Löggan í Eyjum eða hvað?

10. júlí kl. 18.17

Lögregla Vestmannaeyja

Innbrot og skemmdir á saltgeymslu

 

ec0420810134f626072d1b2b41bb0fb9_logregla_net

Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að brotist hafa verið inn í Baldurskróna og var maður handtekin þar inni en hann mun hafa farið þar inn ásamt fleirum og náð í bjór sem þar var geymdur.  Ekki liggja fyrir upplýsingar hverjir voru með þessum manni og biður lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um málið að hafa samband.

Að morgni 4. júlí sl. var tilkynnt um að farið hafi verið inn í Steypustöðina. Engu var stolið en rúða mun hafa verið brotin. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um grunsamlegar mannaferðir við Steypustöðina að kvöldi 3. júlí sl. eða aðfaranótt 4. júlí sl. eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Sl. mánudagsmorgun var lögreglu tilkynnt um að skemmdir hafi verið unnar á plastdúk saltgeymslunnar v/Garðaveg en um er að ræða um þriggja metra rifu.  Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki og óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur hafi samband. 

Einn ökumaður var stöðvaður vegna hraðaksturs en hann mældist á 73 km/klst á Hamarsvegi en þar er hámarkshraði 50 km/klst. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt við akstur.

 

 

til baka
Prenta frétt

Mér þykir afar leiðilegt að sjá ekki Eyjalöggubíl frekar enn AKPlöggubíl þegar fjallað um löggæslustörf í Eyjum. Reyndar ekki fyrsta sinn sem þetta gerist hjá þessum fjölmiðli síðustu mánuðuna. Hvernig væri að fá ljósmyndara til að taka fjölbreyttar myndir af Eyja-löggubíl til að nota í fréttirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband