3 ára fangelsi fyrir nauðgun
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 19 ára gamlan karlmann í 3 ára fangelsi fyrir að nauðga 19 ára gamalli stúlku á salerni Hótels Sögu í mars á síðasta ári. Héraðsdómur sýknaði manninn af ákærunni í júlí á síðasta ári en Hæstiréttur ómerkti dóminn og sendi málið aftur heim í hérað.
Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í bætur og tæpar 2,8 milljónir í málskostað.
Fjölskipaður héraðsdómur segir, að reisa beri niðurstöðu málsins á traustum framburði stúlkunnar en ekkert hafi komið fram í málinu, sem dragi úr trúverðugleika hennar. Talið sé sannað, að maðurinn hafi ýtt stúlkunni inn á salernisbás í kjallara Hótel Sögu og að hann hafi girt þar niður um hana sokkabuxur og nærbuxur. Því næst hafi hann með ofbeldi þröngvað henni til kynferðismaka.
Stúlkan staðhæfði að hún hefði frosið í upphafi atburðarásarinnar inni á salerninu og fundist eins og hlutirnir væru ekki að gerast og hún verið dofin. Síðar hafi hún rankað við sér og reynt að komast frá manninum en hann varnað henni för út af salernisbásnum. Loks hafi henni tekist að komast fram á ganginn.
Dómurinn segir, að þetta athæfi mannsins sé metið sem ofbeldi í skilningi hegningarlga. Brot mannsins hafi verið ófyrirleitið og til þess fallið að valda stúlkunni verulegum skaða. Hann eigi sér engar málsbætur.
Dómurinn telur að Hæstiréttur hafi á liðnum misserum þyngt refsingar vegna kynferðisbrota almennt og er refsingin ákveðin með hliðsjón af því en einnig er tekið tillit til þess dráttar sem varð á meðferð málsins.
Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna
Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í dag úr gild lög í einstökum ríkjum Bandaríkjanna sem heimila aftökur á þeim sem dæmdir eru fyrir að nauðga barni. Af níu dómurum í Hæstarétti greiddu fimm atkvæði með því að fella lögin úr gildi en fjórir voru því andvígir.
Segir í niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar að lög sem heimila aftökur á þeim sem dæmdir eru fyrir nauðgun á börnum brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrár landsins sem kveða á um bann við grimmilegum og óvenjulegum refsingum.
Dauðarefsing er ekki viðeigandi refsing fyrir nauðgun á barni," skrifaði Anthony Kennedy, dómari við Hæstarétt. Í Bandaríkjunum hefur enginn verið tekinn af lífi fyrir annan glæp en morð í 44 ár.
Patrick Kennedy, 43 ára, var dæmdur til dauða fyrir að nauðga átta ára gamalli stjúpdóttur sinni í Louisiana. Hann er annar tveggja í Bandaríkjunum sem hafa verið dæmdir til dauða fyrir nauðgun, þar sem fórnarlambið hélt lífi. Í báðum tilvikum voru viðkomandi dæmdir í Louisiana.
Árið 1977 lagði Hæstiréttur Bandaríkjanna bann við dauðarefsingum fyrir nauðganir á fullorðnum einstaklingum. Þau ríki sem hafa heimilað dauðarefsingu fyrir nauðgun á barni eru auk Louisiana: Montana, Oklahoma, Suður-Karólína auk Texas. Í flestum ríkjanna er kveðið á um að viðkomandi hafi áður verið dæmdur fyrir nauðgun á barni.
Hvort er betra????? Mitt svar er hvorugt.
Það íslenska finnst mér taka of vægt og það bandríska of hart, vegna þess að það er oftast erfitt að sanna nauðgun 100%.
Gaman að vita hvað hinn sjálfskipaði postuli og bandaríkjavinur hann Jón Valur segir um þennan bandríska dóm.
Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rape is without doubt deserving of serious
punishment; but in terms of moral depravity
and of the injury to the person and to the public,
it does not compare with murder, which does
involve the unjustified taking of human life. . . .
The murderer kills; the rapist, if no more than
that, does not. Life is over for the victim of the
murderer; for the rape victim, life may not be
nearly so happy as it was, but it is not over and
normally is not beyond all repair. We have theabiding conviction that the death penalty, which
is unique in its severity and irrevocability, is an
excessive penalty for the rapist who, as such,
does not take human life.
Supreme Court of the United States (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:26
Jahá... þetta er soldið erfitt að bera saman þetta því þetta eru atvik af sitthvorri tegund... eitt er eitt má en hitt breyting á lögum almennt.. en skil hvað þú átt við..
Það er að vísu mjög erfitt að sanna nauðgun þótt þetta mál á Hótel Sögu er líklega alvöru nauðgun en maður veit aldrei... köld eru kvennaráð og margar stelpur sem sofa hjá gaurum og daginn eftir "ég kæri þig"
En já, dómsvaldið í Bandaríkjunum er svakalegt. Enda þegar ég fer þangað hræðist ég frekar dómsvaldið heldur en glæpina.
Ef svertingi stingur þig með hnífi í húsasundi þá er það bara "dekur" m.a.v. að lenda í kasti við lögin í USA... varla maður þori að hrækja tyggjói á göturnar við að verða böstaður og fá LIFE time sentence in Wallington State Prison, ... next case!!
Gassi (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.