Langar þér í þyrlu .................

img_4794

http://www.pebs.is/photos/yrla_magnsar_kristinssona/img_4794.jpg

Lúxusþyrla Magnúsar til sölu

grein_4135

Bell lúxusþyrlan sem Magnús Kristinsson, eigandi Toyotabílaumboðsins og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur nýtt undanfarin misseri er til sölu. Magnús hefur m.a. notað þyrluna vegna tíðra ferða milli lands og Eyja. Þyrlan er til afhendingar strax, að því er fram kemur í sölulýsingu. Formlega er þyrlan raunar í eigu Þyrluþjónustunnar en Magnús skuldbatt sig til að kaupa tiltekið magn ferða með henni og tryggja þannig stóran hluta fasts kostnaðar.
Vélin er auglýst hjá Helicopter Exchange. Þar kemur fram að framleiðsluár hennar er 1998 en hún var afhent ný árið 1999. Eigendur frá upphafi eru tveir.
Að frátaldri tæknilýsingu vélarinnar kemur fram að hún er græn að lit með gylltum og rauðum röndum. Af lýsingu og myndum að dæma er innrétting þyrlunnar afar glæsileg. Hún er búin ljósdrapplitum leðursætum og litur gólfteppis er í stíl við sætin. Milli farþegarýmis og stjórnklefa er rafknúin “límósínurúða” og gler vélarinnar er skyggt. Veitingageymsla er að sjálfsögðu um borð sem og hljómtæki með snertitakkabúnaði auk tveggja síma. Innréttingin er öll viðarskreytt með rósaviði. Handföng eru gulli slegin.
Ekkert er tekið fram um söluverð þyrlunnar.

http://t24.is/?gluggi=grein&tegund=frett&id=4135

 


mbl.is Græna lúxusþyrlan til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

langar þig

obk (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:01

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Einsog samgöngur háttar milli lands og Eyja, þá mundi maður ekki veita af þyrlu. Enn maður er ekki eins efnaður og MK.

Pálmi Freyr Óskarsson, 5.11.2008 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband