Til hamingju Barack Hussein Obama

Barack Hussein Obama yngri (fæddur 4. ágúst 1961) er fulltrúi Illinois í öldungadeild bandaríska þingsins. Samkvæmt heimildum sögudeildar bandarísku öldungadeildarinnar er Barack fimmti blökkumaðurinn sem setið hefur í öldungadeildinni og sá eini sem situr þar á núverandi þingi.

Barack Obama fæddist í Honolulu á Hawaii þann 4. ágúst 1961. Faðir hans, Barack Hussein Obama eldri var skiptinemi þar, en hann kom þangað frá Kenýu. Móðir hans, Ann Dunham kom frá Kansas, nánar tiltekið frá stærstu borg fylkisins, Wichita.

Þann 10. febrúar árið 2007 tilkynnti Obama að hann ætlaði að bjóða sig fram til þess að vera fulltrúi demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008. Aðalkeppinautur hans var Hillary Clinton. Barátta þeirra var löng og tvísýn framan af, en eftir því sem á leið jókst forskot Baracks Obama og lauk með því að Hillary Clinton játaði sig sigraða.

barack-obama-capitol

 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband