Æstur lögfræðingur að verja sakborning sinn

Ég var að sjá nýskráan á moggabloggið "stjörnuglæpa"hæstaréttalögmann Íslands hann Svein Andra.  Og er hann að svara fyrir "meintan" sakborning sinn sem "hafði" átt að nauðga konu á klósetti á hóteli.

Ok. ég er ekki jafngáfaður og þessi blessaði Sveinn Andri er. Enn að koma með svona fáránlega athugasemd að fólk eigi ekki að tjá sig um þetta vegna þess að það veit ekkert hvað það er að segja.

Ég sem hélt að sá tími sé löngu líðinn að fólk meigi ekki tjá skoðarnir óháð því hvort menn hafi ekki vit á hlutunum. Það er nú tjáningafrelsi og málfrelsi á Íslandi í dag. Eða er það ekki annars?

Sko, málið er að dómskerfið á Íslandi er óskiljanlegt fyrir okkur almenning (Eða okkur heimskinga einsog Svein Andri finnst okkur almenning sem hafa skoðarnir útí bæ). Einsog dæmin sýna núorðið eru dómar alveg óskiljanlegir  fyrir okkur almenning. Og í dag er fólk loksins að sjá fáránleika dóma sem hafa fallið síðustu vikurnar.

Hér ætla ég birta þetta blogg í held sinni:

Sorgleg múgæsing

Ég gat ekki orða bundist og ákvað að skrá mig inn á bloggið til að reyna að svara þessu ótrúlega bulli sem bloggverjar á moggablogginu setja fram í tengslum við þessa frétt og dóminn.
Er nauðgun ekki ofbeldi spyr fólk. Fólk sem veit ekki neitt um hvað það er að skrifa ætti ekki að vera að tjá sig mikið, nema því finnist sniðugt að aðrir uppgötvi fávísi þeirra.
Ég var verjandi ákærða í málinu og tel nauðsynlegt að taka upp hanskann fyrir minn umbjóðanda.
Nauðgun er ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi. Fram að þessu hefur nauðgun verið skilgreind þannig að aðili knýr fram samræði við annan með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Þannig var nauðgun samsett brot, samsett af kynferðisbroti og líkamlegu ofbeldi eða hótun um það, svipað og rán sem er samsett af ofbeldi og auðgun. Það er var síðan kynferðisleg misneyting þegar samræði fékkst með því að aðili nýtti sér svefndrunga eða ölvunarástand etc þ.a. brotaþoli gat ekki spyrnt við. Eftir nýlega lagabreytingu heitir þetta bæði nauðgun.
Í máli þessu var sakborningur ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft kynferðismök við téða stúlku og þröngvað henni til þeirra með ofbeldi.
Til þess að unnt væri að sakfella í málinu þurfti að sýna fram á að nauðung væri til staðar, þ.e.a.s. að hann hefði þröngvað stúlkunni til samræðis; hann hefði vitað eða mátt vita að stúlkan vildi ekki samræði.
Fyrir dómi sagði stúlkan aðspurð að hún hefði hvorki með látbragði né orðum gefið ákærða það til kynna að hún væri andsnúin kynmökum. Síðan upplýsti hún um það að þegar kynmökin höfðu átt sér stað í einhverja stund hefði hún skyndilega fundið til sársauka og þá ýtt ákærða frá sér og þannig gert honum grein fyrir því að hann ætti að hætta. Þá hætti hann á stundinni. Að þessu leyti voru ákærði og stúlkan alveg samstíga í frásögn sinni.
Þetta er ástæðan fyrir því að dómurinn taldi ekki að sýnt hefði verið fram á að ákærði hefði þröngvað stúlkunni til kynferðismaka.
Ákærði hefur nú verið sýknaður af ákæru. Samt hefur hann mátt dúsa í fangelsi í 4 mánuði, þar af drjúgan tíma í einangrun, þar sem fangar hafa veist að honum, þar sem hann hefur verið á barmi þess að stytta sér aldur og hefur veitt sjálfum sér áverka. Sérfræðingur sem vann með hann taldi að þetta mætti hugsanlega rekja til þess að hann væri í fangelsi hafður fyrir rangri sök. Hefur ákærði verið í miklum sálarháska.
Finnst fólki í lagi að svipta einstakling frelsi í 4 mánuði án þess að dómur gangi í máli? Er þetta réttlætið sem bloggverjar vilja? Ef þið bloggverjar á moggablogginu hefðuð verið verið uppi í Ameríku á tímum villta vestursins hefðuð þið verið í þeim hópi sem alltaf var til í að hengja menn án dóms og laga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband