Það kom að því.................

að menn fóru yfir strikið.

Bæði mótmælendur með frekar ljót orð gegn lögreglumönnum.

Enn störf lögreglurnar þykir mér mjög einkennileg, og fara verulega yfir strikið. Það er að þeir eru sjálfir að búa til óþarfa hættuástand. Enn lögreglan segir sjálfir að vörubílsjórar búi til hættu í mótmælum sínum. Hvernig sem þeir fá það út?

Mér finnst þeir taka einn mótmælandann mjög fagmannlega niður á götuna einsog hann hegðaði sig. Enn vonandi hefur lögreglan haft ríka ástæðu fyrir því.

Enn eitt af mörgum í störfum lögreglurnar í þessum aðgerðum lögreglurnar er hvað þeir voru svo einhvað óskipulagðir. Til dæmis er enginn lögreglumaðu sem virðist stjórna sínum mönnum. Svo er sagt í gjallarhornið að það verði beitt piparúða, þegar búið er að úða honum.

Þessar hörkulegar aðgerðir lögreglurnar, verður kannski til þess að hinn almenni borgari fari nú að mótmæla með. Hvað gerir lögreglann þá?

Svo í lokin vil ég að fjölmiðlar beri saman hvernig vinnureglur eru hjá lögreglunni um heimin sambandið við mótmæli. Og þá sérstaklega franska lögreglann.

 


mbl.is „Alltof harkalegar aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að vörubílstjórar séu að fara fullvel yfir strikið með því að loka svona stórri tengibraut.

Það sem lögreglan meinar með hættulegum mótmælaaðgerðum er það að þarna geta ekki neyðarbílar farið lengur um, hvað ef kviknar í húsi hinum meginn við þessa blokkeringu þeirra eða þá öllu alvarlegra að einhver slasist lífshættulega og kæmist ekki í tæka tíð undir læknishendur vegna þessara aðgerða. Sem betur fer hefur til þess ekki enn komið, en þegar og ef það gerist er allur skilningur og öll þolinmæði í garð þessara manna horfin fyrir bí.

Þeir hafa fyrir löngu síðan komið skilaboðum sínum á framfæri til hins almenna íbúa, nú væri réttara að gera eitthvað annað, leggjast frekar fyrir alþingi eða annað sambærilegt. Ef þeir halda þessum hætti uppi mun eitthvað skelfinlegt koma fyrir, það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. 

Ingi Björn Arnarson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:44

2 identicon

Við borgararnir eigum rétt á að lögreglan taki fast á þessum óþolandi bílstjórum. Þetta er bara væl í þeim fáar stéttir hafa það betra, og ég minni á að þeir ráða töxtum sínum sjálfir hver fyrir sig og ef þeir telja sig þurfa meira þá eiga þeir að hækka textann.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 16:53

3 identicon

GAS GAS hahahahahaha Hálfvitar.

XxX (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Guðmundur!

Mér finnst það vera sagt eftir á myndbandinu......Það að segja eftir að það er búið að dæla piparúða yfir almenning.

Pálmi Freyr Óskarsson, 23.4.2008 kl. 18:04

5 identicon

Ég held að fólk verði að fá rétta mynd af þessum aðgerðum í morgun. Ég kom sjálfur snemma til þess að styðja strákana og vorum við búnir að stöðva umferð þarna í gegn í sennilega klukkutíma þegar þarna voru komnir menn frá sérsveit lögreglu. Á þessum tímapunkti fór allt vel fram, fólk stóð þarna í góðu yfirlæti þótt kalt væri og hálfhló að lögreglu. Aðgerðir lögreglu sem á eftir komu gerðu hinsvegar ekkert nema að egna upp aftur mótmæli sem voru að lognast útaf, með hótunum um líkamsmeiðangar, táragas og barsmíðum með kylfu.

Það var vel greinilegt á þeirra aðgerðum að hér átti að sýna styrk sinn og berja þetta niður með valdi, það hefði engu máli skipt þótt að menn hefðu farið eins og þeir voru að gera þegar lögregla lét til skara skríða. Eftir ítrekaðir aðvaranir og valdsýningu lögreglu sem gerði ekkert annað en að auka blóðhita mótmælanda og keyra hvað eftir annað upp mótmæli sem hefðu lognast útaf að sjálfu sér löngu áður en þurft hefði að grípa til aðgerða var reynt að leysa þetta upp og færa þann bíl sem var aðalstöðvunin á veginum, við þetta rýkur lögregla til og hreinlega ræðst á mótmælendur.

Þessu var lokið á þessum punkti og verið var að klára þessi mótmæli, í staðinn ræðst lögregla að fólki með kylfum og mace og hellir olíu á eldinn með því sama. Það skal tekið fram að lögregla átti að einu og öllu leyti fyrsta höggið hér, hvorki höfðu þeir verið grýttir né nokkuð annað haft til þeirra til að storka þeim til að beita slíku ofbeldi.

Þegar allt lendir í óeirðum þarna fær maður sem að stóð utan vegar sem var  einfaldlega ekki nógu snöggur að flýja, nærri hálfan brúsa af mace í andlitið  af mesta lagi 1.5 m færi og við hlaupum nokkrir til til að aðstoða þennan mann. Hann liggur í götunni og er gjörsamlega varnarlaus og við reynum að hlúa að honum þegar lögregla gerir aðra atlögu án þess að þeim sé storkað, það bökkuðu allir umsvifalaust þegar táragasinu var beitt enda var ekki verið að leita eftir slagsmálum við lögreglu, en þeir gengu þarna fram með slíku offorsi og níð að ég á ekki orð. Ég og annar maður þurftum að reyna að vernda manngreyið og draga hann uppúr götunni þar sem lögregla gekk fram sparkandi í hann og berjand till okkar með kylfum sem stóðum og reyndum að verja varnarlausann manninn gegn kylfuhöggum og spörkum og hreinlega því að lögregla myndi ekki bara troða hann niður í götuna, við vorum farnir að setja líkama okkar á milli til að taka við höggum og spörkum lögreglu meðan við reyndum að draga manninn í skjól, það var eftir þetta sem grjótinu víðfræga var kastað.

Ég stóð svo að segja í miðjunni á þessum átökum þegar þau brjótast út, það sem ég sá í dag og þurfti að reyna vegna hendi lögreglu hefði ég aldrei trúað að gæti gerst á Íslandi. Ég er venjulegur fjölskyldufaðir sem mætti þarna til að mótmæla á friðsaman hátt á stað þar sem mjög einfalt var að færa umferð í gegnum aðra leið og þarna var enginn sem að beið eftir að komast framhjá allan þann tíma sem mótmæli stóðu yfir þangað til lögregla réðst að mótmælendum og vegfarendum.

Nú spyr ég ykkur gott fólk, þegar þið hafið kannski heyrt betur um það sem fór fram þarna í dag, finnst ykkur það skrítið að svarað sé með grjótkasti og ofbeldi þegar lögregla sýnir slíka valdníð og í rauninni dómgreindarleysi, það voru að mestu leyti aðgerðir lögreglu sem keyrðu áfram þessi mótmæli og kynntu undir þessum potti svo sauð uppúr. Ég spyr ykkur sem skrifið hér hörð mæli gegn þeim sem voru þarna hérna útum allan vef, skoðið myndböndin og annað vel því þið hafið svo langt í frá séð heildarmyndina á þessu máli og getið í raun að engu leyti dæmt um.

Aðgerðir lögreglu í dag voru ekkert annað en valdsýning gerð til þess að æsa upp í mönnum til að þeir gætu sínt vald sitt svo af bæri.

Ég er ekki vörubílstjóri, eða á einn eða annann hátt tengdur þeim en fór þarna til að mótmæla háu bensínverði og uppskar að vera barinn af lögreglu með kylfum, sparkað í og maceaður við það eitt að reyna að vernda varnarlausan mann frá því að  ver troðinn niður, barinn með kylfum og sparkað í við aðgerðir lögreglu.

Vona þeir sem lesi þetta átti sig betur á aðstæðum og staðreyndum málsins.

Mótmælandi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband