Þetta er búið að...........................

......taka skammarlega langann tíma hjá íhaldinu að bæta samgöngur milli lands og Eyja.

Og í dag þurfum að treysta á 16 ára gamalt skip (eða er hann kannski eldri?). Allavega þurfum að þola hann meira enn tvö ár í viðbót, með auknum hættum á að hann bili hvar og hvenær. Og ekki er það bjóðandi í vetrarveðrum milli lands og Eyja.

Bakkafjara verður sennilega aldrei bylting í samgöngum milli lands og Eyja, nema þá um hásumar þegar veður er stillt, og þó. Enn á veturnar lít ég á Bakkafjöruhöfn með hryllingi.

Til dæmis við sem þurfum að fara á veturnar í íþróttakeppnisferðir þurfum kannski að bíða eftir hvort það sé fært yfir. Sem getur verið mjög óþægilegt fyrir íþróttafólk að geta ekki einbeitt sér að leikjunum sem er framundan. Heldur mun bættast við að hafa áhyggjur hvort og hvenær maður kemst á leikstað.

Enn vonandi hef ég rangt fyrir mér, og þetta verður frábær samgöngur.

Áfram jarðgöng

Útboð nýs Herjólfs.

scan0013

Mynd: Herjólfur fyrsti? Afsakið hvað myndin er illa skönnuð. Maður er nefnilga nýr í skanninu.


mbl.is Tilboð opnuð í nýjan Herjólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

16 ár er ekki hár aldur hjá skipum.  Hvað er málið með núverandi Herjólf, hvaða ókosti hefur hann sem þörf er á að bæta úr með nýrri ferju?  Fróðlegt væri að heyra í þeim sem ferjuna nota um þetta.  Kveðjur til Eyja með von um gnótt sandsíla og góða tíð hjá lundanum.

Hallgrímur Halldórsson (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

 Sæll, Hallgrímur.

Mér finnst nú 16 ár (verður 18+ þegar Bakkafjöruhöfn "verður tilbúinn 2010") vera nokkuð hár aldur á farþegaskipi sem er búið að sigla í marga tíma milli lands og Eyja. Enda er vélin og búnaður farin að bila nokkuð oft núorðið.

Svo verður núverandi Herjólfur ólöglegur 1. janúar 2010, samkvæmt reglur um farþegaflutninga.

Serðu marga bíla eldri enn 10 ára á götum íslands??? Nei. Hvers vegna ekki? Hmmm.......ætli nýjir bílar séu ekki hagkvæmari í rekstri og öruggari.

Sambandið við lundann, þá lítur það mjög illla út hjá lundapysjunni í ár vegna fæðuskort. Enn vonandi kemur betri tíð hjá lundanum.

Kveðja tilbaka.  

Pálmi Freyr Óskarsson, 14.8.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband