Frétt af Eyjafréttir.is

4249a231f4cead74a7763134789100e5_Klif_grjothrun

29. maí kl. 16.35

Jarðskjálftinn fannst vel í Vestmannaeyjum:

Eins og að vera fleka úti á sjó

-Hrundi úr Klifinu

Öflugur jarðskjálfti sem varð klukkan 15.45 og var samkvæmt síðustu upplýsingum 6,7 á Ricther og átti upptök sín suðvestur af Selfossi fannst vel í Vestmannaeyjum.

 

Skjálftinn byrjaði eins og hæg bylgja sem virtist vera að fjara út þegar hún reis aftur og var tilfinningin eins og að vera á fleka úti á sjó. Fólk flykktist út á götu en ekki er vitað um slys. Mikið rauk norðan úr Klifinu sem bendir til þess að stór stykki hafi hrunið þar í sjó fram.  Einnig varð hrun úr Klifinu á móts við Eiðið og stórt bjarg skoppaði niður hlíðina. Stoppaði það á mön ofan við veginn sem gerð var eftir skjálftana sumarið 2000 þegar grjót fór yfir veginn.

Einnig var hrun í Herjólfsdal

Ekki er kunnugt um tjón á eignum í Eyjum


mbl.is Sjúkrabílar sendir austur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Svakalega voru menn heppnir að grjótið skyldi hafa stoppað svona rétt fyrir framan myndavélina....

Liberal, 29.5.2008 kl. 17:17

2 identicon

Hvernig ætli jarðgöngin litu út núna ef þau væru komin? Ekki vildi ég vera að keyra þar í gegn við svona aðstæður.

xXx (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Liberal: Ætli myndin sé ekki tekið eftirá. Svo er búið að gera varnargarð fyrir svona grjóthrun þarna (reyndar mætti hafa þennan varnargarð stærri).

XxX: Ekki er höfn í Bakkafjöru betra ef flóðbylgja fer þar yfir einsog einhverjir sérfræðingar segja að geti gerst á þessu svæðið. Ef við ötlum að koma með svona rök gegn jarðgöngum, þá ættum við ekki að búa í Vestmannaeyjum, vegna að við búum á eldvirkum stað. Reyndar ættum við ekki eiga heima á stað einsog Íslandi. Enn við gerum það þrátt fyrir allar hætturnar sem við búum við. Jarðgöng er ekkert verra enn einhvað annað. Kannski bara skömminni skárra ef það verður byggt almennileg jarðgöng milli lands og eyja. Vegna þess að þau eiga vera þannig byggt að þau eiga að geta virka einsog kafbátar i einhverntíma. Sem ætti vera öruggari enn sökkvandi skip, eða hrapandi flugvél. Svo er ökumenn bíla í alltaf í stórhættu vegna duttlunga náttúrunar.

Þannig að þetta er mjög léleg rök hjá ykkur jarðgangaandstæðingum.

Pálmi Freyr Óskarsson, 29.5.2008 kl. 19:45

4 identicon

Já félagi það er vitað mál að það er stórhættulegt að lifa. Þetta með báta bíla og flugvélar eru engin rök. Það er líka stórhættulegt að ganga yfir götu.

xXx (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

XXX: Ef síðasta athugarsemdarfærsla hér að ofan er ekki nógu góð rökfærsla hjá mér, þá veit ég ekki hvað rök eru.

Það er ekki hægt að segja að jarðgöng séu einhvað óöruggari samgöngur enn með skipi, flugvélum eða í bifreiðum, í nátturuhamförum einsog jarðskjálfta, eða vegna óveðurs.

Þér finnst það vera stórhættulegt að fara yfir götu. Enn samt tekur þú áhættu að fara yfir götuna vitandi það að bíll getur keyrt á þig.

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.5.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband