
4 hvítlauksrif
2 sætar kartöflur
1 brokkolihöfuð
1 pk. minimais
1 paprika
1 dós tómatar
2 matsk. karrý
2 matsk. mango chutney
1.3 lítrar vatn
2 fiskitengingar
1 dós kókosmjólk
500 gr. ýsa eða lax
100 gr. rækjur
Grænmetið skorið smátt og mýkt ásamt karrýinu í ólífuolíu. Tómötunum + safa hellt yfir, mango chutney, vatn og fiskkraftur sett út í og látið sjóða í ca. 15 mín.
Kókosmjólkinni bætt út í súpuna.
Fiskurinn skorinn í litla bita, settur út í súpuna og látið sjóða í 2-3 mínútur. Að lokum er rækjunum bætt út í og hitað að suðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.