Bráðabrigðahugmynd: Hrefnu í staðinn fyrir Lunda á Þjóðhátið

Fyrir nokkrum vikum þegar ég var að versla í Eyja-Krónunni. Þá ákvað ég að kaupa hrefnukjöt og steikti hana á pönnu strax við heimkomu.

Það var einn galli á gjöf Njarðar að það eru engar upplýsingar á umbúðun hvernig maður á matreiða hrefnukjötið. Ekki finnst mér það nógu góð markaðssetning. Enn ákvað að steikja það bara einsog kindakjöt.

Enn þá datt mér í hug að leita á hrefna.is. Enn fann ekkert þar. Enn lenti á Gestgjafinn.is og þar var sagt að maður eigi ekki steikja hrefnuna of mikið. Bara nánast ekki neitt. Þannig að ég þaut niður í eldhús og slökkti á eldavélinni.

Þrátt fyrir of steikta hrefnu og meðlæti sem mér datt bara í hug að hafa þá bragðaist hún bara nokkuð vel. Kjötið finnst mér líta alveg einsog kjötið á lunda og vera eins mjúkt líka. Enn bragið er allt örðvísi enn lunda.

Ég er með hugmynd að hafa hrefnukjöt til bráðabrigða á Þjóðhátíð á meðan lundinn er í mikilli lægð. Ég veit það kemur ekkert í staðinn fyrir lundann. Enn þetta mundi vera mjög meðfærilegt að hafa í Dalnum. Fyrst að þarf ekki mikið að vera hugsa um að steikja/elda hrefnukjötið.

 


mbl.is Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband