Ég legg til

.........að sýslumaður einsog Ólafur Helgi verður settur frekar í því að handtaka þá menn sem skulda íslensku þjóðinni marga milljarða,  þ.a.s fyrrverandi og núverandi eigendur bankana. Svo líka alþingismenn, ríkistjórnina, fjármálaeftirlítið og Seðlabankann, og þá aðallega Davíð nokkur Oddson. Enn þetta er fólkið sem ber mikla ábyrgð að þessi 370 manns í Árnessýslu skulda.

Þetta er svona svipað með þá sem búa til vandamálið fíkniefni. Þeir nefnilega sleppa oftast, enn þeir sem selja það fá stærsta skellinn.

E.s. Arnþrúður Karlsdóttir segir að samkvæmt íslenskum lögum sé skuld ekki glæpur. Og því er þetta heimildarlaus aðgerð hjá lögreglunni. Og ef fólk lendir í því að vera handtekinn fyrir að skulda, þá skal viðkomandi tafarlaust að biðja um lögfræðing.


mbl.is 500 mál enda hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Fólkið er ekki handtekið beinlínis, né fangelsað. Með handtöku í þessu tilfelli er átt við þá aðgerð lögreglu að sækja fólk, t.d. á heimili eða vinnustað og fylgja því (óhandjárnuðu) á skrifstofu sýslumanns þar sem fjárnámið er klárað, sem tekur kannski 5-10 mínútur. Síðan má fólkið fara.

Í þessa aðgerð er einungis farið þegar gerðarþoli hefur ítrekað ekki mætt. Þar áður er búið að boða allavega einusinni, svo er sent ítrekunarbréf, svo hefur lögreglan samband og hvetur menn til að mæta, svo síðast er farið í þessa svokölluðu handtöku. Þetta ferli getur tekið marga mánuði og því nóg af tækifærum fyrir gerðarþola að mæta.

Muddur, 20.1.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Muddur

Fjárnám sem lokið er árangurslaust (sem þýðir að engar haldbærar eignir séú til staðar sem tryggt geti kröfuna), er svo ekkert annað en yfirlýsing um að viðkomandi geti ekki greitt skuld sína. Viðkomandi getur svo alltaf fengið fjárnámið fellt úr gildi ef t.d. um skattáætlun er að ræða eða annarskonar skuld sem leiðrétt er.

Muddur, 20.1.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband