Áramótaskaupið 2007 var bara nokkuð gott.....

Það er komin vika síðan Áramótaskaupið 2007 var frumsýnd í Ríkissjónvarpinu. Og ég verð að segja að þetta er bara nokkuð gott skaup í ár, enda er höfundurinn Jón Gnarr snillingur. Og jafnvel var hin 70 ára "húmorlausi" faðir minn að hafa gaman af skaupinu (mér til mikilar furðu). Þessir sem eru að segja að skaupið sé slæmt. Getur það ekki verið að þeir horfi ekki á sjónvarp? Sko, þarna er vitnað í marga íslenska og útlenska þætti. Og þarleiðandi kemst grínið ekki alveg í gegn nema að hafa horft á þættina.... Svo eru "húmorlausu" íslendingarnir einhvað viðkvæmir að það sé að gera grín af útlendingum. Hvað er eiginlega annað hægt að gera grín af? Jú, útlendingar voru einmitt mest áberandi á íslandi árið 2007. Og er það ekki það sem skaupið snýst um? Það að gera grín af því sem bar mest á íslandi það árið? Allavega hélt ég það. Og enn einusinni er verið að kalla menn rasista ef maður segir einhvað "neikvætt" um útlendinga. Var ekki aðallega gert grín af því í áramótaskaupinu hvernig við íslendingar höfum haga okkur gagnvart útlendingum? Ég setti saman á youtube-síðunni minni Áramótaskaupið 2007. Sem annar youtube-eigandi setti reyndar inná sína youtube-síðu. Og getið þið sé það hér að neðan í sex hlutum. Og til að skipta um myndbönd getið farið á menu eða þá fara með bendilinn neðst á myndbandinu. Skrifað 7.1.2008 kl. 15:26 af Pálma Frey Bein slóð á færslu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband