Moggabloggari með staðreyndavillu

Þetta þykir mér nú of langt gengiðLoL

Ekkert álitamál

Þetta er algjört glapræði. 

Þó svo að hinn sjálfskipaði sérfræðingur Eyjamanna í jarðgangnagerð, glæpamaðurinn á Stórhöfða, telji skýrslu verkfræðistofunnar vera rugl, þá er ekki þar með sagt að það eigi að ausa úr sjóðum ríkisins meiri peningum til þess eins að reikna út að 50-80 milljarða jarðgögn borgi sig aldrei fyrir 4000 manna byggð.

Til samanburðar má nefna að títtnefnd Sundagögn, sem þykja helst til dýr, eiga að kosta 16 milljarða.  Íbúar Reykjavíkursvæðisins eru tæp 200 þúsund og skv framtíðarspám Vegagerðarinnar munu um að lágmarki 20 þús bílar aka umrædd göng á sólarhring.

Hversu margir ætli myndu aka Vestmanneyjagögn á sólarhring árið 2012 ?  Kannski 500.

Það ætti ekki að vera flókið að skófla þessum pælingum út af borðinu með einföldu reikningsdæmi.

Hins vegar mætti frekar eyða peningum í að kanna með bætta hafnaraðstöðu fyrir Herjólf, það er miklu raunsærri kostur.

tekið af http://lm.blog.is/blog/lm/entry/269884/

Lágmark að hafa staðreyndir í lagi.Smile Ég og faðir minn eru ekki Árni Jhonsen. Hann Árni á heima í Höfðabóli og ég faðir minn eigum heima í Stórhöfða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Ég biðst innilega afsökunnar á þessari staðsetingarvillu.  Trúlega hefur Stórhöfðasvítan ruglað mig í ríminu .

Var alls ekki ætlunin að klína Johnsen upp á þig eða föður þinn.

Skoðanir mínar á jarðgangahugmyndum standa hins vegar óbreyttar ...

kveðja,

LM

LM, 26.7.2007 kl. 23:14

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Afsökurnarbeðnin tekinn til greina LM.

Menn geta gert mistök hita leiksins.

Þú mátt hafa þína skoðun á hlutunum. Enda er skoðunarfrelsi á Íslandi. Allavega á það vera svo.

Pálmi Freyr Óskarsson, 27.7.2007 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband