Loksins virðist hann ...........

.................Guðlaugur Þór vera gera einhvað sem heilbrigðisráðherra. Enn einhvað virðist hann vera allveg útá þekju með þessar hugmyndir sínar. Sem kemur kannski ekki á óvart þar sem hann hefur lítlar þekkingu á heilbrigðismálum með BA-próf í stjórnmálafræðum í vasanum.

Stjórnarsáttmáli

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Geirs H. Haarde segir eftirfarandi um heilbrigðisþjónustuna sérstaklega:

Örugg heilbrigðisþjónusta og vímuefnavarnir

Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða. Leggja á stóraukna áherslu á forvarnir á öllum sviðum og stuðla að heilbrigðari lífsháttum. Leita á leiða til að lækka lyfjaverð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. Kostnaðargreina á heilbrigðisþjónustuna og taka upp blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag. Nauðsynlegt er að bregðast hart við aukinni vímuefnavá með öflugri fræðslu og forvörnum, stuðningi við fjölskyldur í vanda, fjölbreyttum meðferðarúrræðum og hertri löggæslu. Ríkisstjórnin leggur sérstaklega áherslu á að meðferðarúrræði séu nægjanleg fyrir þá sem ánetjast vímuefnum og tryggt sé að þjónusta á þessu sviði sé samþætt og markviss og gagnist öllum hópum sem á þurfa að halda. Fylgja þarf eftir áætlunum um uppbyggingu fangelsa.

Sjá nánar: Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Geirs H. Haarde

Tekið af http://www.heilbrigdisraduneyti.is/radherra//nr/2507


mbl.is Vinnubrögðin nísta inn að hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband