Heimsmethafinn í vitanum:
Í forsýningarlok. Frá vinstri: Kristín Jóhannsdóttir, Elliði Viðarsson, Jón Karl Helgason, Óskar J. Sigurðsson og Pálmi Freyr Óskarsson.
19. júní kl. 11.15 |
Heimsmethafinn í vitanum: |
Frábær heimildamynd um fjölbreytta starfsemi í Stórhöfða |
Áhorfendur klöppuðu vel og lengi í sýningarlok |
Í gær var kvikmyndin Heimsmetahafinn í vitanum forsýnd í Bæjarleikhúsinu fyrir fullu húsi. Það er Jón Karl Helgason, kvikmyndagerðarmaður sem er leikstjóri myndarinnar en handritið unnu hann og Kristín Jóhannsdóttir. Myndin fjallar í stuttu máli um Stórhöfða, sögu Óskars J. Sigurðssonar vitavarðar og hans störf á Stórhöfða. Áhorfendur kunnu greinilega vel að meta myndina og klöppuðu vel og lengi í sýningarlok.
Í myndinni er komið inn á uppvaxtarár Óskars, sem helst vildi vera í Stórhöfða allar stundir en vegna skólagöngu þurfti hann að dvelja í bænum hjá góðu fólki eins og hann segir sjálfur. Hann lét það þó ekki eftir sér að ganga reglulega sex kílómetra leið frá bænum og út í Stórhöfða til að komast heim, jafnvel í slæmum vetrarveðrum.
Þá er einnig komið inn á þau fjölmörgu störf sem þeir feðgar inna af hendi í Stórhöfða. Fyrir utan veðurathuganir á þriggja tíma fresti, hefur Óskar séð um rekstur Stórhöfðavita og er jafnframt síðasti vitavörður landsins. Þá safnar Óskar ýmsum gögnum fyrir náttúrurannsóknir og hefur Stórhöfði getið af sér gott orð meðal vísindamanna um allan heim, bæði fyrir vönduð vinnubrögð og góðar aðstæður. Þá er einnig fjallað ítarlega um fuglamerkingar Óskars, sem er heimsmetahafi í fuglamerkingum. Óskar aðstoðaði m.a. við rannsókn á vetrarstað lundans en tuttugu lundar voru merktir með staðsetningartækjum. Í ljós kom að lundarnir halda sig undir Hvarfi á Grænlandi og allt suður í mitt Atlantshaf yfir vetrartímann.
Heimsmetahafinn í vitanum er góð heimildamynd og frábær heimild um þá fjölbreyttu starfsemi sem unnin er í Stórhöfða. Jóni Karli hefur tekist að fá þá feðga í lið með sér sem gerir myndina enn betri en myndin var í þrjú ár í vinnslu. Áætlað er að forsýna myndina einnig í Reykjavík á morgun, laugardag en eftir það verður hún send á kvikmyndahátíðir um allan heim.
http://www.sudurlandid.is/Eyjafrettir/?p=101&id=29386
Síðasti vitavörðurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.