Verður lundi á boðstólum........

......hjá Vestmanneyingum í framtíðinni??

NEI, ekki meðan þessi útrýmingaveiðistefna hjá lundaveiðimönnum er í gangi. Sem þeir kalla að veiða í soðið sem á þýða að veiða bara fyrir sig og fjölskyldu veiðmanns. Svo eru þeir að veiða nær eingöngu varpfugl. Og meira enn 10.000 þúsund lundar veiddir er sagt í þessari frétt. Hvað er að?

Hvað í andskotanum afneitun er þetta hjá þeim. Það er enginn geldfugl eftir það er segja lundi 2-4 ár. Og það litla sem eftir er af honum hefur ekki mikið sést þetta sumar. Sama hvað veiðimenn eru að koma með afsakarnir að sjá stöku sinnum lunda á flugi og eða það að hann sé með gott æti í gogginum. Og ætla réttlæta það og segja að það sé nóg af lunda til að veiða einsog ekkert sé. Kjaftæðið! Það er ekki hægt að segja að það sé nóg af lunda nema að það sé til tveggja sumra í það minnsta.

Enn hvaða fugl er þá eftir? Jú, það er varpfuglinn sem er kallaður sílisfugl. Enn þar sem er lítið er um síli fyrir hann. Þá er mikil hætta á að hann sé ekki með neitt í gogginum og þar með að lenda í háfa veiðimanna. Sem er það hættulegasta ef það á að halda fuglastofni uppi. Vegna þess ef þú drepur annað foreldri þá verður meira hætta á að lundapysja drepst hvað þá ef báðir foreldranir drepast þá drepst pysjan örugglega líka.

Viljum við þetta????

Nei, segji ég. Ég vil nefnilega að lundaveiði verði bannað í það minnsta í 5 ár. Svo við getum haft lunda á boðstólum í framtíðinni.

 

Ef ég þekki lundaveiðimenn réttt þá verða þeir bandsjóðandi reiðir að ég hef verið að koma með þessa skoðun. Og hóta sjálfsagt föður mínum og mér um að skila ekki fuglamerkjum. Enn það hafa þeir gert til þagga skoðunum okkar feðga um lundaveiði. 


mbl.is Þúsundir brögðuðu lunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Pálmi minn og takk fyrir álitið á mér og mínum vinum. Þinn vinur GEA.

Georg Eiður Arnarson, 13.8.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband