Athugasemdir

1 identicon

Það er gott og blessað að símafélögin komi upp sendum hvert í kapp við annað. Ég er bara hræddur um að loftnetin og búnaðurinn þoli ekki vetrarveðrin á hálendinu. Reynslan hefur sýnt að snjór og klaki hefur brotið niður loftnetin  frá björgunarsveitunum og 4X4 á háum fjöllum þrátt fyrir góðan frágang. Talið er að elding hafi grandað sendunum frá þessum aðilum á Hlöðufelli síðastliðinn vetur. Mér sýnist á sumum myndum sem ég hef séð að sum loftnetin muni varla þola klakabrynjuna.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 20:41

2 identicon

Sæll

Frábært að uppbygging á langdrægu GSM sé að gerast, Klöppum svo fyrir Vodafone að byrja á þessu verkefni seinni partinn á síðasta ári.....veit að margir peyjar eru glaðir að geta hringt heima úr GSM frá ballarhafinu og þurfa ekki að bíða í röð við eina NMT símann eða að þurfa að klæmast úr brúnni í votta viðurvist.  (Síminn hefur haft 12 ár til þess að byrja á þessu verkefni en gerði ekki neitt,,,,og hefði ekki gert neitt ef þeir hefðu fengið að ráða).

Rétt er það að ísingin hér á klakanum (fastalandinu) er ansi mikil.  En á mörgum stöðum eru notuð stefnuvirk loftnet (panel) sem eru fest á möstrin bæði uppi og niðri, en ekki stangir sem standa upp í loftið eins og 4x4 og björgunarsveitirnar nota fyrir sína endurvarpa.  Þessi panel loftnet eru í notkun víða á hálendinu og hafa t.d. verið á Skálafelli til margra ára án þess að það þurfi að skoða þau.....og eins og við þekkjum báðir þá er þar veðra víti,,,,bæði vindur og mikil ísing.  Vodafone byggði GSM kerfi á miðhálendi Íslands í byrjun ársins og veit ég fyrir víst að engin loftnet hafa gefið sig hjá þeim þenna vetur.

kv Trölli

LoftnetaTröllið (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband