Kettir herjar á fuglavarpið í Eyjum

Skrofur og kettir í Ystakletti

Í sumar tókst að endurheimta tíu af þeim tuttugu gangritum sem settar voru á skrofur í Ystakletti í fyrra. Verða það að teljast mjög góðar endurheimtur og þá sérstaklega þar sem í ljós hefur komið að kettir hafa komið sér fyrir í skrofuholum í miðju varpinu. Þegar farið var í gær (16. ágúst 2007) með holumyndavél að kanna varpárangur hjá skrofunum kom í ljós að kettir höfðu gert sér bæli í einni skrofuholunni þar sem átti að vera skrofa með gangrita. Náðust fjórir stálpaðir kettlingar í holunni en ekkert sást til foreldranna, hvað þá til skrofanna. Vestmannaeyjar eru eini varpstaður skrofu á Íslandi og er stærsta varpið í Ystakletti. Það er því mjög alvarlegt mál ef fjöldi katta er farinn að halda til í miðju varpinu og verður að grípa til aðgerða strax til að ná köttunum og einnig verður að koma í veg fyrir að kettir komist upp í Heimaklett og þaðan út í Ystaklett.

Verðandi skrofa eða kattamatur?
http://www.nattsud.is/Skrofur%20og%20kettir.htm

Það er mikið af meindýrum í Vestmannaeyjum sem er að herjar á fuglalífið hér. Kanínur, ránfuglar (mávar, hrafnar, skúmar, kjóar, fálki, smyrill og hrafnar), kettir (og jafnvel hundar) og svo er það maðurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband