Seikei-göngin í Japan eru meira enn 20 km löng í sjó. Enn í Japan er mikið um stóra jarðskjálfta af stærri gerðinni. Og jafnframt því að þar er virkt eldfjallasvæði. Enn "rök" hjá hinum vantrúuðu íslendingum er þannig afskaplega léleg. Ef Japanir geta gert þetta nógu öruuggt fyrir jarðhræðingum hjá sér. Þá ætti það ekki vera vandamálið með Vestmannaeyjagöngin.
Það er bara kostnaðurinn sem er stærsta hindrunin. Enn ekki verður Bakkafjara ódýrari......
Sjá uppl. um Sekei gönginn hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Seikan_Tunnel
Seikan Tunnel
From Wikipedia, the free encyclopedia
The Seikan Tunnel (青函トンネル Seikan Tonneru or 青函隧道 Seikan Zuidō) is a 53.85 km (33.49 mile) railway tunnel in Japan, with a 23.3 km (14.5 mile) portion under the seabed. It travels beneath the Tsugaru Strait connecting Aomori Prefecture on the Japanese island of Honshū and the island of Hokkaidō as part of the Japan Railways Kaikyo Line. Although it is the longest railway tunnel in the world, faster and cheaper air travel has left the Seikan Tunnel comparatively underused.
Contents[hide] |
http://en.wikipedia.org/wiki/Seikan_Tunnel
Engin jarðgöng til Vestmannaeyja en ferðum Herjólfs fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Föstudagur, 27. júlí 2007 (breytt kl. 17:46) | Facebook
Athugasemdir
Það er nú varla hægt að líka þessum göngum saman. Við þurfum ekki að horfa lengra en til Evróðu til að sjá að sum göng bera sig ekki. Það var mikið fagnað þegar göngin í gegnum Ermasundið voru opnuð á milli Bretlands og Frakklands en það hefur alltaf verið tap rekstur á þeim gögum og margir telja að þau hafi almennt verið mistök.
Með kveðja frá Bretlandi
Haukur Sigurjónsson, 27.7.2007 kl. 20:11
#1 Seikan-göngin eru járnbrautargöng. Sem verkfræðilegt úrlausnarefni er auðveldara að grafa mjög löng járnbrautargöng vegna þess að ekki þarf að gera ráð fyrir jafn öflugri loftræstingu og öryggisbúnaði eins og í bílgöngum. Vegna þessa eru lengstu bílgöng í heiminum í dag aðeins 24 km, Lærdalsgöngin í Noregi. 18 km Vestmannaeyjagöng yrðu þannig næstlengstu bílgöng í heiminum og þau langlengstu sem liggja að hluta undir hafi. Er hugmyndin kannski sú að lest gangi til Eyja? Slíkt batterí er gríðarlega dýrt, bæði stofnkostnaður og rekstur og getur aldrei borgað sig ef farþegar eru fáir.
#2 Árið 1999 notuðu 1.700.000 farþegar Seikan-göngin, það er rúmlega íbúafjöldi Vestmannaeyja á hverjum degi. Japönum þykir þetta ferlega slappt enda er þetta langt undir því sem þeir ætluðu í upphafi og dugar ekki til að standa undir þessari rosalegu fjárfestingu.
#3 Seikan-göngin kostuðu 3,6 milljarða dollara á sínum tíma, á núvirði gerir það 6,16 milljarða. Þetta gerir 380 milljarða íslenskra króna, vel rúmlega öll fjárlög Íslands fyrir 2007.
#4 Japan er vissulega eldvirkt land en eins og á Íslandi þá er áhætta vegna þessa staðbundin. Seikan-göngin eru ekki byggð nánast ofaní virka eldstöð sem lét síðast vita af sér fyrir 30 árum eins og hugmyndin er hér heima.
Þessi eyjagangapæling er fráleit, komið niður á jörðina kæru Eyjamenn og einbeitið ykkur að því að ná fram raunverulegum úrbótum í náinni framtíð. Ekki fleiri skýrslur á minn kostnað takk.
Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 20:39
Haukur: Hvers vegna ætli göng beri sig ekki milli Bretlands og Frakklands. Ætli skýringin sé að það sé aðrar og ódýrari leiðir til ferðast milli þessara landa. Sem ekki er hægt að segja milli lands og Eyja. Þar sem fargjöld með flugi og Herjólfi slagar í eina utanlandsferð.
Bjarki: Ég hef velt fyrir mér nokkuð lengi að áætlun B væri neðansjávarjárnbrautarlest sem getur flutt bíla. Og mér finnst það ætti að skoða þann möguleika betur.
Ég er nokkuð viss að það verður fjölgun farþega með þessum samgöngubótum (göng). Vegna þess að Vestmannaeyjar er paradís íslands rétt einsog Bláa Lónið og Gullfoss uppá meiginlandinu.
Göng eru dýr enn eru samgöngumannvirki ekki dýr. Til dæmis sem ríkið rekur í og fyrir utan Reykjavík. Hvernig væri að þú reikni það út. Svo máttu alveg reikna út kostnað á Herjólfi og Bakkafjöru næstu áratugi. Það mun slaga fljótt í göng.
Í Japan er eitt mesta jarðskjálfta og eldvirkasta svæði heims. Sem er nokkuð líkt með Íslandi enn í minna lagi samt.
Þið höfuðborgarbúar meigi nú bara sjálfir koma ykkur á jörðina.
Það er ekki okkur Eyjamönnum að kenna að samgöngur milli lands og Eyja er búið að vera lélegar. Heldur er það Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur ekkert gert í þessu máli.
OG SVO ÞETTA MEÐ BORGUN Á SKÝRLUNNI VAR GREIÐT AF ÚTVEGSBÆNDUM AÐ MESTU HLUTA (AÐ MÉR SKILST)
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.7.2007 kl. 21:54
Vegagerðin kostaði þessa nýjustu skýrslu.
Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðgöng kosta líka sitt í rekstri og til viðbótar við geðveikislegan stofnkostnað hlýtur að vera ljóst að allur samanburður við ferjusiglingar er della.
Samgöngur við Eyjar eru eflaust í glötuðu horfi og þú mátt eigna Sjálfstæðisflokknum það ef það er eitthvað sáluhjálparatriði fyrir þér, það breytir því ekki að raunsæjar hugmyndir um úrbætur eru líklegri til að ná í gegn.
Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.