsdalnum, en var sjálfsagt upprunnið lengra inn til til landsins.

Emil Hannes Valgeirsson, 24.8.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband