.......sína hlið á því sem gerðist á átakasvæðinu í dag.
Og þar sem ég er mjög hlyntur því að sumir geti tjá sig án þess að þurfa segja til rétta nafn sitt, þá ætla ég færa þessa athugunarsemd yfir í sérfærslu. Þar sem þetta er engan hátt meiðandi, nema þá á lögreglu.
Hinns vegar mun lögreglan kæfa þetta mál sér hag, þannig að þótt að það sé augljóst að þarna einhvað verulega misbrestur hjá lögreglunni. Enn þeir geta gert mistök. Enn eru mistök ekki til að læra af.
Hér er athugunarsemdin frá "Mótmælanda":
Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:02
Svo er einn nýr Moggabloggari með gott blogg um þetta hér.
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Miðvikudagur, 23. apríl 2008 (breytt 24.4.2008 kl. 04:12) | Facebook
Athugasemdir
Gott að þarna er kominn einhver sem kann að haga orðum, var á svæðinu og ekki með allt vaðandi í stafsetningavillum.
Ég var ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu en hef samt sem áður fylgst grannt með gangi mála.
Það sem ég hef lesið, heyrt og séð hefur hingað til virkað á mig þannig að lögreglan hafi gert það sem rétt var. Ég verð að viðurkenna að illa skrifaðar athugasemdir sem eru skrifuð í bræði (skoðið t.d. athugasemdirnar við youtube videoið) og að því er virðist án nokkurar umhugsunar (meira að segja blótsyrðin eru ekki rétt skrifuð og oft er lítið annað í athugasemdunum), virka hreinlega öfugt á þann sem les þau. Þessi athugasemd Mótmælanda hér að ofan er hins vegar eitthvað sem fær mann til að hugsa.
Athugasemd Einars hinsvegar er órökstudd hinsvegar og bætir í raun engu við umræðuna. Sennilega bara einhver að reyna að reita fólk til reiði?
tommi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 22:34
Ég sá svo sem bara myndirnar í sjónvarpinu, en þær sýndu mér ósveigjanlega og ómanneskjulega óeirðalögreglu, sem hafði ekkert erindi í friðsöm mótmæli. Takk fyrir að pósta þessari frásögn frá fyrstu hendi.
Þessi dagur er blettur á sögu lögreglunnar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:13
Já, þarna voru menn í mesta sakleysi að brjóta lög í tíunda skiptið eða svo.
Skilda lögreglunnar er að skerast í leikinn þegar fólk brýtur lög. Þessir aðilar hafa margt oft fengist að komast upp með að brjóta lög án ákæru. En hvað getur lögreglan svo gert þegar hún hefur fengið nóg af uppátækjum lögbrjóta sem í þetta skiptið neituðu með öllu að færa bílana?
Þar sem hún er skildug til að gera eitthvað má hún ekki bara yfirgefa svæðið eða bíða eftir að fólk hætti að brjóta lögin. Það eina sem hún getur gert er að færa burt það sem er á veginum, trukka og fólk.
Ekki myndi ég vilja fá það hlutverk að þurfa að færa ósamvinnuþýðan fullvaxinn mann af veginum eða inn í lögreglubíl. Það er þó það sem lögreglan þarf að gera og þá er skárra að beita piparúða heldur en að slasalögreglumennina við að fást við 80 fúla menn.
Gunnar Geir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:25
Takk, Mótmælandi. Þú skilar miklu betur því sem ALLIR hinir hafa verið að segja um málið.
Anna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:32
Mótmælandi klikkar á einu grundvallaratriði.... Trukkabílstjórar eru ekki að mótmæla háu bensínverði og hafa aldrei verið að gera það. Trukkarnir þeirra nota nefnilega ekki bensín...
En í þessu er einmitt hundurinn grafinn hvað varðar þessi "mótmæli" bílstjóranna, það veit enginn hverju þeir eru að mótmæla, sem aftur verður til þess að maður fær það á tilfinninguna að þetta séu menn sem eru einfaldlega að leita sér að slagsmálum við lögguna, og það sýndi sig í dag.
Meðmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:47
<>nú er það þannig að ég er einn af þessum mótmælendum og málið er að á meðan við stöndum ekki upp og gerum eitthvað í okkar málum annað en að sitja við borð og röfla um hlutina þá er málið ekki flókið "engin árangur"
<>en atvikið í morgun er bara byrjun á frekari aðgerðum "STAZI" þeirri íslensku þar sem margar greinar hengingarlaga eru brotnar skemmdarverk unnin á bílum sem voru á stæðum UTAN vegar, og svörin sem gefin voru þegar spurt var hvort þeir hefðu heimild til að fjarlæga bíla sem ekki voru á götunni var svarið " okkur er alveg sama ef við höfum ekki heimild þá bara fer þetta sína leið í dómskerfinu en bílana fáið þið ekki í bráð" sem sagt þeim er alveg sama um lög og reglur og afhverju á okkur ekki að standa á sama líka. ritað er að EKKI megi nota pipargas nema nauðsyn beri til, ekki gat ég séð að það væri nauðsynlegt að nota piparúða á óvopnaða rólega menn sem voru að mótmæla, ekki var það svo að leiðin út úr bænum væri lokuð, engöngu þessi partur hægt vað að komast í gegnum norðlingaholtið. það var engöngu skipun dagsins að "láta þá finna fyrir valdinu" svo senda þeir rétt rúmlega unglinga með úða, kilfur og skildi á móti hinum almenna borgara sem voru þarna til að fylgjast með en því miður urðu á milli
Rúnar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:54
Já ég er nokkuð sammála þér Meðmælandi.
Og ég hef reyndar lengi haldið að þessir bílstjórar séu að sigla undir fölsku flaggi með því að segjast vera að mótmæla háu bensínverði. Fyrst þeir geta ekki dottið í hug að leggja þessum trukkum sínum fyrir framan bensínstöðvar, þá er þetta að verða afar ótúleg mótmæli hjá þeim.
Pálmi Freyr Óskarsson, 24.4.2008 kl. 00:10
svo ég svari "meðmælanda"
við erum að berjast fyrir lækkun ELDSNEYTIS sem er ekki bara olía
einnig erum við að berjast fyrir hvíldartíma sem er bara fáranlegur þar sem hann er ekki í gildi fyrir alla td. er pósturinn sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins undanþegnir ökumæla notkun og þurfa því ekki að stöðva bílana sína á 4.5 tíma fresti og mega vinna lengur en 10 tíma á dag alla daga en við megum ekki vinna nema 6 daga í viku, sem sagt ef bíll er lestaður klukkan 12:00 og gefum okkur að það taki klukkustun, hann leggur af stað til Akureyrarklukkan 13:00 og má þá aka í 3.5 tíma seg er upp á miðri heiði þar verður bílstjórinn að leggja bílnum drepa á vélinni og yfirgefa ökutækið , burt séð frá veðri ef hann freistast til að aka í 15 mín í viðbót og komast í skála , og er st-ðvaður á þeirri leið þarf hann að greiða að mig minnir 70.000 krónur í sekt við þetta þurfum við að lifa
einnig er pósturinn í beinni samkeppni við sendibíla, þar sem þeir greiða minna eð bílstjórar fyrir eldsneytið geta þeir undirboðið aðra er eitthvað réttlæti í þessu
Rúnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:11
Ég þakka mótmælandanum kærlega fyrir að segja hér frá sinni sögu. Ég hef einmitt "óbeina" persónulega reynslu af ofbeldi lögreglu og áður en það kom til hefði ég búist við að svona saga kæmi eingöngu frá einhverju illa spilltu þriðjaheims-ríki (henti einmitt verðandi 2ja barna faðir og framgangan lögreglunnar eins og í lygasögu). En það er nú útúrdúr hjá mér.
Mótmælandi, ég hef einmitt mikið spáð í það í dag hvað við íslendingar getum verið skondin. Undanfarin ár eða svo til áratugi höfum við íslendingar látið vaða yfir okkur á skítugum skónum hvað svo til allt varðar, einokanir, verðlag, lánsvexti og ég veit ekki hvað annað svo ekki sé minnst á bensínið góða. Einstaka sinnum taka sig einhverjir nokkrir saman og reyna að láta til sín heyrast. En um leið og lögin mæta á staðinn hvað gerist yfirleitt þá? Þá er bara yppt öxlum, "hætt þessari vitleysu" og haldið heim á leið.
Viku síðar eru allir aftur farnir að kvarta undan því að við íslendingar látum allt yfir okkur ganga!
Hann Gunnar hér fyrir ofan talar um að lögreglan eigi að skerast í leikinn ef menn brjóta lög. Það stendur líka greinilega í starfslýsingu lögreglu að þeir eigi alltaf að miða sitt vald við aðstæður hverju sinni og aldrei beita meira meira eða grófara valdi heldur en "mótherjinn".
Að lokum spyr ég "meðmælanda"; Telst díesel þá ekki með af því það heitir ekki bókstaflega "bensín"! Eða eru trukkarnir komnir á vetni eða eitthvað sem ég veit ekki af? Ef svo er þá biðst ég forláts.
Jóna (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 00:42
Rúnar?.. myndi ekki virka að stoppa bara áður en þú kemur á heiðina þar sem þú veist að þú kemst hana ekki alla á þessum þremur og hálfum tíma og halda svo áfram.. það er varla þannig að þú veeerðir að klára þennann þrjá og hálfa tíma áður en þú stoppar, er það?? En annars fynnst mér að það mætti endurskoða þessi lög, en hef hinnsvegar ekki mikið álit á að brjóta lög við að mótmæla, mótmæli sem koma bara niður á almenningi. Ég tel að það hefði mátt fara mikið betri leið að þessu og ef ég væri einhver í valdastöðu myndi ég ekki einu sinni hugsa um samninga við vörubílstjóra fyrr en lögbrotum linnti. Það er þó þörf að mínu mati fyrir eitthverja hvíldartíma því af því sem ég hef heyrt hefur það sannað sig að það fækkar slysum vörubíla og slys stórra vörubíla geta varla verið af betri sortinni.
Atli (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 01:27
Held að fólk skilji ekki alveg reglugerðina sem um ræðir. Íslenska reglugerðin er dulítið einföld og segir ekki rétt frá því reglunum er framfylgt eftir ESB reglunum sem eru MUN MUN ítarlegri og tala um VINNUTÍMA ekki AKSTURSTÍMA. Inn í vinnutímanum er talað um Lestun og allt sem tengist viðhaldi og skoðun á búnaði bílsins ekki bara akstri s.s.
Þessar reglur eru líka gerðar með allt aðrar aðstæður en eru hér á landi. Íslenska vegarkerfið er btw á undanþágu, það er gert ráð fyrir reglulegum plönum til að leggja bílunum svo að þeir séu ekki bara úti í kannti og valdi enn frekari slysahættu, einnig eiga að vera salernisaðstæður o.fl
Þannig að eftir því sem ég fæ best séð þá hefur ríkið haft síðan 2002 til þess að undirbúa þessa aðstöður og alltaf fá bílstjórar sama gamla svarið um að málið sé í nefnd. Og eru svo sektaðir um tugi þúsunda fyrir að nýta sér ekki aðstöðu sem er ekki fyrir hendi.
Fyrir þá sem tala um betri skipulagningu og að stoppa fyrr....HVAR? hafiði prófað að leggja löngum trukk með tengivagni í vegaröxl? Þær bera ekki þessa bíla. Það er langt á milli fárra plana og mönnum er ekki sýnd nein miskunn vegna þess.
Skaz, 24.4.2008 kl. 01:43
Og já reglugerðirnar sem um ræðir eru :
777/2006 og 662/2006 og ESB 2002/15/EC
Endilega skoðiði
Skaz, 24.4.2008 kl. 01:45
Verð að viðurkenna að það er mikið til í því sem þú ert að segja Skaz og hafði maður ekki hugsað út í þetta, en réttlætir þó að mínu mati ekki lögbrot, sérstaklega þar sem það strýðir mest gegn almennum borgurum sem hafa ekkert með málið að gera.
Atli (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:49
Sæll Pálmi og þið hin.
Ég hef séð þessa athugasemd á allavegana tveimur öðrum stöðum í bloggheimunum og tók ég mig til og skrifaði athugasemd við athugasemdina hans. Mig langar til að fá að birta mína athugasemd ef það er í lagi því að mér finnst ýmislegt sem þessi nafnlausi mótmælandi segjir í pistli sínum.
(Ég biðst velvirðingar á innsláttar og stafsettningarvillum.)
"það sem fékk mig til að setjast niður og rita hérna nokkur vel valin orð er athugasemd sem rituð er af einhverjum er kallar sig "mótmælandann" ( sem ekki einu sinni hefur dug í sér til að koma fram undir nafni) vegna mér blöskrar hreinlega við að heyra fullorðið fólk tala af þvílíkum barnaskap eins og þessi ágæti nafnlausi maður eða kona gera hér.
Hann bendir þar á nokkrar staðreyndir og ómálefnalegar rökleysur sem auðvelt er að senda heim til föður húsana með skottið á milli lappanna.
1. "Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun" byrjar hann á að segja, hvernig eigum við að fá rétta mynd af hlutunum frá manni sem greinilega afstöðu með vörubílstjórum og gerir það með því að segja: "Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana". Þarna er greinilegt hvert hann ætlar að fara í skrifum síðum sem hann og staðfestir síðar.
2. " þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu" Fyrstu menn á vettfang voru ekki menn frá sérsveit lögreglu, það hefur marg oft komið fram í fréttum að sérsveitin var ekki kölluð til strax og kom hún að littlu leiti að þessum aðgerðum, reyndar er það rétt að sérsveitin kom á staðinn en var það ekki fyrr en nokkuð var liðið á átökin og var um að ræða fjóra menn sem voru á vakt á þessum tíma ekkert er talað m að þeir hafi tekið þátt í átökunum.
3. "fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu." Afhverju. Afhverju stóð fólk þarna og hló að lögreglu þergar þessir menn eru bara að vinna sína vinnu. Þeim ber skilda til að halda uppi lögum og reglu í þessu landi og eins og marga oft hefur komið fram þá er það lögbrot og í reaun háalvarlegt mál að stöðva um ferð á þennan hátt.
4."það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera- lognast útaf að sjálfu sér löngu áður " Þið verðið að leiðrétta mig hérna ef ég er að fara með rangt mál en ef menn ætluðu að fara og opna veginn afhverju voru menn þá að bíða með það hefði ekki verið nær að fara bara að tilmælum lögreglu og yfirgefa svæði bara strax og um það var beðið?
5. "færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum" Hálfgerð viðbót við nr.4. Eins og þetta lítur út fyrir leikmanni eins og mér sem hvorki var í lið með lögreglu eða vörubílsstjórum, þá er á þessum tímapunkti ítrekað búið að biðja um að gatan verði rýmd og fólk fari af götunni og lögreglan muni sjá um að fjarlæga þá bíla sem eftir eru, afhverju er þá talið að þar sé komin tími til að færa bílinn, afhverjuu var þá ekki laöngum búið að því first að þetta voru vinsamleg og friðsamleg mótmæli? Leiðtogi ykkar og frelsishetja Sturla Jónsson segir að þarna hafi maður ætlað að færa bílinn og hinir hafi ætlað að hjálpa honum, var hann veikur í fótunum eða þarf alltaf 5-6 karla til ða hjálpa honum upp í bílinn sinn? Og tóku þessir vinir hans ekki eftir því að til að hjálpa honum þá þyrftu þeir að fara í gegnum hóp af lögreglumönnum?
6. "við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur."
Það er það mikill barna skapur að halda þessu fram að það er varla þess virði að eyða orðum í þetta. Það ætti að vera öllu hugsandi fólki ljóst að valdbeiting af þessu tagi er það síðast sem lögreglan vill þurfa að grípa til, áður en að þessu kemur er marg oft búið að aðvara þá sem standa fyrir þessum aðgerðum við og að þetta verði niðurstaðan ef ekki verði farið að tilmælum lögreglunnar skipanir eins og "allir rýma hérna götuna svo að bílinn fari áfram" segjir lögreglan sem fékk það erfiða verkefni að stjórna aðgerðum á vettfangi þennan marg um rædda dag, meðan han segir þetta stendur maður fyrir aftan hann að biður fólk um að gera það þverofuga við það sem um var beðið, (sjá fréttir stöðvar2 23.apríl s.l. , ekkert gerist, "þetta eru ólögleg mótmæli allir fara af götunni" segir hann stuttu seinna. Aftur stendur maður beint fyrir framan lögregluna og segir eftir því sem ég best heyri "þeir sem ætla ða mótmæla, mótmæla". Skömmu seina gerist það sem áður hefur komið fram, einhver ákvað (að eftir allar þessar beiðnir og tilmæli lögreglu um að færa bílana og seinna að rýma götuna) að þetta væri væri rétti tíminn til að hætta og vinir hans sem ætla að "hjálpa honum uppí bílinn" riðjast inn í hóp af lögreglumönnum.
7. "Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér" bendi á nr.6 og bæti við að lögreglan beitir ekki ofbeldi nema að henn sínist sem að upp úr geti soðið og að öryggi hennar sé í hættu.
8. "Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið af mesta lagi 1.5 m færi" Hvað var þessi maður að gera utan vegar og var það upptekinn að hann tók ekki eftir marg ítrekuðum aðvörunum unm að það yrði beitt mace-uða. "GAS, GAS, GAS" var marg ítrekað kallað yfir hópinn, þetta finst mörgum mjög fyndið en þið verðið að athuga það að þetta er neyðar úrræði og eitthvað sem enginn vill lenda í að þurfa að gera nokkrum manni að meiða viljandi, allir sem gnga í gegnum lögregluskólann fá að kynnst því hvernig er að lenda bæði í mace-uða og táragasi sem var ekki beitt þarna þátt fyri marg ítrekaðar tilraunir fjölmiðla til að fá almenning til að trúa. Ég á efrfitt með að trúa því að þessi tiltekni maður hafi bara verið eitthvað utanvega í mestu rólegheitum utan vega.
9. "Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað." Ég ætla að bregða út af vananum og vera pínulítið ómálefnalegur að þessu sinni og leyfa mér að efast um að þetta sé alveg rétt og miðað við þann mál fluttning sem komið hefur frá mótmælendum og vörubíllstjórum þá get ég ekki trúað að lögreglan hafi sparkað og lamið ykkur "bjargvættina og fórmarlambið ", vegna þess eins og áður hefur komið fram þá beitir lögreglan ekki ofbeldi að óþörfu.
10. "Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum" Þetta er ekki alveg rétt hjá þér mótmælandi góður, þú stóðst ekki í miðjunni heldur varstu mótmælenda meginn og því ekki hæfur til að birta hlutlausa umföllun um þessa atburði. Ef þessi mótmæli voru svona "friðsöm" afhverju var þá ekki farið að lögum og reglum sem ríkja í þessu landi? Ef það var svona "lítið" mál að færa umferðina annað var þetta þá ekki hálf marklausstaður sem valinn var? Og aftur lögreglan ræðst ekki á ekki á fólk nema eftir ítrekaðar aðveranir eins og marg oft hefur komið fram í þessum pistli mínum.
11. "finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi" Já og ég vona að það sé ekki margir sem taka undir þessi rök þín, nú fordæmir þú lögregluna mikið fyrir ofbeldi. Það er ótrúlegt að þú skulir reyna að láta sem það sé ekkert mál að kastað hafi verið steini og það stórum steini í lögregluna. Mér er alveg sama hver það er sem fyrir steininum verður hvort að það sé lögreglumaður eða einhver annar, þú hendir ekki steini í átt að neinum nema þú ætlir að stórslaða einhvern eða jafn vel myrða.
Að lokum "Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins" alveg sammála, staðreynd málsins er sú að ef þú gerist brotlegur við lög sem ríkja í þessu landi þá verður þér refsað, málið er bara það aðvelt, og því lengur sem þú þrjóskast við þá þyngjist refsingin. Það hefur marg oft komið fram að þetta eru ólöglega og stórhættulegar aðgerðir.
Nú segjir "mótmælandinn" okkar ónefndi að hann sé bara " venjulegur fjölskyldufaðir", má ég þá spyrja þig að einu ef það kæmi nú eitthvað fyrir börnin þín ( sem að ég vona innilega að gerist ekki) það verður alvaræega veikt eða slasar sig þú hringir í 112 og biður um sjúkrabíl og svo eftir langa bið kemur bíllinn sem lenti í lokunum mótmælenda og þurfti að finna sér aðra leið eða bíða eftir að öll bílaröðin færði sig frá, en þá getur það verðið of seint, hver bæri þá sökina sjúkraflutningsmennirnir eða vörubílstjórarnir?
Margið hafa spurt hverslags "fasista" eða "lögregluríkí" þetta sé þar sem menn geta ekki legnur komið saman og brotið nokkur lög og stofnað lífi og eignum annara í stórhættu. Viljum við sem sagt frekar búa í anarkistaþjóðfélagi þar sem lög og reglur eru að engu höfð og menn bera enga virðingu fyrir öðru eða öðrum. Það vil ég ekki, hvað um þig?"
Hlynur Kristjánsson, 26.4.2008 kl. 19:21
Sæll Hlynur.
Það eru til tvær hliðar á öllum málum. Og þetta er eitt af því.
Það sem ég sé af youtube.com-myndböndum, þá virðist MÉR lögreglan fara offari í sínum aðgerðum. Og ég veit allveg að þetta læra þeir í lögregluskólanum. Og meiga grípa til þessara aðgerða innan vissra marka. Enn samt var ýmislegt sem ég skil ekki í þessu. Til dæmis hvers vegna GAZ-löggurnar voru ekki í hlifðarfatnaði. Og reyndar fékk einn lögreglumaðurinn að kynnast því. Kannski voru viðbrögðin hjá steinakastarnum þau að hann hefur farið í "paník" þegar GAZ-maðurinn öskraði GAZ GAZ........, enn mér skilst að þetta GAZ-öskur á að hemja þá sem fá GAZ-ið framan í sig. Svo fannst mér þeir úða svo ómarkvist. Svo heyrðist ekki áberandi í gjallarhorni (reyndar heyrði ég ekki í því), einsog heyrist daginn eftir þegar unga fólkið var að mótmæla. Svo var eitt tilvik sem mér fannst einkennilegt. Enn það var þegar einn maður í grænum flísjakka öskraði fyrir framan lögguskildisvegginn, enn allt í einu spruttu 5-7 löggumenn á hann, þannig að þeir skildu efir gat í vegginn. Sem "mótmælendur" hefðu geta reynt að fara í gegn. Enn svona hef ég ekki sé erlendis. Enn það sem ég hef sé í útlöndum, þá reynir óeirðalögreglan alltaf að hafa skildisvegginn heilan.
Og það er meira sem mér finnst að í þessu mótmælum, bæði hjá mótmælendum og lögreglu. Enn ég nenni ekki að vera að skrifa einvað ritgerð núna. þannig að læt þetta nægja í bili.
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.4.2008 kl. 06:40
Hlynur minn viltu ekki anda rólega?Það er ljóst að einstakir lögreglumenn fóru offari.Og sú staðreynd að yfirvöld velja að beita valdi í stað viðræðna,er hið raunverulega níð.Að verja þetta er þér ekki til sóma.
Haraldur Davíðsson, 3.5.2008 kl. 16:20
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.
Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.
Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.
Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.
Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.
Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.
Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.
Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.
Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.